Vikan


Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 63

Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 63
HEILABROT ncji Jjjj nsm Patrick Siiskind, höfundur Iimsins og Kontrabassans, rithöfundur á hraðri leið upp á frægðarhimin, hefur augljóslega gaman af því að fera lesendum sínum fróðleik af einhverju tagi. í Kontrabassan- um segir hann þeim sem fávísir eru á sviði tónlistar margt um uppbyggingu tón- smíða, hugsunarhátt tónskálda og fleira í framhaldi af því. Fróðleikurinn flæðir ffam af munni leikarans (Árna Péturs Guðjóns- sonar hjá leikhópnum Frú Emilíu) og úr penna skáldsins. I Ilminum, skáldsögu sem kom út sl. haust í þýðingu Kristjáns Árna- sonar ffæðist lesandinn um ilmvatnsgerð og lyktarvinnslu. Auk þess að fá ofurlitla hugmynd um allan þann daun sem legið hefúr yfir borgum fyrr á öldum. Ódauninn þann reynir maður svo að bera saman við ólyktina sem stundum svífúr að vitum manns í borgum nútímans. Ég minnist þess að lengi vel fannst mér útblástur bíla, bensín- og malbiksangan vera minn lífsel- exír og neitaði að taka mark á kvaki um- hverfisverndarmanna sem sögðu að lítil börn fengju taugasjúkdóma af að alast upp í bensín reyk. Svo var ég einhverju sinni í Lissabonn. Þá var heitt í veðri og þoku- kennt loft Iagði yfir borgina af hafl. Olíu- brækjan var sjáanleg berum augum, lagðist að húsveggjunum og maður sá svarta tauma koma að manni í augnhæð. Og log- sveið í vit og augu. Þegar þessi stybba og þessi sviði blandaðist saman við matarlykt- ina frá veitingastöðunum nærri ströndinni og reyndar líka inni í borginni og uppi á hæðum, varð úr fúrðulegur daunn sem svipti mann matarlyst, framkallaði brjóst- sviða og velgju. Ég veit ekki hver ókjör ég varð að þamba af bjór og víni til að sætta vitin við pestina. Hér nyrst í veröldinni feykist þessi brækja út í veður og vind. Og þótt kokkar steiki stórum og löngum þá hverfur matar- lyktin upp í himingeim löngu áður en feit- in nær að þrána og lyktin verða vond. Eig- inlega finnur maður ekki oft vonda lykt í íslensku þéttbýli nema þegar þeir eru að bræða loðnu ellegar þorskhausa og flsk- mjölsbrækjuna leggur yfir byggðina. Stundum hvílir bræðsludaunninn yfir Reykjavík og á það til að liggja dagpart yfir Þingholtunum því að þar er oftast logn og trúlega hlýjast loft reiknað út ffá meðaltali ársins á landi hér. Þegar þannig stendur á tekur maður eins og óvart eftir því að maður hefur Iyktarskyn. Annars er ilman- inn sú skynjun nútímamanns sem einna næst því er að detta upp fyrir. Ekki yrði ég hissa þótt ég frétti það austur í eilífð þegar þar að kemur að börnin verði farin að feð- ast án lyktarskyns, kannski alveg neflaus. Þegar ég var barn og var sendur í sveit eins og þá þótti hverjum manni hollt, helltist sveitalyktin yfir mig og mér til mikillar furðu var bara ánægjulegt að anda að sér lykt af ferskum beljuskit, kindaskít ellegar lyktinni af blautum smalahundi. Að maður ekki nefni lykt af hrossum, lykt af nýmjólk, lykt af nýsleginni töðu. Öll ver- öldin græn og vellyktandi, skógurinn ilm- aði, moldin angaði, lyngið lyktaði. Um haustið kom maður suður inn í lyktarlausa veröld. í Reykjavík var engin lykt, nema kannski á öskuhaugunum og svo náttúr- lega í fjörunni og niður við höfh. En á þessum slóðum var maður aldrei, fann því aldrei lykt. Nema á jólunum. Á jólunum kom til manns lykt af nýjum ávöxtum. Og rakspíra. Þegar ég stálpaðist fóru gamlar frænkur að gefa mér rakspíra í jólagjöf. í fyrstu hélt ég að það væri vegna þess að af mér væri verri lykt en af öðru fólki. Svo komst ég að því að frænkurnar voru að uppgötva lykt- arleysið í mannheimi og vildu bæta úr. Alla tíð síðan hef ég átt rakspíra í glasi. Reyndar nota ég hann aldrei. Og spíra- flöskurnar rykfalla. Og þó - eftir að ég las Ilminn hans Súskinds stend ég mig að því að snúa tappann af gamalli flösku og lykta, lykta vel og lengi. Trúlega er rakspíralykt með þeim ómerkilegri í lyktarheimi þeirra sem kunna að nota nefið. En eigi að síður hef ég á tilfinningunni að hún geti verið góð byrjun fyrir mann sem er í eins konar endurhæfmgu. Það er ótækt að láta geril- sneytt umhverfið, tæknifægðan nútímann svipta mann einu af fáum skilningarvitum. Nefið lengi Iifi! Og Súskind líka! -GG. VIKAN 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.