Vikan


Vikan - 29.06.1989, Síða 26

Vikan - 29.06.1989, Síða 26
ATVimiUMÁL Guðlaug við heimilisstörfin. „Maðurinn minn tók því vel þegar ég hugleiddi að hefja nám í Ritaraskólanum og það hjálpaði hka að komast af stað.“ E.S.G.: Ég reyni líka að komast á hest- bak eins oft og ég get þegar ég er fyrir austan hjá ættingjunum. Ég átti hesta einu sinni og hef aldrei losnað við delluna. Ann- ars eru aðaláhugamál mín handavinna og ferðalög. Ég bíð spennt núna eftir sumrinu svo ég geti komist í útilegu með vinum mínum og kunningjum. Það er það skemmtilegasta sem ég veit. Eftir að viðtalinu var formlega lokið sát- um við nokkra stund við kaffiborð og ræddum vinnuaðstöðu og anda á vinnu- stað. Allar voru þessar konur sammála um 5ITTHVAÐ að á hverjum vinnustað væri nauðsynlegt að fólk gæti ræðst við á opinskáan og heið- arlegan hátt og að það þætti sjálfsagt að hæla fólki fyrir það sem vel er gert, jafn- framt því sem það þætti sjálfsagt að gagn- rýna þegar þess þyrfti með, en þá á já- kvæðan hátt. Þeim fannst bera of mikið á samkeppni á vinnustöðum firekar en sam- starfi og því miður væru það oftar konur sem ættu hlut að máli en karfar. En þær voru allar bjartsýnar á starf kvenna á vinnumarkaðinum og ánægðar með það skref sem þær stigu þegar þær ákváðu að takast á við skólann til að láta drauminn um betra starf rætast □ Ný nöf n á gömlum stööum Tvö sveitarfélög í nágrenni Reykjavíkur hafa skipt um nafh eftir að þau urðu kaupstaðir. Mosfellsbær hét áður Mosfells- sveit og Garðabær hét áður Garðahreppur. Svona nafhabreytingar eru að vísu ekki al- gengar hér á landi en úti í löndum er tölu- vert um þetta. Heilu landsvæðin skipta um nafh ef svo ber undir. Landið sem heitir Eþíópía í dag hét einu sinni Abbyssinía og Zaire hét Belgíska Kongó. Bangladesh hét áður Austur-Pak- istan en þar áður var landsvæðið kallað Bengal og Sri Lanka hét Ceylon, Sambía var áður Norður-Ródesía og Simbabve var Suður-Ródesía, Ghana gekk undir nafhinu Gullströndin, Taiwan hét Formósa, Thai- land var Siam og íran hét Persía. Mun fleiri lönd hafa skipt um nafh og þess vegna gætum við íslendingar hæglega skipt um nafh á landinu okkar ef við fyll- umst einhvern tíma minnimáttarkennd út af kuldalegu nafni á því. Við gætum t.d. skipst á nafhi við Grænlendinga eða kallað landið Frón. Og þó, ísland er orðið það vel þekkt og vel kynnt erlendis að það væri bara asnalegt. Svo hafa ýmsar stórborgir skipt um nafn líka. Endur fyrir löngu stóð borg við Svartahaf sem gekk undir nafhinu Nýja Róm. Annars kölluðu Grikkir hana Býsant- ínum og hún var seinna nefnd Konstantín- ópel en heitir núna Istanbúl. Osló, höfúð- borg Noregs, hét einu sinni Kristjanía, Gdansk í Póllandi hét Danzig, Leníngrad hét Sankti Pétursborg og tvær amerískar borgir skiptu svo rækilega um nafh að þær urðu nær óþekkjanlegar á eftir. Chicago í Illinoisfylki var áður Fort Dearbom í Ind- jánahéraði og New York í fylkinu New York hét áður Nýja Amsterdam í Nýja Hollandi. Borgin Torontó í Ontaríó í Kan- ada hét áður Fort Rouillé í Nýja Frakk- landi. Nokkrir staðir á íslandi hafa orðið fyrir nafhabreytingum áður en kaupstað- irnir í nágrenni Reykjavíkur breyttu um nafh. Gerðar á Suðurnesjum hétu áður Skagagarður. Akranes hefur lengi gengið undir nafhinu Skipaskagi, Akureyri er ekki svo mjög gamalt nafh á byggðinni sunnan Oddeyrar við Eyjafjörð og einu sinni hét Grundarfjörður á Snæfellsnesi Grafarnes. Frh. af bls. 23 og peninga í þetta nám og sá fram á at- vinnuleysi að mér fannst. En þetta bjargað- ist, ég var ekki atvinnulaus nema í viku. Ég var að mála baðherbergið þegar hringt var í mig og ég boðuð í viðtal eftir hálftíma. þetta var svakalegt, ég var með málning- una í hárinu, baðherbergið allt í rúst og ég eins og aumingi til fara. En einhvern veg- inn komst ég og fékk vinnuna í Pharmaco þótt ég kæmi þarna svo að segja beint úr sturtunni, blaut og skellótt. Mér líkar alveg ágætlega. Ég vinn frá 8-4 og hef þokkaleg laun. Vinnan er fólgin í að ganga frá pöntunum, gera skýrslur og sendast smávegis. Mér finnst góð tilbreyt- ing í því. Þetta er fínt. Hin hliðin G.Þ.I.: Það er margt annað en vinnan og fjölskyldan sem tekur upp tímann. Ég hef mjög gaman af félagsmálum og tek mikinn þátt í þeim. Auk þess stunda ég badminton einu sinni í viku með vinnufélögunum, það er mjög gaman. Svo má ekki gleyma hundinum mínum. Ég á fjögurra ára gamla poodle-tík sem mér þykir mjög vænt um. Hún er eitt af aðaláhugamálunum. Það er gaman að því hversu skynsamir og góðir félagar hundar eru bæði fyrir börn og fúll- orðna. Það er enginn einn sem á hund. K.S.: Ég tek líka töluvert þátt í félags- störfúm. Það er bara verst hvað tímarnir í sólarhringnum eru alltof fáir. Mig vantar miklu fleiri til að koma áhugamálum mín- um fyrir. Ég gef mér helst tíma fyrir hesta- mennskuna, hún er stór hluti af lífinu ásamt köttunum sem eru eiginlega manns- ins míns. Svo hef ég mjög gaman af handa- vinnu og prjóna töluvert og sauma fatnað. Ég hef alltaf gaman af því að fara ekki troðnar slóðir; að sauma fötin sín sjálfur gefur manni tækifæri til að hanna sinn eig- in stíl. Ég hef líka mjög gaman af því að ferðast en hef því miður aldrei haft nógu mikinn tíma til þess að sinna því ennþá. 26 VIKAN 13. TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.