Vikan


Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 10

Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 10
Föstudagur 04.03. '88: Páll Slgurdsson og Guðrún Þorbergsdóttir, áskrifendur Vikunnar, við komuna til Hotel Pullman. Benzinn góði, sem bílaleigan Lux-Rent-a-Car lánaði hópnum óvænt og endurgjaldslaust, stendur fyrir aftan hjónin. Áskrifendum Vikunnar var boðið í Casino 2000 sem er nýtt spilavíti í bænum Mondorf les Bains í námunda við þýsku og frönsku landamærin. Stórkostleg œvintýra- ferð til Lúxemborgar - segir Guðrún Þorbergsdóttir, dskrifandi Vikunnar „Ég hélt fyrst að þetta væri gabb þegar Magnús Guðmundsson, ritstjóri Vik- unnar, hringdi í mig föstudaginn 19. febrúar og sagði að ég hefði verið dregin út úr hópi áskrifenda til að fara fyrir blaðið í helgarferð til Lúxem- borgar,“ segir Guðrún Þorbergsdóttir, sá heppni áskrifandi Vikunnar sem hlotnaðist ásamt eiginmanni sínum, Páli Sigurðssyni, lúxusferð til fúrsta- dæmisins Lúxemborgar sem farin var í boði Flugleiða, Hotel Pullman í Lúxemborg og Vikunnar. Hugmyndin að boðsferðinni var sú að einhverjir áskrifendur Vikunnar sem gætu flokkast undir að vera full- trúar þess breiða hóps sem í daglegu taU er nefndur því óljósa nafni al- menningur myndu kynna sér þá þjónustu sem boðsaðilar í Lúxemborg hefðu upp á að bjóða. Magnús Guð- mundsson ferðaðist með gestunum fyrir hönd Vikunnar, sem ljósmynd- ari og blaðamaður. 10 VIKAN TEXTI OG UÓSMYNDIR: MAGNÚS GUÐMUNDSSON Allt virkaði svo óraunverulegt „Það verður að segjast eins og er að okk- ur fannst þetta alls ekki raunverulegt fyrr en við vorum komin í flugstöð Leifs Eiríks- sonar í Keflavík föstudagsmorguninn 4. mars og gerðum okkur í raun grein fyrir því að við værum á leið út fyrir landstein- ana,“ sagði Guðrún. Ferðin yflr láð og lög með DC-8 þotu Flugleiða gekk að vonum áfallalaust og ferðalangarnir nutu góðrar þjónustu flug- liðanna þessa þrjá tíma sem flugið tók. Á Findel flugvelli í Lúxemborg kom strax í ljós að gestgjafarnir ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja til að dvölin í fursta- dæminu yrði sem ánægjulegust. Leiðsögu- maður ffá Hotel Pullman, Irene Wolter, beið þremenninganna á flugvellinum ásamt bílstjóra frá hótelinu og stuttu síðar var ekið sem leið lá til hótelsins í lúxusút- gáfu af Mercedes Benz. Hótelstjóri Pullman, Karel H. Hilkhuys-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.