Vikan


Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 69

Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 69
KVIKMYMDIR Kvikmyndin um teiknimynda- hetjuna Batman slær í gegn Batman í fullum skrúða. Jack Nicholson leikur Jack Napier, sem síðar verður hinn brjálaði Grínari. Michael Keaton leikur Bruce Wayne, milljónamæringinn sem breytist í Batman þegar minnst varir. Kim Basinger leikur hæfilcikxiríka blaðkonu og ljósmyndara, Vicki Vale. K" vikmyndin um teiknimyndafígúruna Batman hefur slegið l. öll aðsóknarmet þetta árið enda úrvalsleikarar í aðalhlutverkum og nægir þar að nefha Jack Nicholson. Hvers vegna myndin er svona vinsæl fáum við íslendingar að sjá fljótlega því sýningar á henni hefjast í byrjun sept- ember samkvæmt upplýsing- um frá Alfreð Árnasyni í Bíó- höllinni, en þar verður mynd- in sýnd. Svo skemmtilega vill til að í ár er einmitt verið að halda upp á 50 ára afrnæli teikni- myndahetjunnar hjá DC Comics sem geflð hafa Batman-blaðið út. Aðalsöguhetjan í Batman er Bruce Wayne, sem leikinn er af Michael Keaton, en þegar Wayne var níu ára varð hann vitni að því þegar foreldrar hans voru myrtir á hrottalegan hátt. Yfirkominn af harmi heit- ir hann því að helga líf sitt bar- áttunni við hið illa í heimin- um. í myndinni er sagt frá því þegar hann kemur aftur til heimabæjar síns eftir langa fjarveru — en á þeim tíma hafði hann verið að þroska líkam- lega og vísindalega hæfileika sína — og kemst hann þá að því að þar ríkir mikil spilling. Út á við kemur Wayne fram sem virðulegur, forríkur mannvinur en þegar aðstæður haga því þannig ummyndast hann í hinn sterka og skelfilega baráttumann gegn glæpum - Batman. Á leynistað í risastóru húsi hans koma þeir Wayne og hans tryggi þjónn, Alfreð, upp fullkominni rannsóknarstofu — Bat-helli - þar sem öll hin flóknu tæki og farartæki Bat- mans eru einnig geymd, þar á meðal hinn ógurlega Batmóbíl og rennilega Bat-væng flugvél- in. Grínarinn Mótherji Batmans er erki- óvinur hans, the Joker eða Grínarinn eins kalla mætti hann á íslensku. Hann er leik- inn af Jack Nicholson. Áður fýrr var hann þekktur sem glæpamaðurinn Napier, hægri hönd aðalglæponsins í Gotham, heimabæ Batmans, en eftir að hafa afskræmst í slysi ummyndast Napier í Grínarann - samnefhara fyrir allt illt. í fjölmörgum áhrifaríkum bardagasenum er sýnt hvernig Batman berst við að ná Got- ham úr höndum Grínarans. Óvinirnir tveir nota öll þau einstæðu vopn, hæfileika og klæki sem þeir búa yfir til þess að sigra í þessari baráttu góðs og ills. Tekin upp í Englandi Tökurnar á myndinni tóku fjóra mánuði og meðan á þeim stóð lögðu ffamleiðendurnir undir sig 95 ekrur af svæði Pinewood Studio í Englandi og flestöll hljóðverin, átján að tölu. Byggingin á borginni Gotham er stærsta útisviðs- mynd sem byggð hefur verið á hinni löngu sögu Pinewood Studio. Sögufræg hús — Hat- field og Knebworth — voru val- in til að vera heimili Bruce Wayne og risastórri gamalli rafstöð var breytt fýrir mynd- ina og hún notuð sem efna- verksmiðja Axis, aðalbækistöð skipulagðrar glæpastarfsemi í Gotham. Söngvar í myndinni eru eftir Prince og eru lög úr henni þegar farin að þjóta upp eftir vinsældalistum í ýmsum löndum. í hlutverki aðalkven- söguhetjunnar - Vicki Vale, ljósmyndara og blaðakonu — er hin fagra Kim Basinger. Myndin er framleidd af Warn- er Bros en stjórnandi hennar er Tim Burton, sem meðal annars stjórnaði Beetlejuice og Pee-wee’s Big Adventure. 66 VIKAN 15. TBL 1989 OtRDKUID MVW AFTHVBtUNNL Tilveran hefur margar hliðar. Myndlykill opnar þér leið að spennandi sjónvarpsefni. Kvikmyndir, skemmtiþættir, barnaefni, íþróttaefni. Fáðu þér myndlykil, — fyrr en seinna. (Jý Heimilistæki hf Sætúni8 Sími 621215 Við erum sveigjanlegir í samningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.