Vikan


Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 9

Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 9
Fuglaskottis Fjórir íslenskir og einn gestur TEXTI OG MYNDIR: RAGNAR LÁR Raupari leggur oft leið sína út á Suðurnes á Seltjarnarnesi. Þar iðk- ar hann, eins og margir fleiri, hina göfugu golfíþrótt. Þeir munu ekki vera margir golf- vellirnir sem státað geta af eins fjölbreyttu fuglalífi og völlur- inn á „Nesinu", eins og kylfing- ar nefha svæðið sín á milii. Þarna á Suðurnesi er að flnna hinar ólíkustu tegundir fugla og eiga margar þeirra hreiður sín á svæðinu. Að sjálf- sögðu er krían sá fugl sem mest ber á og verpir talsverð- ur fjöldi hennar þar. Því er ekki að leyna að krían skýtur mörgum kylflngi skelk í bringu, en það eru óskráð lög að hún hefur forgang á þessu landsvæði enda nam hún fand löngu áður en Ingólfur og allir hinir lögðu leið sína hingað. En það er greinilegt að krían sækist eftir sambýlinu við manninn, ekki síður en æðar- fuglinn en af honum er talsvert á Suðurnesi. Þar verpa tjaldur og stelkur og ýmsar smáfugla- tegundir eiga hreiður sín á Nesinu. Þessu raupi fylgja nokkrar skissur af fuglum en aðeins ein tegundin, sem á skissunum má sjá, á hreiður sín þar en það er æðurin. Á meðan æðarkollan situr þolinmóð á eggjum sín- um spóka blikarnir sig í ná- grenninu og hafa lítið fyrir líf- inu, að því er virðist. Álkan er fugl sem skyldur er geirfuglinum sálaða og líkur honum í útliti. Álkan á hreiður sín í björgum og sést lítið á Reykjavíkursvæðinu. Sömu sögu er að segja um lundann en hann er nytjafugl á nokkr- um stöðum á landinu enda góður til matar. Gæsir sjást stundum á Suðurnesi, en ekki veit raupari til þess að gæsir geri sér hreið- ur þar. Loks skulum við líta á hegrann. Hegri flækist stund- um til íslands en á ekki heim- kynni hérlendis. Fyrir tveim árum sá raupari hegra við vatnsbólin ofan Elliðavatns. Hann óð þar í lækjarsprænu en flaug á brott er hann styggðist. Eins og skissan sýnir er hegr- inn spekingslegur og nokkuð spjátrungslegur þar sem hann stendur á öðrum fæti í grunnu vatninu. KROSSGATUBLAÐIÐ AFÞREYING FYRIR ALLA KROSSGÁTUR - GETRAUNIR - ÞRAUTIR - BARNAEFNI - SKOP - GÁTUR 15. TBL. 1989 VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 15. Tölublað (27.07.1989)
https://timarit.is/issue/299856

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

15. Tölublað (27.07.1989)

Aðgerðir: