Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 9

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 9
5JÓMVARP Þessi teikning fylgcli viðtalinu við Benedikt Gröndal í Vikunni fyrir 25 árum. Myndatextinn var á þessa leið: „íslenska sjónvarpsstöðin þarf ekki að vera neitt stórhýsi til að byrja með. Hér er teikning af lítilli sjónvarpsstöð, en stöðin hér mundi verða eitthvað í líkingu við hana.“ tæki voru dýr, miklu meiri fjár- festing heldur en þau eru í dag, og við vissum að fólk myndi ekki leggja út í þessa fjárfestingu nema það væri til einhvers að vinna — að dag- skráin væri það góð að það borgaði sig. Og þá settum við upp hugsanlegar dag- skrár. Það eru ákaflega margar hugmyndir þarna sem síðar urðu að veruleika. Ég skal nefna þér eina. í einni af ferð- unum, þegar við vorum að kanna þetta, var ég staddur í London og sá þar í sjónvarpi fornleifafræðing sem var með ýmsa smámuni fyrir framan sig og tók þá upp, talaði um þá og lýsti þeim. Mér fannst þetta vera gott; auðvelt í ffam- kvæmd og við áttum nóg af góðum mönnum. Ekki síst hafði ég í huga þáverandi þjóðminjavörð, Kristján Eldjárn. Þetta var síðan framkvæmt. „Munir og minjar" var þáttur sem Kristján Eldjárn var með og sumir hafa sagt að þessir sjónvarpsþættir hans hafi kynnt hann inni á hverju heimili og að mörgu leyti ver- ið undirstaða þess að fólk fékk það gott álit á honum að hann var kosinn forseti íslands í harðri samkeppni við vinsælan stjórnmálamann. Svo að þetta hafði allt sína þýðingu. Héma sé ég líka þátt sem heitir „Um daginn og veginn“ sem hafði lengi verið fastur þáttur í útvarpi. Ja, þetta er farið að koma aft- ur því að á Stöð 2 eru þættir sem eru svipaðir, „Leiðarinn". En hefúr í dagskrá ís- lenska sjónvarpsins nokk- um tíma verið sent út eins hátt hlutfall af íslensku efni og gert var ráð fyrir í upp- hafi? Ég held að jafnvel þessar dagskrár séu ekki með nema um 35 prósent af íslensku efni af því að liðirnir sem þú sérð þarna eru mislangir. Kynning á tíu mínútna þætti er álíka löng og á tveggja klukkutíma filmu. Svo að við töldum það fljót- lega vel viðunandi að íslenskt efhi, að meðtöldum fféttum, yrði svona kringum 35 prósent. Það held ég að hafi haldist nokkuð vel. Það getur engin smáþjóð gert ráð fyrir meiru. Það þarf bara að velja vel það sem eftir er. Hvemig er þetta annars staðar á Norðurlöndunum? Ég þekki nú ekki prósent- urnar. En þetta er fúrðu nálægt. Þeir nota gríðarlega mikið erlent efhi. Þetta er nú einu sinni svona að Engilsaxar, þeir Bretar og Bandaríkja- menn, urðu fljótt ráðandi í kvikmyndum og framleiðslu sjónvarpsefnis. Þeir hafa heimsmál. Fyrst þegar við fór- um að spyrja um efhi í Þýska- landi og Ítalíu þá bara gláptu menn þar á okkur og sögðu: „Hva, við höfum það ekki til- búið.“ Vandinn við að fá keypt sjónvarpseíni er sá að höf- undarrétturinn er svo flókinn. Bretar og Bandaríkjamenn höfðu hins vegar lært það á ffamleiðslu kvikmynda að þeir gátu keypt höfundarréttinn af öllum sem unnu að viðkom- andi verki; öllum sem unnu að lýsingu og hljóði, myndatöku, búningum, förðun og fleiru. Sennilega hafa þeir getað borg- að þessu fólki mjög vel en fyrir bragðið gátu þeir selt hverja mynd án nokkurra ffekari vafhinga. En ef svona samningar eru ekki til er þetta voðalegt vandamál. Hvað þá um norrænu samvinnuna á þessum svið- um - hugmyndina um Tele-X og allt það? Það hlaut að koma að því að Norðurlöndin, sem hafa svo náið samstarf, sérstaklega í menningarmálum, hugsuðu sér að falla ekki í heimssam- keppni um sjónvarp til að geta orðið nokkuð sterkur aðili en það hefur bara hreinlega ekki tekist. Norðurlöndin sem einn sjónvarpsmarkaður eru ekki spennandi því að tungumálin eru erfið. Þeir skilja ekki mikið af íslensku og finnsku í Svíþjóð. En samt hafa þessar þjóð- ir alltaf skipst á efni. Samstarf sjónvarpsstöðv- anna er gamalt og við nutum góðs af því á sínum tíma. Danir settu upp námskeið fyrir okk- ur og við sendum hóp íslend- inga til að læra rekstur sjón- varpsstöðva í Danmörku. Svíar lánuðu okkur heilan strætis- vagn sem var innbyggð sjón- varpsstöð og lengi vel var hann stjórnherbergi og hafður fyrir utan sjónvarpshúsið við Laugaveg. Útsendingum var stjórnað úr honum þangað til við gátum keypt allar græjurn- ar. Norðmenn sendu okkur sérfræðinga sem hjálpuðu okk- ur mikið í sambandi við dreifi- kerfið. En við athuguðum líka 13. TBL. 1989 VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.