Vikan


Vikan - 27.07.1989, Síða 9

Vikan - 27.07.1989, Síða 9
Fuglaskottis Fjórir íslenskir og einn gestur TEXTI OG MYNDIR: RAGNAR LÁR Raupari leggur oft leið sína út á Suðurnes á Seltjarnarnesi. Þar iðk- ar hann, eins og margir fleiri, hina göfugu golfíþrótt. Þeir munu ekki vera margir golf- vellirnir sem státað geta af eins fjölbreyttu fuglalífi og völlur- inn á „Nesinu", eins og kylfing- ar nefha svæðið sín á milii. Þarna á Suðurnesi er að flnna hinar ólíkustu tegundir fugla og eiga margar þeirra hreiður sín á svæðinu. Að sjálf- sögðu er krían sá fugl sem mest ber á og verpir talsverð- ur fjöldi hennar þar. Því er ekki að leyna að krían skýtur mörgum kylflngi skelk í bringu, en það eru óskráð lög að hún hefur forgang á þessu landsvæði enda nam hún fand löngu áður en Ingólfur og allir hinir lögðu leið sína hingað. En það er greinilegt að krían sækist eftir sambýlinu við manninn, ekki síður en æðar- fuglinn en af honum er talsvert á Suðurnesi. Þar verpa tjaldur og stelkur og ýmsar smáfugla- tegundir eiga hreiður sín á Nesinu. Þessu raupi fylgja nokkrar skissur af fuglum en aðeins ein tegundin, sem á skissunum má sjá, á hreiður sín þar en það er æðurin. Á meðan æðarkollan situr þolinmóð á eggjum sín- um spóka blikarnir sig í ná- grenninu og hafa lítið fyrir líf- inu, að því er virðist. Álkan er fugl sem skyldur er geirfuglinum sálaða og líkur honum í útliti. Álkan á hreiður sín í björgum og sést lítið á Reykjavíkursvæðinu. Sömu sögu er að segja um lundann en hann er nytjafugl á nokkr- um stöðum á landinu enda góður til matar. Gæsir sjást stundum á Suðurnesi, en ekki veit raupari til þess að gæsir geri sér hreið- ur þar. Loks skulum við líta á hegrann. Hegri flækist stund- um til íslands en á ekki heim- kynni hérlendis. Fyrir tveim árum sá raupari hegra við vatnsbólin ofan Elliðavatns. Hann óð þar í lækjarsprænu en flaug á brott er hann styggðist. Eins og skissan sýnir er hegr- inn spekingslegur og nokkuð spjátrungslegur þar sem hann stendur á öðrum fæti í grunnu vatninu. KROSSGATUBLAÐIÐ AFÞREYING FYRIR ALLA KROSSGÁTUR - GETRAUNIR - ÞRAUTIR - BARNAEFNI - SKOP - GÁTUR 15. TBL. 1989 VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.