Vikan


Vikan - 29.06.1989, Side 5

Vikan - 29.06.1989, Side 5
SUMARBROSIÐ 1989 Til mikils að vinna i brosmyndakeppninni Ferð til Hamborgar - filmur og sautjón myndavélar í síðasta tölublaði Vikunnar kynntum við nýjan leik. Ljósmynda- samkeppni Kodak Express Gæðaframköllunar og Vikunnar. Það er einfalt að taka þátt. Þú þarft einungis að taka einhverja broslega mynd eða af brosandi fólki eða dýrum. Verðlaun fýrir tvær bestu sjálftakara. Verðmæti hverrar vélar er 9900 krónur. Sextán heppnir ljósmyndar- ar fá þessa vél í Sumarbrosi Vikunnar og Kodak. myndirnar eru glæsileg. TEXTI: PÉTUR STEINN GUÐMUNDSSON Fyrstu verðlaun er helgarferð fyrir tvo til Hamborgar með ferðaskrifstofunni Sögu að verðmæti 64.000 krónur. Gist verður á glæsilegu hóteli, Hotel Reichshof, í hjarta Hamborgar. Þaðan er aðeins þriggja mínútna gangur í aðalverslunar- götuna. Hamborg er opnari en margar aðr- ar þýskar borgir og þá ekki síst vegna AI- stervatns í miðri borginni. Það ætti engum að leiðast í Hamborg. Söfh, garðar og tón- leikahús er aðeins lítil upptalning á því sem taka má sér fyrir hendur. Fyrir þá sem vilja ferðast „með stæf“ má segja ffá því að hægt er að leigja sér Rolls Royce og kosta þrjár klukkustundir aðeins 450 þýsk mörk, sem samsvarar um 13.500 krónum, með bílstjóra auðvitað. Önnur verðlaun er CHINON GENESIS GS-7 myndavél. Hún er í hópi svokallaðra „Bridge Camera“ eða „brúar myndavéla“ og er búin öllum helstu eiginleikum lítilla kompakt-véla og stóru SLR myndavélanna. CHINON GENESIS er tákn nýrrar kynslóð- ar þar sem allar nýjungar sameinast í einni vél. Lögun og hönnun er einnig frábrugðin öðrum vélum sem við eigum að venjast. Meðal eiginleika er sjálfvirk skerpustilling og 35 til 80 mm aðdráttarlinsa með macro-stillingu. Alsjálfvirkt flass er alltaf reiðubúið ef birtan er ekki nægjanleg og sjálfvirk ftlmufærsla er einnig til staðar. Verðmæti vélarinnar er um 21.000 krónur. Tuttugu aukaverðlaun verða veitt fyrir athyglisverðar myndir. Gullfllman frá Kodak ásamt framköllun. Þessi fllma gefur betri skerpu og hefur víðara lýsingarsvið sem hjálpar þeim sem nota einfaldar myndavélar með innbyggðu flassi. Fjórar viðurkennlngar verða veittar í hverjum mánuði á meðan leikurinn stend- ur yflr, fyrir athyglisverðar myndir. Þessar myndir birtast hér á síðum Vikunnar og í næsta tölublaði verða fýrstu myndirnar birtar. Höfúndar myndanna fá eina full- komnustu myndavélina frá Kodak, Kodak AF 2. Hún hefúr innbyggt sjálfvirkt flass, sjálfvirka filmufærslu, skerpustillingu og Til þess að geta tekið þátt í leiknum þarf myndin að vera tekin á Kodak filmu og framkölluð hjá Kodak Express Gæða- framköllun sem er víðs vegar um landið: □ Verslanir Hans Petersen, Bankastræti, Glœsibœ, Austuweri, Kringlunni og Lynghálsi. □ Ljósmyndaþjónustatt, Laugavegi 178. □ Kaupstaður í Mjódd. □ Veda, Hamraborg, Kópavogi. □ Filmur og framköllun, Strandgötu, Hafnarfirði. □ Ljósmyndahúsið, Dalshrauni 13, Hafn- atfirði. □ Hljómval, Keflavík. □ Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi. □ Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísa- firði. □ Pedrómyndir, Hafnarstrœti og Hofsbót, Akureyri. □ Nýja filmuhúsið, llafnarstrœti, Akur- eyri. □ Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki. □ Vömhús KÁ, Selfossi. 13. TBL. 1989 VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.