Vikan


Vikan - 29.06.1989, Side 14

Vikan - 29.06.1989, Side 14
Er seinni sambúð betri eða er þetta allt sama tóbakið? TEXTI: GUÐNÝ DÓRA GESTSDÓTTIR / LITLJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Ymsir hafa haldið því fram að seinni sambúð sé betri en sú fyrri. Ástæðan sé m.a. sú að fólk hafi öðlast ákveðna reynslu úr fyrra hjónabandi sem geti nýst í því seinna. Þessir sömu aðilar segja ennfremur að fólk geri einfald- lega ekki sömu vitleysuna tvisvar og þess vegna sé seinna hjónabandið betra. Þessi rök telja aðrir ansi hald- lítil og benda á að forsendur hjóna- banda séu svo margvíslegar að full- yrðingar af þessu tagi standist ekki enda afar erfitt að slá einhverju föstu í þessum efnum. Hjónabandi getur lokið með þrennum hætti, við lát maka, ógild- ingu hjónabands eða lögskilnað. Þetta er flokkun sem Hagstofan styðst við í skráningu skilnaða fólks. En engin flokkun er til yfir persónulegar ástæður skilnaða ■ Vikan ræðir við nokkra einstaklinga sem eru í seinni sambúð eða eiga tvær sambúðir að baki. enda erfitt að henda reiður á þeim því þær eru bæði margvíslegar og flóknar. Frá árunum 1961-65 til 1986-87 hefur tíðni lögskilnaða rúmlega tvö- faldast. Árið 1987 urðu 40% hjú- skaparslita vegna andláts mannsins, 19% vegna andláts kon- unnar og 40% vegna lögskilnaðar. Ennfremur entust hjónabönd að meðaltali skemur fram til 1980. En jafnvel þó að skilnuðum hafi fjölgað virðist ástæðan ekki vera sú að fólk vilji búa eitt. í mörgum tilfellum fer fólk í aðra sambúð og oft líður ekki langur tími þar til ný sambúð hefst. Vígslum áður gifts fólks, þá einkum fráskilins fólks, fjölgaði talsvert fram á áttunda áratuginn en ekki sem neinu nemur síðan. Hafa ber í huga að pör hafa í vaxandi mæli valið þann kost að búa í óvígðri sambúð. Hér er rætt við nokkra einstak- linga sem allir eiga það sameiginlegt að vera í seinni sambúð eða eiga tvær sambúðir að baki. Ekki er ætl- unin að túlka þessar frásagnir á neinn hátt. Þetta eru einungis dæmi um mismunandi reynslu fólks af seinni sambúð. Ennfremur er rætt við félagsráðgjafa og prest, en það eru þeir aðilar sem hvað mest af- skipti hafa af þeim málum er varða hjónabandið og sambúð fólks. 14 VIKAN 13. TBL.1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.