Vikan


Vikan - 27.07.1989, Side 18

Vikan - 27.07.1989, Side 18
BALLETT í Wallraff Richartz listasafninu í Köln. „Einu sinni dvaldi ég í heilan dag hér í safninu án þess að komast yfir nema litið brot af öllu því sem hér ber fyrlr augu,“ sagði Katrin, sem hér hefur tyllt sér niður við eitt listaverkanna. Vikan í heimsókn hjó Katrínu Hall ballettdansara sem dansar nú í Þýskalandi: Þurfti að klípa sjálfa mig - í lok fyrstu sýningarinnar í Óperunni í Köln TEXTI OG MYNDIR: HJALTI JÓN SVEINSSON Það bar að á heitum og sólríkum júnídegi að blaðamaður Vikunnar brá sér til stórborgarinnar til að gegna sérstöku erindi. Köln skartaði sínu fegursta. Það var mikill ys og þys í borg- inni þennan dag og langan tíma tók að komast leiðar sinnar. Þegar ekið var yfir hina voldugu Rín siluðust bílarnir yfir brúna á skjaldbökuhraða. Blaðamaður hafði mælt sér mót við löndu sína, Katrínu Hall dansara, sem dansaði um þær mundir aðalhlutverkið í Hnotubrjótnum. Hann hafði fengið góð- fuslegt leyfi hennar til að líta inn á æfingu hjá henni um morguninn en sýning var fyrirhuguð um kvöldið. „Ef þér líst þannig á æfinguna að þú gætir hugsað þér að sjá sjálfa sýninguna skal ég gjarnan reyna að fá sæti handa þér á góðum stað í salnum," sagði Katrín glettnislega í símanum kvöld- ið áður. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem blaðamaður nálgaðist verkefni sitt og Maðurlnn er lítlll í samanburðl við hlna feiknarstóru dómkirkju í Köln. spurði sig áfram eftir löngum göngum óperuhússins í Köln. Hann var að leita uppi æfingasal ballettflokksins. Fyrr en varði rann hann á hljóðið, eftir göngunum ómuðu kunnuglegir tónar tónlistar Tjæk- ofekis úr Hnotubrjótnum. Það var heldur betur handagangur í öskjunni þegar inn var komið. Dansararnir voru eins og þeytispjöld út um allan salinn og með ólíkindum var hvað þeir gátu stokkið og dansað í þessu litla svigrúmi. Blaðamaður skimaði auðvitað eftir Katrínu löndu sinni sem var i þann mund að hverfa í arma sterklegs karldansara. Þegar betur var að gáð virtist hún vera að æfa átök sín við „músakónginn". „Dansgerðin er byggð á túlkun sem er meðal annars í því fólgin að mýsnar verða tákn vaknandi kynhvatar hjá stúlkunni sem fer í fýrstu að dansa sak- leysislega með litla trédátann, hnotubrjót- inn, í fanginu," sagði Katrín þegar hún var spurð aðeins út í verkið að æfingu lokinni. „Mýsnar eru einmitt mikilvægur þáttur þessarar nýju túlkunar." Þegar hún hafði lokið við að sturta sig 18 VIKAN 15, TBL 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.