Vikan


Vikan - 29.06.1989, Page 58

Vikan - 29.06.1989, Page 58
UTLOND Stúlkan með súrefnisgrímuna TEXTI: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON MYNDIR: ACTION PRESS Aþriðja aldursári þekkir enska stúlk- an Jessica Jacobs ekki annan svefh L en að baki súrefhistjaldi. Ef hún fer út á leikvöllinn hjá heimili sínu verður öndunargríma og súrefniskútur að fylgja henni hvert fótmál. Sá búnaður er 180 kg að þyngd. Frá átta mánaða aldri hefur hún verið haldin sjúkdómi sem hindrar eðli- lega starfsemi lungnanna. Á hverjum morgni þarf faðir Jessicu að athuga hvort tækin, sem hún er tengd, séu ekki í lagi. Súrefniskútarnir, sem eru tengdir saman, endast í sólarhring og þarf að ganga úr skugga um að þeir séu allir í lagi. James faðir hennar vinnur í námu, en kona hans, Adele, annast stúlkuna allan sólarhringinn. „Við getum ekki farið neitt, nema á þá staði sem koma má með súrefh- isbúnaðinn. Ég skrepp ekkert út í búð eða í gönguferð í skemmtigarði, foreldrar okk- ar versla yfirleitt fyrir okkur. Vissulega er þetta erfitt og oft einmanalegt en ég kvíði mest þeirri stund þegar Jessica áttar sig á því að þessi tæki eru ekki eðlilegur hluti af lífi jafnaldra hennar. Jessica veiktist þegar hún var átta mán- aða gömul, átti erfitt með öndun og leið verulega illa. Læknar vita ekki af hverju lungun starfa ekki en ástand hennar er kallað interstitial fibrositis á læknamáli. Tíu mánaða gömul hafði hún horast í 5,8 kíló, neglurnar og varirnar voru orðnar bláar og hún gat ekki setið upprétt. Lækn- ar bjuggust ekki við því að hún lifði nema í nokkrar vikur eftir það. En hún braggaðist smám saman í súrefh- istjaldi og í meðförum lækna. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarinna ára er Jessica hýr á Fjölskyldan er mikið bundin heima vegna veikinda litlu stúlkunnar en James og Adele Jacobs búa í Klerdorp í Eng- landi. Jessica Jacobs er bundin súrefhisgrímu á daginn og súrefnistjaldi á nætumar. Þannig hefúr hún lifað tvö sl. ár. brá. Læknar telja að hún geti náð fullum bata en við vitum ekki hvort við eigum að vonast eftir því. Það gætu verið tálvonir, kannski er betra að sætta sig við ástandið eins og það er. Á nætumar er erfitt að vita af dóttur sinni innilokaðri í súrefhistjaldi, ég er oft hrædd um að eitthvað bili. Innst inni vona ég samt alltaf að ég vakni einn daginn og Jessica sé heilbrigð," sagði Adele. 56 VIKAN 13. TBL1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.