Vikan


Vikan - 29.06.1989, Síða 63

Vikan - 29.06.1989, Síða 63
PÓ5TURINN ...og ég vor sá aumingi ad gera það Elsku póstur! Þannig er mál með vexti að í nóvember 1988 fór ég á ball þar sem ég kynntist strák sem við skulum kalla E. Þessi strák- ur er úr sama kaupstað og ég þannig að við þekktum hvort annað í sjón. Ég sat við borð á ballinu þegar hann kom og settist niður og fór að spjalla við mig. Ég var auðvitað himin- lifandi af því ég var búin að vera hrifin af stráknum í ár en ekkert hafði gerst. Við fórum að tala saman um það með hverjum við hefðum komið. Einhver vinur E. keyrði fyrir hann en ég kom með syst- ur minni. Ég minntist á að ég þyrfti að redda mér fari til baka en hann sagði þá að ég gæti komið með sér — sem ég gerði. Þegar ballið var búið fórum við út í bíl en þar var þá vinur hans, hálfdauður, og bílstjórinn. Á leiðinni heim vorum við farin að gerast býsna ástleitin hvort við annað sem endaði með því að hann bað mig um að koma með sér heim. Ég neit- aði en þá bað hann mig um að koma inn smástund og ég var sá aumingi að gera það. Þetta end- aði svo með því að ég svaf hjá honum. Enn þann dag í dag er ég ást- fangin af honum en hann lætur sem ég sé ekki til í veröldinni. Ég talaði við vin hans og hann sagði að E. segði að ég væri bæði heimsk og vitlaus. Hann er með stelpu núna, held ég, og mér líður svo ferlega illa þegar ég sé þau saman en hann er að vísu laus i rásinni í sambandi við stelpur þannig að í hvert sinn sem ég sé hann með nýrri stelpu vona ég að ég verði sú næsta. Ég hef oft ákveðið að tala við hann en hef guggnað á síðustu stundu. Ég er 16 ára, bráðum 17, enhann er 18, að verða 19. Með von um hjálp, 476 Gleymdu honurn alveg á stundinni! Heldurðu að hann breyti um skoðun á þér þegar hann sér og veit að þú ert enn að bíða eftir honum eftir að hann hefur komið svona fram við þig og talað svona illa um þig - og eflaust sagt eitthvað verra sem vinur hans hefur ver- ið svo ruergœtinn að segja þér ekki. Og vertu nú alveg hrein- skilin við sjálfa þig og sþyrðu þig hvað þú grœddir á því að verða „sú nœsta". Hvað held- urðu i raun að það myndi end- ast lengi? Það eru margirfiskar í sjónum — vertu bara ekki sami „auminginn" ncest! Elvis Presley Kæri póstur! Ég er mikill aðdáandi rokk- kóngsins Elvis Presley. Fyrir utan söfnunaráráttu að Elvis- plötum og Elvis-myndböndum hef ég líka áhuga á að kynna mér líf hans og met þau sem hann setti á tónlistarsviðinu. Því hef ég hér fram að færa nokkrar spurningar sem ég vonast til að þú getir leyst úr, ágæti póstur. 1. Hvað hafa honum hlotnast margar gullplötur? 2. Önnur plötuverðlaun, svo sem platínuplötur og fleira? 3. Árangur á plötulistum? 4. Hve lengi var hann í hernum? 5. Hvað er talið að margir hafi séð þáttinn „Aloha from Hawaii" sem sýndur var beint í gegnum gervihnött 12. janúar 1973? Með fýrirfram þökk. Leifur Varðandi fyrstu tvcer sþum- ingar þínar er erfitt að gefa svör. Enn í dag er verið að gefa út nýjar þlötur tneð söfnum laga hans. Það er talið að þtjár milljónir platna með Elvis seljist að meðaltali á hverju ári. Mismunandi er fyrir hve mikla sölu gull- og platínuviðurkenningar eru veittar. Þó má segja frá því að enginn hefur enn getað slegið listamet hans í Bretlandi þar sem hann hefur átt flest lög með sama flytjandanum í 1. sceti. Viðurkenningar haris skipta eflaust þúsundum. Elvis Presley hefur átt 149 lög á toþþ 100 listanum bandaríska, þar af 17 í 1. sceti. Ef við tökum þann tíma sem hann átti lög á toþþnum er það samtals 81 vika. Seinasta lagið, sem komst í efsta sceti bandaríska listans, var Suspi- ciousMind 1. nóvember 1969. Elvis var í hemum í tvö ár, frá 24- mars 1958 til 5- mars 1960, lengst af í Þýskalandi. Þátturinn Aloha from Ha- waii þótti tímamótaþáttur á sínum tíma. Aldrei JýiT hafði rokkstjama verið Ijóslifandi fyrir jafttmörgum milljónum manna í sömu útsetidingunni. Engin oþinber tala liggurfyrir um hve margirsáu þessa beinu útsendingu en þátturinn var seldur víða um heim. Hug- myndin að þcettinum var að Elvis þyrfti ekki að ferðast til fjarlœgra landa, til dcemis Japan. Að lokum vil ég betida þér á tvcer bcekur sem hcegt er aðfá um líf og starf Elvis Presley. Önnur heitirElvis og er eftir Al- bert Godtnann, gefin út af Al- menna bókafélaginu, og hin heitir Me and Elvis og er skrif- uð af Priscillu Presley. Þar cett- ir þú að geta fengið svör við mörgum af þeim fjölda spum- inga sem vakna um mestu rokkstjömu sögunnar, Elvis Presley. Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda isj/ejn jnjeq uuunBBeipuen 9 '|S|Anjpp je pisph s jddeuLip je uesÁed -p u6ue| je ujwoiqjmis 'E 'Jbiuba uujiueÁig j '1-uaBj rne u|Sp|0 'j 13. m. 1989 VIKAN 61 VIKAN, Pósturinn, Háaleitisbraut 1. Pósthólf 5344,105 Reykjavík

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.