Vikan


Vikan - 29.06.1989, Page 42

Vikan - 29.06.1989, Page 42
DULFRÆÐI Arið 1961 staðhæfði Joseph Simonton, sem býr í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum, að geimskip hefði lent í húsagarði hans og utanjarðarvera gcngið út og geflð honum pönnuköku. Til þess að kanna nánar þessa ótrúlegu frásögn sendi bandaríski flugherinn dr. J. Allen Hynek á vettvang. Dr. J. Allen Hynek er stjörnufræðingur og var á þeim tíma vantrúaður á lýsingar á fljúg- andi fúrðuhlutum og flokkaði þær undir missýn- ir. Hann færði vísindamönnum flughersins þessa fágætu pönnuköku til rannsóknar og kom í ljós að hún var að öllu leyti eðlileg og innihélt nær- ingarríkt heilhveiti. Dr. Hynek álítur að reynsla________________ Josephs Simonton hafi verið raunveruleg. Dr. Jacques Vallee rannsakaði jafnframt þennan atburð og er sannfærður um að Simonton hafl sagt satt. Simonton hefúr sjálfúr enga hugmynd hvers vegna hann, af öllum íbúum jarðar, var valinn til þess að veita þessari óvenjulegu gjöf viðtöku. Efst er teikning Iistamanns af lýsingu Simontons á geimfarinu sem heimsótti hann og innfellda myndin sýnir Joseph Simonton virða fyrir sér pönnukökuna sem utan- jarðarveran gaf honum. útihús, sem eru norðar og standa nokkru hærra en íbúðarhúsið, enda virtist mér hann ekki fara í meir en tveggja metra hæð yflr þök þeirra. Hnöttur þessi virtist mér sem hlemmur í laginu og nokkru stærri en stór súpudiskur. Hann var hvítglóandi og virtist blágrænn baugur umhverfis hann.“ Verulegur hópur fólks í ýmsum löndum segist hafa orðið vitni að lendingu þessara óþekktu loftfara og jafhvel staðið augliti til auglitis við verur ffá öðrum stjörnum. Vís- indamenn hafa rannsakað gaumgæfllega nokkrar ffásagnir af þessu tagi. í því skyni beittu þeir fygamælingum og ítarlegum yflrheyrslum, líkt og um rannsókn á glæpa- máli væri að ræða, einnig dáleiðslu og læknisfræðilegu mati á andlegri og líkam- legri heilsu viðkomandi einstaklinga. Þeir gátu enga skýringu gefið á því hvað olli reynslu þessa fólks. Engu að síður eru margir vantrúaðir á að skynsemi gæddar verur frá öðrum hnöttum ferðist um geim- inn í geimskipi og komi til jarðarinnar þegar þeim býður svo við að horfa. Eru englar utanjarðarmannkyn? Englar eru annað fyrirbæri í Biblíunni sem fæstir hafa nokkra trú á. Orðið engill er komið úr grísku og merkir boðberi. Á málverkum kirkjunnar eru englar yfirleitt hafðir með vængi en í Biblíunni eru þeir aldrei útskýrðir þannig. Samkvæmt Ritn- ingunni eru englar mennskir í útliti, full- komnari verur í mannsmynd, sem koma „að ofan“; frá öðrum heimi. Þessar verur grípa skyndilega inn í rás atburðanna á af- gerandi hátt og hverfa síðan jafnharðan. Svo virðist sem samneyti þeirra við jarðar- búa sé haft í algeru lágmarki. í öndverðu fóru „englarnir" hins vegar ekki huldu höfði. f fyrstu Mósebók er sagt frá þeim tíma er „synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og þær fæddu með þeim sonu.“ Þar segir: „Er mönnunum tók að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur sáu synir Guðs, að dætur mannanna voru fríðar, og tóku sér konur meðal þeirra, all- ar sem þeim geðjuðust." Jesú Kristur fúllyrðir margoft að hann sé í tengslum við verur ffá öðrum heimi. Hann sagði við samtíðarmenn sína: „Þér eruð neðan að, ég er ofan að. Þér eruð af icssum heimi, ég er ekki af þessum heimi.“ Það má til sanns vegar færa að utanjarðarverur hafi haff hönd í bagga með upprisu Jesú Krists. í Lúkasarguð- spjalli segir ffá því að þegar Kristur um- myndaðist á fjallinu stóðu tveir menn hjá honum og „ræddu um brottför hans, er hann skyldi fúllna í Jerúsalem." Mennirnir, sem lærisveinarnir álitu vera Móses og Elía, hurfú á brott með „skýi“ eftir að hafa ráðfært sig við Krist um upprisuna. Þá er kunnugt að þegar María Magdalena og fleiri konur fóru til að líta á gröf Jesús voru þar fyrir „tveir menn í leiftrandi klæðum". í Jóhannesarguðspjalli er talað um „tvo engla í hvítum klæðum“. í Matteusarguð- spjalli er sagt frá því að jarðskjálfti hafi orðið „því engill Drottins sté niður af 40 VIKAN himni“ og „var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór“. Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Utanjarðarverur koma síðan við sögu á Olíufjalli þegar Jesú Kristur yfirgefur jörð- ina í „skýi“ að lærisveinum sínum ásjáandi. Þá stóðu hjá þeim tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: „Galilíumenn, hví standið þér og horfið til himins. Þessi Jesú, sem var upp numinn ffá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins." í Opinberun Jóhannesar segir að Jesú Kristur komi aftur sem sigur- vegari og að með honum verði „hersveit- irnar, sem á himni eru“. Jesú Kristur segir sjálfur að „eins og elding, sem leiftrar og lýsir ffá einu skauti himins til annars, svo mun Mannssonurinn verða á degi sínum“ (Lúkas 17:24). Skyldu hinir fljúgandi diskar, sem þús- undir manna víða um heim hafa séð, vera þau „tákn á himni“ sem Kristur sagði að yrði einn af fyrirboðum endurkomunnar? Fátt er hægt að fúllyrða með vissu í þessu sambandi en eitt er víst, ffamtíðin er og hefúr ávallt verið fúrðulegri og ótrúlegri en nokkur hefur getað ímyndað sér. Þessi mynd af „fljúgandi diski“ var tekin úr farþegaflugvél Avena-flugfélagsins í Ven- esúela árið 1963. Á myndinni sjást greinilega skuggar „disksins“ og flugvélarinnar. Þetta loftfar minnir á „eldhnöttinn“ sem Þórður Þórðarson, oddviti Hrunamanna- hrepps, sá árið 1952 yfir heimili sínu í Syðra- Langholti. 13. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.