Vikan


Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 20

Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 20
FRÁ FREESTYLE KEPPNINNI Á HÓTEL ÍSLANDI HÁRFlNT TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR / LITMYNDIR: MACNÚS HJÖRLEIFSSON Sjaldan eða aldrei hafa sést jafn margvíslegar og nýstárlegar greiðslur í nokk- urri hárgreiðslukeppni hér á landi eins og í þeirri sem haldin var á Hótel íslandi sunnudaginn 6. mars síðastliðinn. Keppnin er haldin á vegum tímaritsins Hárs og fegurðar og var þetta í 5. sinn sem keppnin fór fram. Keppt er tvisvar á ári, annars vegar í Reykjavík en hins vegar í Sjall- anum á Akureyri. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en að (Dessu sinni. Alls voru þeir 85 og sýndar voru jafnmargar greiðslur. Áhugi annarra en þátttakenda er einnig mjög mikill því áhorfendur fylltu áhorfendasvæði Hótel íslands. Dómarar sem daemdu greiðslurnar voru 12 talsins, fagmenn og leikmenn, en kepp- endur skiptust í sveina- og meistaraflokk sem kepptu sér og síðan kepptu nemar sér. Þarna var bæði keppt í hárgreiðslu og hárskurði. Állir voru sammála um að dómurun- um væri mikill vandi á höndum, því þarna mátti sjá alveg ótrúlega listræna hæfileika hársnyrtifólksins. Jafn erfitt áttum við með að velja myndir til birtingar hér og hefðum gjarnan viljað hafa myndir af öllum greiðslunum. Því miður getum við ekki birt nema örlítið brot, sem ætti þó að nægja til að lesendur fái smjörþefinn af því sem þarna var að gerast. □ Myndir á þessari síðu: Heiðurinn af greiðslunni efst t.v. á Gústa Hreinsdóttir sem er meistari og starfar hún á hárgreiðsiustofunni Hár Expo. Yfirleitt farðar hárgreiðslufólk- ið módel sín sjálft en þessi er förðuð af Línu Rut. Greiðslan og fatnaðurinn eiga að gefa brúðarímynd. Stúikunni á myndinni þar við hliðina var greitt af Þóreyju Erlu Gísladóttur en hún er sveinn og starfar á hárgreiðslustofunni Carmen í Hafnarfirði. Hárið er fléttað í mjóar fléttur og vír settur í þær þannig að þær standa út frá höfðinu á þennan hátt. Hér til hliðar er mynd af stúlku sem Jónheiður Steindórsdóttir, sveinn á hárgreiðslustofunni Papillu, greiddi. Með greiðslunni notar hún hvítar fjaðrir og greinar og hárlokk úr gervihári krullaði hún með eldgömlu krullujárni sem hitað er á plötu. 20 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.