Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 8
T0M5TUMDIR
Hún œðir stundum á meira en tvö hundruð kílómetra hraða í átt að
móður jörð og tekur kollhnísa í frjálsu falli áður en hún opnar fallhlífina
Ekki vildu allir ferðast með flugvél á þennan hátt, kasta sér út á miðri Ieið.
Rómantískar hugleiðingar eða hvað? Hér
svífa áhugasamir stökkvarar í frjálsu falli
áður en fallhlífin er opnuð.
heim varð ég dálítið skeikuð yfir þessari
frumraun. En ég hef stokkið síðan. Áður
fyrr var kannski töffaralegri blær yflr þess-
ari íþrótt en efitir að kvenfólk fór að stunda
þetta meira fer minna fyrir slíku. Þetta er
ekki eins og í heimsstyrjöldinni þegar
menn stukku stundum upp á von og óvon
með óvandaðar tuskufallhlífar á bakinu. Þá
skapaðist þessi hetjuímynd."
Þótt fallhlífarstökkið gefi Þóru mikið er
vinnan jafnvel enn dýrmætari og á annan
hátt. Eftir menntaskólanám spáði hún í
framhaldsnám, langaði í læknisfræði, arki-
tektúr eða sálfræði. Dýralækningar urðu
hins vegar fyrir valinu.
„Það myndast mjög sterk tengsl á milli
manna og dýra og það er mjög gefandi að
fást við dýralækningar. Dýr eru frekar
bjargarlaus ef þau verða veik eða slasast,"
sagði Þóra. Síðasta vetur var hún í förum
með reyndum dýralæknum um sveitir
Noregs og lagði stund á verklegan þátt
námsins.
„Það er mjög gaman að ferðast á þennan
hátt, hjálpa dýrunum og kynnast fólki.
Starflð er fjölbreytt og gefandi þó vinnu-
tíminn sé óreglulegur og í raun allan sólar-
hringinn ef þurfa þykir. Ég hef mikið
kynnst umönnun gæludýra í náminu en
það er stór hluti af starfi margra dýra-
lækna.“
„Versta sem ég lendi í
er að deyða dýr“
„Það er alltof algengt að fólk átti sig ekki
á því eða gleymi að gæludýr þurfa góða
umönnun og eru hluti af fjölskyldunni eða
ættu að vera það. Fólk er að gefa kettlinga
í jólagjöf en síðan, þegar þeir vaxa úr grasi,
eru þeir stundum fýrir þeim sem gjöfina
þiggja. Það versta sem ég lendi í er að
deyða með svæfingu heilbrigð dýr sem
eigandinn telur sig ekki geta annast.
Stundum halda dýrin að eitthvað skelfilegt
sé í vændum, hvort sem það er svæfing
eða aðgerð, og geta bitið frá sér eða
klórað. Það er þó í undantekningartilfell-
um.“
Þóra hefúr fengist við lækningar á alls
kyns dýrum, bæði í bæ og sveit. Skólinn,
sem hún stundar nám við, rekur lækninga-
stofu og sveitaferðirnar eru tíðar, bændur
lenda ósjaldan í vandamálum með bú-
stofhinn. „Alveg eins og hjá manneskjum
hrjáir ýmislegt dýrin. Hjá heimilishundum
eru húðsjúkdómar algengir og af ýmsum
orsökum. Sjúkdómar berast sjaldan á milli
dýrategunda. Hestur smitar ekki hund og
öfugt, þó margir telji það líklegt. Það er
heldur ekki algengt að dýr beri smit í fólk
þó það þekkist í einstaka tilfellum, eins og
hundaæði sem þekkist sem betur fer ekki
hérlendis. Mér finnst oft ótrúlegt hvað dýr
geta verið miklir „óvitar". Kýr geta til
dæmis fundið upp á því að úða í sig plast-
pokum, nöglum, vír og furðulegustu hlut-
um sem þær telja æta. Stundum er því sett-
ur segull í vömbina á þeim sem þetta hafa
affekað, svo þetta járnadrasl sé ekki að
stingast í vambarvegginn og valda skaða.
Stundum þarf þó að skera kýr upp til að
fjarlæga þessa hluti. Hestar eru vandlátari
og það fer ekki títuprjónn ofan í þá í fæðu-
leitinni. Hvolpar geta hins vegar gleypt
ýmislegt, flíkur og búsáhöld, og lenda því
á skurðarborðinu," sagði Þóra. Hún hefúr
haft mikil kynni af sveitamennsku, byrjaði
að fara í sveit á sumrin aðeins sjö ára
gömul. Síðan hefur dýralífið verið hennar
áhugamál.
Fallhlífarstökkvarar skelfa
stundum hesta
„Ég hef alltaf verið að draga heim gælu-
dýr og það hefur ekki alltaf átt vinsældum
að fagna hjá móður minni sem þó hefur
sýnt mér aðdáunarverða þolinmæði. Þegar
ég var sex ára var ég ákveðin í að verða
fýrsta íslenska dýrahjúkrunarkonan, en
svo varð önnur á undan þannig að dýra-
læknirinn varð fyrir valinu," segir Þóra
sposk. „Svo hafði ég gæludýr hjá mér ffarn
eftir öllum aldri og skoðaði þau í krók og
kring. Ég hef átt hamstra, hund, kött og
fúgl. Reyndar át kötturinn fúglinn ef ég
man rétt. Núna á ég tvo fullorðna hesta og
eitt trippi og svo kött. Einn hestanna er
kominn á ellilaun í sveitinni hjá afa á
Norðurlandi. íslenskir hestar eru talsvert
algengir í Noregi. f fýrstu taldi fólk þá
barnahesta en eftir nánari kynni þykja þeir
fjölhæfir reiðhestar og vinsældir þeirra
fara ört vaxandi."
Þótt Þóra sé komin hingað í eins konar
sumarffí er hún í vinnu á Keldum, er þar
við störf sem tengjast dýralækningum og
rannsóknum. „Mig vantar náttúrlega pen-
inga fyrir fallhlífarstökkinu og er líka að
leita að aukavinnu. Ég vil hafa nóg fýrir
stafni. í vor tek ég lokapróf í skólanum og
gæti síðan vel hugsað mér að vinna um
tíma í Noregi áður en ég kem heim. Starfið
er betur borgað þar í landi en hér og ekki
eins dýrt að lifa, þó það sé ekki eins hag-
stætt og annars staðar á Norðurlöndum.
Fólkið er mun afslappaðra í Noregi, hugsar
ekki eins mikið um lífsgæðakapphlaupið,
dýr hús og bíla, heldur reynir að njóta lífs-
ins og stundar mikla útivist. Ég vona að
mér takist að halda góðri blöndu milli
vinnu og áhugamálanna," sagði Þóra.
Hver veit nema hún grípi einhvern tím-
ann til þess ráðs í neyð að blanda þessu
alveg saman — sæki heim afskekktan
bóndabæ í fallhlíf með læknatösku í hendi
ef ófásrð hindrar för um landveginn? Skrít-
ið yrði upplit bóndans, ekki síst að sjá
hvort tveggja í senn, kvenkyns dýralækni
og fallhlífarstökkvara.
„Ég á það til að kíkja á dýrin á jörðinni
þegar ég svíf í fallhlíf. Hestar hafa stund-
um hrokkið herfilega í kút við að sjá ferlíki
í mannsmynd lenda skammt undan.
En skrekkurinn sem einn mávur fékk, þeg-
ar ég sveif framhjá honum á fullri ferð í
loftinu, var þó meiri. Hann var hreint for-
viða og fjaðrafokið ægilegt þegar hann lét
sig hverfa. Ég efa að hann hafi náð sér
enn...“ sagði Þóra. Hún ætti að vita það, til-
vonandi dýralæknirinn....
8 VIKAN 15.TBL1989