Vikan - 24.03.1988, Side 41
BLÓM
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR
Nílarscf
Cyperus diffusus
■ Hér getur aö líta Nílarsef, Cyperus diffusus,
sem er af Cyperaceaeætt. Til þessarar ættar
heyra að minnsta kosti tíu mismunandi og
nokkuð ólíkar tegundir. Nílarsef er þolin planta
og nýtur töluverðra vinsælda um þessar
mundir. Hún þarf ekki að vera í mikilli birtu né
gerir hún sérstakar kröfur til hitans í kringum
sig, það eina sem skiþtir máli er að hún þorni
aldrei. Já, og það sem meira er moldin verður
að vera vel blaut.
Nílarsef blómstrar á vorin og sumrin, en
blómin eru ekkert augnayndi.
Nílarsef þolir vel stofuhita, en kann hins veg-
ar ekki að meta að loftið verði mjög þurrt. Nauð-
synlegt er að vökva plöntuna vel á sumrin, en
heldur má draga úr vökvuninni að vetrarlagi.
Plantan hefur gott af að fá áburð frá því í aþríl
og fram í ágúst. Hæfilegt er að gefa henni
áburðinn einu sinni í viku. Best er að fjölga Níl-
arsefi með því að taka blaðhvirfingu af plönt-
unni að blómgun lokinni. Látið 5 cm langan legg
fylgja blaðhvirfingunni. Leggnum er stungið í
vatn og hvirfingin látin nema við vatnsyfirborð-
ið. Fljótlega myndast rætur og þá er kominn
tími til að stinga græðlingnum í mold.
Stjörnuspó fyrir vikurnar 24. mars til 7. apríl
Hrúturinn
21. mars - 19. apríl
Pú stefnir að ákveðnu
marki en ert orðinn nokkuð lang-
eygur eftir árangrinum. Petta tekur
talsvert langan tíma en allt miðar í
rétta átt svo þú skalt halda ótrauð-
ur áfram.
Nautið
20. apríl - 20. maí
Farðu mjög gætilega þvi
leiðin framundan er óskýr. Vendu
þig á að hata sjálfstæðar skoðanir.
Aðili af hinu kyninu mun verða þér
til mikillar hjálpar. Vertu sem mest
heima við.
Tvíburarnir
21. maí - 21. júní
Líklegt er að eitthvað reki
á fjörur þínar sem aðeins veitir þér
hamingju ef þú leyfir öðrum að
njóta þess með þér. Heillalitir eru
blár og gulur.
Krabbinn
22. júní - 22. júlí
Ókunnur maður ráðleggur
þér í mikilsverðu máli. Pér kemur
ráð hans mjög á óvart og finnst
fráleitt að fylgja því. Pú skalt samt
hugsa málið betur. Hugmyndin er
ekki eins fráleit og hún sýnist.
Ljónið
23. júlí - 22. ágúst
Líklega berast þér í hendur
talsverðir fjármunir. Ef þú ert ekki
viss um hvernig þeirra er aflað
skaltu þegar í stað losa þig við þá,
annars gætu þeir leitt af sér
ógæfu.
Meyjan
23. ágúst- 22. september
Þú færð góða borgun fyrir
góðverk sem þú gerðir fyrir löngu
og varst satt að segja búinn að
gleyma. Láttu einskis ófreistað að
fara út og skemmta þér svolítið
hressilega.
Vogin
23. sept. - 23. okt.
Haltu hugsun þinni vak-
andi og fylgstu vel með því sem er
að gerast. Pú ert orðinn háskalega
leiður á atvinnu þinni enda ættu
að leynast víða möguleikar á því
sviði. Athugaðu málið vel.
Sporðdrekinn
24. okt. - 21. nóv.
Vertu varkár í sambandi
við allar ákvarðanir sem þú þarft
að taka varðandi fjármál. Pú hefur
í mörg horn að líta þessa vikuna
og ættir þvi ekki að láta neinn
hégóma trufla þig.
Bogmaðurinn
22. nóv. - 21. des.
Einhver persóna sem þú
þekkir ekki mikið verður þér til
trafala í vikunni. Við því er ekkert
að gera svo þú skalt taka því með
jafnaðargeði. Pað verður óvenju
skemmtilegt í vinnunni.
Steingeitin
22. des. - 19. janúar
Vertu heima og stundaðu
tómstundaiðju þina. Forvitin per-
sóna hefur komist að einhverju í
sambandi við þig sem helst ekki
má vitnast. Reyndu að stinga upp í
hana, annars verður leyndarmálið
á allra vitorði.
Vatnsberinn
20. janúar - 18. febrúar
Pér er nauðsynlegt að um-
gangast fólk sem er talsvert yngra
en þú. Pú munt eignast marga
ágæta vini úr þeim hópi. Þér verð-
ur vel ágengt á sviði sem þú væntir
þér ekki mikils af.
Fiskarnir
19. febrúar - 20. mars
Leyndardómsfullt atvik
verður til þess að þú átt mikla
hamingju í vændum. Pú skalt ekki
eyða of miklum tíma i að grafast
fyrir um orsök velgengninnar held-
ur njóta hennar sem best.
VIKAN 41