Vikan


Vikan - 29.06.1989, Qupperneq 44

Vikan - 29.06.1989, Qupperneq 44
HÁR Ný hárgreiðsla - nýtt útlit TEXTI: BRVNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Eitthvað nýtt og öðruvísi. Þannig er hárlínan í vor- og sumartísk- unni hjá Sebastian í Ameríku og til að íslendingar fengju að fylgj- ast með því sem hjá þeim er að gerast þá sendu þeir fulltrúa sinn til landsins, Antony Maldonaldo, og á vegum hár- snyrtistofunnar Kristu í Kringlunni hélt hann námskeið og sýnikennslu fýrir starfs- menn og eigendur hársnyrtistofa hér. Antony er fæddur í Arizona og starfar á stofu Sebastian í Los Angeles, á þessum slóðum er víst heldur lítið um snjó og kannski hafði Antony aldrei séð slíkt fyrir- brigði áður. Hann var því líklega einn af þeim fáu á landinu sem gladdist yflr snjó- komu vorsins. Hingað kom Antony á leið sinni heim frá Finnlandi þar sem hann hafði haldið 14 námskeið á 10 dögum, en auk þess að starfa dags daglega á Sebastian stofu þá var Antony annar af tveim sýn- endum frá Sebastian í heimsmeistara- keppninni í Dusseldorf í ár. Hann hafði því mörgu að miðla til starfssystkina sinna hér, enda námskeiðið fjölmennt því á því voru um 100 manns frá mjög mörgum stofúm, þannig að vænta má að margar geti boðið upp á Sebastian sumarlínuna. Fólk þurfti Antony til að nota í sýni- kennsluna og því var auglýst eftir ungu fólki sem vildi láta snyrta hár sitt eftir kúnstarinnar reglum og koma síðan fram til að aðrir gætu skoðað árangurinn. Miklu fleiri sóttu um en komust að og til að Viku- lesendur gætu fylgst með störfum hár- greiðslumeistarans og kynnst þessari nýju línu þá létum við taka mynd af sýningar- fólkinu áður en hann fór höndum um hár þeirra og síðan aftur eftir að störfum hans var lokið. Antony notaði nýtt hárefni frá Sebastian, Laminates, í hár allra stúlknanna, en það efni gefur hárinu mikinn gljáa, hreyfan- leika og gerir það silkimjúkt. Ekki eru not- aðir nema örfáir dropar af efhinu í hárið hverju sinni, þannig að dropateljari er á glasinu. Sebastian menn segja að eftir að permanent hafi ráðið ríkjum í áraraðir þá megi nú fara að vænta þess að sjá aftur sléttari, mýkri og rómantískari línur og eru þeir því nú að vinna að hönnun efnis sem hjálpar til við að ná þessum eiginleik- um ffam í hárinu. Árangur vinnu Antonys sést hér á myndunum, en eins og fyrr segir voru teknar myndir af fólkinu fyrir snyrt- ingu og efitir. Hanna Maja sá um förðun og notaði Choices vor- og sumarlínuna frá Trucco. Antony Maldonaldo leggur síðustu hönd á greiðsluna. J 42 VIKAN 13. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.