Vikan


Vikan - 29.06.1989, Side 4

Vikan - 29.06.1989, Side 4
VIKAN kostar kr. 180 eintakið í áskritt. Áskriftargjaldið er innheimt sex sinnum á ári, fjögur blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO eða VISA og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Aðrir fá senda gíróseðla. VIKAN kemur um sinn út aðra hverja viku. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í síma 83122. Utgefandi: Sam-útgáfan Framkvæmdastjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson Ritstjórar og ábm.: Þórarinn Jón Magnússon Bryndís Kristjánsdóttir Markaðsstjóri: Pétur Steinn Guðmundsson Flöfundar efnis í þessu tölublaði: Þorsteinn Eggertsson Pétur Steinn Guðmundsson Guðný Dóra Gestsdóttir Jóhanna Harðardóttir Þórarinn Jón Magnússon Bryndís Kristjánsdóttir Ragnar Lár Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir Guðm. Sigurfreyr Jónasson Björn Hróarsson William Faulkner Guðjón Baldvinsson Gunnlaugur Rögnvaldsson Gísli Ólafsson Fríða Björnsdóttir Ljósmyndir í þessu tölublaði: Magnús Hjörleifsson Gunnlaugur Rögnvaldsson Björn Hróarsson Páll A. Pálsson Gunnar Leifur Katrín Elvarsdóttir Egill Egilsson o.m.fl. Setning og umbrot: Sam-setning Útlitsteikning: Ásgrímur Sverrisson Þórarinn Jón Magnússon Filmuvinna, prentun, bókband: Oddi hf. Forsíðumyndina tók Katrín Elvarsdóttir af Elínu Reynisdóttur klæddri samkvæmt sumartiskunni í ár. Fötin eru frá versluninni 17 við Laugaveg og í Kringlunni. Við segjum nánar frá sumartískunni á bls. 28-33. 6 Benedikt Gröndal sendiherra setti fram tillögu að hugsanlegri sjónvarpsdagskrá íslensks sjón- varps fyrir aldarfjórðungi síðan hér í Vikunni. Vikan og Benedikt rifja upp þessi dagskrárdrög og bernskuspor sjónvarpsins. 12 FM 95,7 heitir hún einfaldlega nýja útvarpsstöðin sem hóf út- sendingar fyrr í þessum mánuði. Vikan ræddi stuttlega við fjár- málastjóra stöðvarinnar. 14 Seinni sambúðin er til ræki- legrar umfjöllunar í þessari Viku. Er hún betri eða er þetta allt sama tóbakið? Rætt er við tvítugan mann í síðara hjónabandi, tæp- lega fertuga konu, rúmlega þrí- tuga konu, tvítugan homma í sambúð með síðari manni og mann á fimmtugsaldri. Auk þess er rætt við félagsráðgjafa og prest. 20 Ritarastarfið heillar marga konuna. Þar er boðiö upp á hrein- lega vinnu, snyrtilegt umhverfi, góðan vinnutíma og þokkaleg laun. Vikan átti viðtal við þrjár konur, sem útskrifast hafa úr Rit- araskóla Stjórnunarfélags Islands. 24 Er nafnið þitt eða barnsins þíns á listanum á blaðsíðu 24? Ef svo er gæti glæsilegt reiðhjól frá Fálkanum af gerðinni Velamos eða Schauff komist í ykkar hend- ur þann 13. júlí nk. Kannaðu mál- ið nánar. EFNI5YFIRLIT 27 Hjónin Helga og Helgi eru frægt par og oftast nefnd í sömu andránni. Þau hafa oft leikið saman. Núna í leikritinu Hver er hræddur við Virginíu Woolf? 28 Sumartískan er kynnt á sex síðum í þessu blaði, en Vikan spurðist fyrir um tískuna í nokkr- um tískuverslunum borgarinnar. 34 Ragnar Lár raupar og rissar í þessari Viku um fræga barátt- ujaxla, séra Jakob Jónsson, Björn í ASÍ, Kristján í LÍÚ og Sigurð Sigurðsson útvarpsmann. 35 Hjá Kim heitir veitingastaður í borginni. Eigandinn er frá Kóreu, en í viðtali við Vikuna segist hann ekki vera lengur Kóreubúi. „Við hjónin skruppum þangaö árið 1978 og þá fannst mér mikil mannmergð þarna og áttaði mig á því hvað mér þótti gott aö vera einmana á íslandi." 38 Endurkoma Jesú Krists og spádómar þar að lútandi er um- fjöllunarefni Guðmundar S. Jón- assonar (þess sama og skrifaði bókina um spámanninn Nostra- damus). Forvitnileg grein sem vekur til umhugsunar. 42 Ný hárgreiðsla - nýtt útlit. Vikan fylgdist með fulltrúa frá snyrtivörufyrirtækinu Sebastian er hann hélt sýnikennslu fyrir starfsfólk hárgreiðslu- og snyrti- stofa nýlega. 44 Vinsælasta barnastjarna sjónvarps og kvikmynda í dag heitir Fred Savage. Hann leikur m.a. aðalhlutverkið i sjónvarps- myndaflokknum „Bernskubrek" á Stöð 2. Hann þykir einstaklega góður svipbrigðaleikari. Hann hefur þó aldrei lært leiklist. 46 Eiríksjökull, stærsti stapi jarðar, er til umfjöllunar á síðu Björns Hróarssonar jarðfræðings í þessari Viku. 48 Smásagan er eftir William Faulkner og heitir „Kona af háum stigurn". 54 Parísarferðin eftirsóknar- veröa, sem farin verður í næsta mánuöi í boði Vikunnar, Flugleiða og tískukóngsins Pierre Cardin, verður dregin út 13. júlí. Þá er eins gott að þú verðir búinn að út- fylla og senda inn seðilinn með lesendakönnun Vikunnar. Og svo býða líka tvær boðsferðir til Costa del Sol með Veröld fyrir tvo hvor eftir því að verða dregnar út... 56 Stúlkan með súrefnisgrím- una er yfirskrift fréttar af þriggja ára gamalli enskri telpu, sem er með torkennilegan lungnasjúk- dóm, sem veldur því að hún er bundin súrefnisgrímu á daginn og súrefnistjaldi á næturnar. 57 Hafa konur og karlar áhyggj- ur af því sama þegar í bólið er komið? Vikan birtir athyglisverðar niðurstöður bandarískrar könnun- ar þar að lútandi. 60 Pósturinn birtir tvö bréf og fjölda auglýsinga frá þennaglöðu fólki út um allan heim sem vill komast í bréfasamband við þig. 62 Óæskileg hár eru margri manneskjunni til mikils ama. Vik- an segir frá rafmagnsmeðferð sem beitt er í barátlunni við óæskilegu hárin og nokkrar snyrtistofur hér á landi eru farnar að beita. 64 Krossgáta. 65 Stjörnuspá og síðari hluti um- fjöllunar um þá sem fæddir eru í krabbamerkinu. 66 Unga leikkonan Uma Thur- man hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Danger- ous Liaisons", sem sýnd hefur veirð hér undanfarnar vikur við mikla aðsókn. Vikan segir stutt- lega frá þessari hæfileikaríku leik- konu. 4 VIKAN 13. TBL.1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.