Vikan


Vikan - 13.07.1989, Page 34

Vikan - 13.07.1989, Page 34
MATREIÐ5LA Verðlcauncahcafi Bensa frænda Peter Bennameer og verðlaunahaflnn margfaldi, Margrét Þórðardóttir, við hrís- grjónaréttaborðið. TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: JÓHANN KRISTJÁNSSON Uncle Ben’s hrísgrjónafyrirtækið efndi á dögunum til samkeppni um hrísgrjónarétti þar sem að sjálfsögðu átti að nota Uncle Ben’s hrísgrjón á sem nýstárlegastan og Ijúffengastan hátt. Samkeppnin var haldin í samvinnu við DV en umsjón með keppn- inni hafði Guðrún Bachmann hjá Samein- uðu auglýsingastoíúnni. Gífurleg þátttaka var í samkeppninni - alls sendar inn 315 uppskriftir - enda til mikils að vinna því fyrstu verðlaun voru ferð til Flórída og þeir sem lentu í 2.—10. sæti fengu potta- sett úr eðalstáli frá Hackman í Finnlandi og Nathan & Olsen flytja inn. Eftir mikla vinnu tókst að velja þá tíu rétti úr öllum uppskriftunum sem þóttu hæfa í 1. —10. sæti og var þar haft í huga að réttirnir væru hvoru tveggja gómsætir og nýstárlegir. Verðlaunaafhendingin fór ffam á veitingastaðnum Þrem Frökkum sem Úlfar Eysteinsson, veitingamaðurinn kunni, rekur nú. Úlfar eldaði verðlauna- réttinn og þrjá aðra af þeim tíu sem kom- ust í úrslit. Blaðamenn og aðrir gestir gæddu sér síðan á réttunum. Peter Benn- ameer ffá Uncle Ben’s afhenti Margréti Þórðardóttur fyrstu verðlaun fyrir rétt hennar, Nú er í koti kátt, en Margrét hefúr margsinnis unnið til verðlauna í hinum ýmsu uppskriftasamkeppnum. RETTUR I 2. - 10. S/ÍTI Uppáhalds- ábœtisréttur Bensa frœnda HÖFUNDUR: INGIBJÖRG FLYGENRING 250 g döölur 2 bananar 300 ml Bristol Cream sérrí 1V4 dl vatn 100 g hrísgrjón ’rí l mjólk 150 g suðusúkkulaði V2 l rjómi Döðlur og bananar brytjað og Iátið liggja í sérríi í sólarhring. 150 g af súkkulaði brytjað. Vatn og hrísgrjón soðið í 2 mín. Mjólkin sett í og látið malla undir loki við lítinn hita í 35 mín. Hrært í af og til. Grauturinn látinn kólna. Þá er döðlu- og bananamauk- inu hrært út í ásamt 100 g af súkkulaðinu. Rjóminn þeyttur og hrærður út í þegar grauturinn er kaldur. Sett í skál og skreytt með afganginum af súkkulaðinu. Verðlaunarétturinn: Nú er í koti kátt. FYRSTU VERÐLAUNA „Nú er í koti kátt“ HÖFUNDUR: MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR Forréttur jyrir 6 manns I. Sjávarkakan 200 g jlökuð ýsa 100 g humar 100 g léttsoðin Uncle Ben's hrísgrjón 1V2 tsk. salt V4-V2 tsk. Ijós pipar 1 msk. jerskur sítrónusaji 2 eggjahvítur 3 dl rjómi 2 msk. smjör Ýsuflakið er roðflett og hreinsað. Það er skorið í litla bita og sett í blandara ásamt salti, pipar, sítrónusafa og eggjahvítum. Látið maukast. Síðan er rjómanum blandað varlega saman við og að lokum léttsoðn- um hrísgrjónunum. Smyrjið 6 lítil bökunarmót að innan með smjörinu. Þekið þau síðan með u.þ.b. 2/i hlutum af deiginu. Takið humarinn inn- an úr skelinni ef það hefúr ekki þegar ver- ið gert. Skerið hann niður í minni bita. Setjið í miðjuna og fyllið yflr með af- ganginum af deiginu. Raðið formunum í eldfast mót sem hefúr verið fyllt til hálfs með vatni. Bakist við 200°C í 15-20 mín. II. Sósan 100 g butnar 1 msk. jerskur sítrónusaji 1 tsk. estragon 2 dl rjómi V2 dl hvítvín Humarinn er settur í blandara ásamt sítrónusafanum og kryddinu. Maukist. Rjómanum er síðan blandað varlega sam- an við. Sett í pott og látið sjóða þar til sós- an þykknar. Að síðustu er hvítvíninu blandað saman við. III. Framreiðsla Sjávarkökunum er hvolft úr mótunum á heita diska og sósunni síðan hellt yfir. Skreytt með dilli og sítrónubát og borið fram. 34 VIKAN 14. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.