Vikan


Vikan - 27.07.1989, Síða 44

Vikan - 27.07.1989, Síða 44
 ... hwrÁiM Æ ] MHOr. J*í MgQw. ‘H isH* *('nn Prag, borg rómantíkur alda menning hrífur þá sem heimsækja borgina. Sagt er að hvergi í heimi séu bón- orð á miðri götu jafnalgeng, hvort sem slíkt er rétt eður ei. Á daginn missir mið- borgin þetta sérstaka andrúmsloft. Umferð og skvaldur ræður þá ríkjum og mengun er talsverð. Prag á tíu alda sögu að baki og hefur því mikið menningarsögulegt gildi. Tékkar hafa líka gætt þess að halda við fornminj- um, bókmenntum og listaverkum fyrri tíma. Forsetahöllin er frá níundu öld, Prag- kastalinn svonefhdi varð aðsetur forseta á þessari öld, og þar má flnna fallega garða, tjarnir og söfh. Kastalinn rís yfir miðborg- inni og þangað sækja ferðamenn á sumrin. Gamlar krár og vínkjallara má finna nánast í hverri götu og húsgögnin eru off æva- forn, Tékkar segjast líka selja besta bjór heims. Gamli miðbærinn hefur mikið að- dráttarafl með öllum sínum torgum og skuggasundum. Þar eru flest hús frá 14. öld og margar fallegar kirkjur og söfn svala forvitnum augum. Gotneskur og barokk- stíll er allsráðandi í byggingum þar. Fyrir venjulegan ferðamann er Prag ekki borg til að versla í, nema þá að kaupa kristal. Miðað við vestrænt gildismat eru búðir fá- tæklegar og ekki spennandi. En Prag er borg fyrir þá sem vilja upplifa gamla tím- ann í nútímanum. Mannfjöldi er avallt mikill á Karlsbrúnni á daginn enda falleg listaverk við hvert fótmál. Á kvöldin blómstrar þar rómantik og svartamarkaðsbrask með peninga.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.