Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 12
1. Föstudagur 04.03. '88: Páll og Guðrún í
lúxussvítu Hotel Pullman í Luxemburg.
Hjónin voru í sjöunda himni vegna þeirrar
glæsilegu gestrisni, sem þau nutu frá hendi
hótelsins í ferðinni.
3. Föstudagur 04.03. '88: Eftir að hópurinn
hafði komið sér fyrir á hótelinu, var ákveðið
að fara í skoðunarferð um gömlu miðborg-
ina í Luxemburg og kynntu sér merkilega
sögu borgarinnar, sem hvarvetna má líta
þar í fögrum sögulegum minjum.
4. Fyrsti dagur að kvöldi kominn. Föstudags-
kvöld 04.03.'88: Hótelstjóri Hotel Puliman
bauð gestunum frá Islandi til kvöldverðar í
viðhafnarveitingasal hótelsins, Restaurant
Gastronomique. „Maturinn var hreint fram-
úrskarandi og þjónustan sömu leiðis.
Reyndar þurftum við ekki að borga neitt, en
við sáum samt á matseðlinum að þessi
veislumatur var í raun hræódýr, miðað við
verðlag heima á íslandi. Dýrustu réttirnir
voru á 700-800 krónur, sem þætti nú ekki
dýrt I Grillinu á Sögu. Það erþví ekki dýrt að
flotta sig í Luxemburg. Við eigum örugglega
eftir að koma hingað aftur, “ sagði Guðrún
Þorbergsdóttir.
5. Föstudagskvöld 04.03. '88: í Bar Kiem í
Hotel Pullman er boðið upp á dans um helg-
ar og Guðrún og Páll sem eru mikið dansfólk
gátu því ekki setið á sér að fá sér snúning
eftir kvöldverðinn í Restaurant Gastronom-
ique.
6. Á laugardeginum fór Irene Wolter með ís-
lensku gestina í ökuferð um landið, sem er í
raun ekki ósvipað að stærð og Árnessýsla á
Islandi. Meðal annars var heimsóttur bærinn
Echternach við v-þýsku landamærin. I Echt-
ernach búa aðeins 4000 íbúar á vetrum, en
á sumrin eru þar að jafnaði tugir þúsunda
fólks í sumarleyfum, aðallega Hollendingar
sem eru afar hrifnir af náttúru þessa litla
nágrannalands. Bærinn státar af afar fögr-
um gömlum bygglngum eins og raunar flest-
ir bæir í Luxemburg, en ein merkilegasta
byggingin í Echternach er gamalt klaustur
heilags Benedikts, sem byggt var á sjöundu
öld. Afar fögur kirkja klaustursins er nokkru
yngri, eða frá 11. öld, en hún gæti þess
vegna hafa verið byggð í gær, svo vel hefur
verið vandað til verksins. Á myndinni hlýðir
Guðrún á hátíðlega orgelhljómlist, sem óm-
aði um kirkjuna gömlu, þar sem orgelleikari
var að æfa sig á meðan gestirnir frá íslandi
stöldruðu við. „Þetta gefur kirkjunni alveg
óskaplega hátíðlegan blæ, “ sagði Guðrún.
„Það hellist yfir mann óstjórnleg virðing fyrir
hinum gömlu byggingarmeisturum, þegar
maður sér þessa traustu þykku steinveggi,
sem tímans tönn hefur en ekki unnið á þótt
liðin séu nær 1000 ár, “ sagði hún.
7. Á laugardagskvöldið var áskrifendum Vik-
unnar boðið í nýtt spilavíti, Casino 2000,
sem er I bænum Mondorf les Bains I nám-
unda við þýsku og frönsku landamærin. I
spilavítinu var snæddur framúrskarandi
kvöldverður og freistað gæfunnar við grænu
borðin. Guðrún og Páll höfðu ekki heppnina
með sér, en fulltrúi Vikunnar Magnús Guð-
mundsson vann nokkur þúsund franka við
12 VIKAN