Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 50
HAMMYRÐIR
Munstrud bómullarpeysa
HÖNNUN: GUÐRlÐUR JÓNSDÓTTIR
MYND: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON
Stærð: S — M.
Efni: U.þ.b. 1200 grömm bómullargarn í
hespum.
Prjónar: Nr. 3'/2
Vinstri helmingur framstk. prjónaður fyrst.
Fitjaðar upp 55 L á prjóna nr. 3‘/2 og
prjónaðir 5 garðar af garðaprjóni. Síðan
eru prj. 3 sm slétt prjón, nema 6 L í hægri
hlið eru prjónaðar garðaprjón. St'ðan er
munstur I prjónað í 44 L, síðan 6 L séttar
og 6 L garðaprjón (samanber mynd). í
annarri hverri umf. er 1 L slétt prj. yfir 1 L
í munstri I þar til sléttu L eru 20. Þegar
stykkið mælist 15 sm eru ystu 6 L, sem
voru prjónaðar með garðaprjóni, prjónað-
ar sléttar og prjónað eftir teikn., munstur
II og slétt, þar til stykkið mælist 40 sm. Þá
eru fitjaðar upp 5 L í fjögur skipti (20 L),
og ermin er mynduð og 6 ystu L eru prj.
garðaprjón.
Munstur I er prjónað eins og á teikn. Þegar
stykkið mælist 55 sm er tekið úr fyrir háls-
máli, 15 L og síðan 3-3-3 í annarri hverri
umferð. Þegar stykkið mæiist 62 sm eru
prjónaðir 4 garðar og síðan fellt af ( 51 L).
Hægri helmingur:
81 L er tekin upp þvert á stykkið og prjón-
að eftir teikn. Neðstu 6 L eru prjónaðar
með garðaprjóni. Munstur I og II eru
prjónuð eftir teikningu. Eftir 5 sm er aukið
út í hálsmál um 1 L í annarri hverri umf.
þar til 90 L eru á prjóninum, þá eru 8 L fitj-
aðar upp (98 L á prj). 6 L við öxl eru prj.
garðaprjón. Prjónið 25 sm eftir teikn. Þá
eru felldar af undir höndum 50 L og ermi
prjónuð yfir 48 L. 1 L er tekin úr fyrir
handveg í 4 skipti, 4. hv. umf. Þegar stykk-
ið mælist 44 sm eru prj. 5 garðar og síðan
fellt af (44 L). Bakið er prj. á móti en án
munsturs. Þegar peysan er saumuð saman
eru skilin eftir fjögur göt á hvorri öxl. 90 L
teknar upp í hálsmál og stroff prjónað, 3
sm.
Teikning af peysunni er á bls. 50.
Munstur I: Tvöfalt perluprjón
• = slétt prjón
x =brugðið
Munstur II:
X = brugðið á réttu
• = slétt á réttu
Munstur III:
Rósaprjón:
X = brugðið
• = slétt
V* */ = stingið hægri prjóni inn milii 3.
og 4. lykkju á vinstri
prjóni, dragið garnið í
gegn, látið L sitja á
hægra prjóni, prjónið
1 L á vinstra prjóni og
dragið L yfir hana,
prjónið síðan 2 L sem
eftir voru.
X X X X X X
X X X X X X
X X X X X X
\»
X X X X X X
48 VIKAN 15. TBL. 1989