Vikan


Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 16

Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 16
BALLETT wmm i , iwa, \mm\i IVINVil Draumurinn um að verða einhvern tíma ballettstjarna á stóru sviði úti í heimi ræt- ist ekki nema hjá fáum ungum ballerín- um. Ein þeirra er María Gísladóttir sem er þrettán ára þegar þessi mynd var tekin af henni á sviðinu í Þjóðleikhúsinu. María og Jon Konetski. fyrsta lagi þekkti ég engan þarna og hafði því engin ítök. Ég hafði lært í Evrópu og var með allt annan dansstíl en þeir — ég er þó búin að tileinka mér hann núna — og síðan var aldurinn á móti mér en ég var tuttugu og átta ára. Margir ljúga til um ald- ur sinn í þessum bransa en ég gat bara ekki hugsað mér það. Ég hefði þurft að breyta mörgum æviatriðum og sífellt þurft að vera á verði til að koma ekki upp um mig. Reyndar hef ég alltaf átt erfltt með að vera að troða sjálfri mér að. Það hefúr háð mér í Bandaríkjunum þar sem allt byggist á því. Fengum ekki að dansa eitt einasta spor! Þarna þurfti ég því að byrja á því að kynna mig og fara í inntökupróf. En eftir að hafa farið í eitt, þar sem komið var fram við umsækjendur eins og gripi, sór ég að fara aldrei í slíkt afitur. Við vorum yfir hundrað sem vorum að sækja um. Okkur var raðað upp fimm saman í einu og svo kom maður inn og leit á okkur eitt augna- blik og fór svo. Við fengum ekki að dansa eitt einasta spor! Ég tók þetta allt saman talsvert nærri mér og þó ég fengi meira að segja upp- hringingu ffá Evu Evdokimova, þar sem hún var að reyna að hughreysta mig með þvi að segja mér að American Baflet Theatre hefði einnig hafhað henni, þá leið mér samt ekkert betur. Barisnikof, rúss- neski ballettdansarinn ffægi, er stjórnandi American Ballet Theatre og ég veit að mjög margir af dönsurunum þar eru ó- ánægðir vegna þess að hann má ekkert vera að þessu; hann er ýmist að leika í kvikmyndum eða gera eitthvað allt annað en stjórna ballettinum. Hann hefur lagt áherslu á að taka inn mjög unga dansara, 17, 18, 19 ára, og hefúr þá í staðinn ýtt mörgum af bestu og þekktustu stjörnun- um út. Eva Evdokimova er til dæmis einn af þeim dönsurum sem ég hef alltaf litið upp til og tekið mér til fyrirmyndar. Hún var í Royal Ballet skólanum eins og ég, var sólóisti við Berlínarballettinn og hefur dansað við alla ffægustu dansarana og um allan heim. Það var því alveg ótrúlegt að hún skyldi ekki vera tekin inn. Var alveg að gefast upp Ég gerðist því „ffee-lance“ dansari í þrjú ár og dansaði sem gestadansari með mörg- um mjög góðum dönsurum. Líf ballett- dansara í Bandaríkjunum er mjög óöruggt, yfirleitt fá þeir ekki nema 38 vikna vinnu- samning sem gildir þá á meðan verið er að æfa og sýna verk, auk þess sem hægt er að reka þá hvenær sem er. Síðan er enga vinnu að fá þar til næsta sýningartímabil hefst, á meðan eru þeir atvinnulausir. Sam- keppninnar vegna verða dansararnir samt sem áður að vera í rándýrum balletttím- um, þó þeir séu ekki að vinna, til að halda sér í formi. Og baráttan var erfið og enn erfiðari í stóru ballettflokkunum þar sem sextíu manns eru kannski að berjast um bestu hlutverkin og athyglina. Mér leið ekki vel í þessari baráttu, um tíma var ég alveg að gefast upp og var mikið að hugsa um að hætta. Þetta var líka á sama tíma og hjónabandið var að fara í hundana. Ég er kaþólsk, ekki mjög strangtrúuð þó, og samkvæmt þeirri trú giftir maður sig bara einu sinni og hjónabandið á að endast fýrir lífstíð, þannig að skilnaðurinn var líka erf- iður fýrir mig af þeim sökum. Ég átti því virkilega erfitt með að taka ákvörðun um líf mitt á þessum tíma. Ég hafði dansað sem gestadansari með ýmsum þekktum dönsurum úr American Ballet Theatre og New York City Ballet- flokknum — þar sem Helgi Tómasson var aðaldansari áður en hann tók við ballettin- um í San Francisco — og kona að nafni Stoner Winslett hafði séð mig dansa. Hún hafði samband við mig og vildi endilega fá mig í ballettflokkinn sem hún stjórnaði í Richmond. En þetta var mjög lítill og ung- ur flokkur, ekki nema eins árs og aðeins sextán manna, þannig að ég hafnaði boði hennar. Hún gafst þó ekki upp og var í stöðugu sambandi við mig og endurtók boð sitt.“ í blaðaviðtali segir Stoner Winslett um þau áhrif sem María hafði á hana þegar hún sá hana dansa í fýrsta skipti: ‘Þegar ég sá Maríu dansa Öskubusku í New York bar hún einfaldlega af eins og glitrandi gim- steinn. Ég vissi um leið að hún ætti að dansa meira, að hún ætti að vera í Svana- vatninu — sem er heilagt hlutverk. María færir flokknum öðruvísi bakgrunn. Hún hlaut þjálfun sína í Englandi og við erum þjálfuð eftir rússneskri aðferð í Bandaríkj- unum.’ Ég er sviðsdansari „Margir hafa spurt: Hvað er hún María að gera í svona litlum flokki ef hún er svona góð? Málið er það að ég fór að hugsa sem svo: Hvort er mikilvægara að dansa eða vera í stórum flokki? Og svarið var auðvelt. Auk þess þurfti ég á því að halda að komast burt þannig að ég sló til og tók boði Stoner. Ég hef verið aðaldansari við Richmondballettinn í þrjú ár og mér líður mjög vel þarna. Flokkurinn hefúr eflst mjög mikið á þessum stutta tíma og nokkr- ar stúlknanna eru orðnar mjög góðar, eru að ná mér og eru jafnvel betri í sumum atriðum. Það er mjög gott því mér líður betur ef ég hef marga góða dansara í kring- um mig. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að maður getur ekki orðið aðaldansari og slappað svo af — ungu ballerínurnar eru alltaf á leiðinni að ná mér. Ég er sviðsdans- ari, það er að segja ég er ekkert sérstök en það er eins og eitthvað losni úr læðingi þegar ég er á sviði og í stóru ballettunum dansa ég aðalhlutverkið en hinar stelpurn- ar fá líka sín tækifæri." María segir að sér finnist ekki gaman að standa í mikilli baráttu um hlutverk og at- hygli en þegar hún þurfti að berjast við að ná heilsu aftur eftir slys dró hún ekkert af sér — enda náði hún fúllum bata þó að á tíma hafi litið út fyrir að dansferillinn væri jafnvel á enda. 16 VIKAN 15. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0042-6105
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
2823
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1938-2000
Myndað til:
2000
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 15. Tölublað (27.07.1989)
https://timarit.is/issue/299856

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

15. Tölublað (27.07.1989)

Aðgerðir: