Vikan


Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 12

Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 12
1. Föstudagur 04.03. '88: Páll og Guðrún í lúxussvítu Hotel Pullman í Luxemburg. Hjónin voru í sjöunda himni vegna þeirrar glæsilegu gestrisni, sem þau nutu frá hendi hótelsins í ferðinni. 3. Föstudagur 04.03. '88: Eftir að hópurinn hafði komið sér fyrir á hótelinu, var ákveðið að fara í skoðunarferð um gömlu miðborg- ina í Luxemburg og kynntu sér merkilega sögu borgarinnar, sem hvarvetna má líta þar í fögrum sögulegum minjum. 4. Fyrsti dagur að kvöldi kominn. Föstudags- kvöld 04.03.'88: Hótelstjóri Hotel Puliman bauð gestunum frá Islandi til kvöldverðar í viðhafnarveitingasal hótelsins, Restaurant Gastronomique. „Maturinn var hreint fram- úrskarandi og þjónustan sömu leiðis. Reyndar þurftum við ekki að borga neitt, en við sáum samt á matseðlinum að þessi veislumatur var í raun hræódýr, miðað við verðlag heima á íslandi. Dýrustu réttirnir voru á 700-800 krónur, sem þætti nú ekki dýrt I Grillinu á Sögu. Það erþví ekki dýrt að flotta sig í Luxemburg. Við eigum örugglega eftir að koma hingað aftur, “ sagði Guðrún Þorbergsdóttir. 5. Föstudagskvöld 04.03. '88: í Bar Kiem í Hotel Pullman er boðið upp á dans um helg- ar og Guðrún og Páll sem eru mikið dansfólk gátu því ekki setið á sér að fá sér snúning eftir kvöldverðinn í Restaurant Gastronom- ique. 6. Á laugardeginum fór Irene Wolter með ís- lensku gestina í ökuferð um landið, sem er í raun ekki ósvipað að stærð og Árnessýsla á Islandi. Meðal annars var heimsóttur bærinn Echternach við v-þýsku landamærin. I Echt- ernach búa aðeins 4000 íbúar á vetrum, en á sumrin eru þar að jafnaði tugir þúsunda fólks í sumarleyfum, aðallega Hollendingar sem eru afar hrifnir af náttúru þessa litla nágrannalands. Bærinn státar af afar fögr- um gömlum bygglngum eins og raunar flest- ir bæir í Luxemburg, en ein merkilegasta byggingin í Echternach er gamalt klaustur heilags Benedikts, sem byggt var á sjöundu öld. Afar fögur kirkja klaustursins er nokkru yngri, eða frá 11. öld, en hún gæti þess vegna hafa verið byggð í gær, svo vel hefur verið vandað til verksins. Á myndinni hlýðir Guðrún á hátíðlega orgelhljómlist, sem óm- aði um kirkjuna gömlu, þar sem orgelleikari var að æfa sig á meðan gestirnir frá íslandi stöldruðu við. „Þetta gefur kirkjunni alveg óskaplega hátíðlegan blæ, “ sagði Guðrún. „Það hellist yfir mann óstjórnleg virðing fyrir hinum gömlu byggingarmeisturum, þegar maður sér þessa traustu þykku steinveggi, sem tímans tönn hefur en ekki unnið á þótt liðin séu nær 1000 ár, “ sagði hún. 7. Á laugardagskvöldið var áskrifendum Vik- unnar boðið í nýtt spilavíti, Casino 2000, sem er I bænum Mondorf les Bains I nám- unda við þýsku og frönsku landamærin. I spilavítinu var snæddur framúrskarandi kvöldverður og freistað gæfunnar við grænu borðin. Guðrún og Páll höfðu ekki heppnina með sér, en fulltrúi Vikunnar Magnús Guð- mundsson vann nokkur þúsund franka við 12 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.