Vikan


Vikan - 27.07.1989, Side 25

Vikan - 27.07.1989, Side 25
ÞJOÐHATIÐ LJÚSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON stiga hita, svo mikið var í húfl að missa ekki af ballinu. Hún æfði handbolta á þess- um árum og viku fyrir þjóðhátíð hittust þær stöllur til að hefta saman barmmerki sem gilti sem aðgöngumiði í Dalinn. Á kvöldin hjálpuðu þær svo til við að mála og skreyta og var oft glatt á hjalla. Gísli lagði líka hönd á plóginn eins og svo margir aðrir. Þau minnast bæði veitingatjaldsins gamla með söknuði. „Eitt af því fyrsta sem maður gerði eftir að komið var í Dalinn var að kíkja upp í tjald og sjá Oddgeir, Ása og félaga flytja þjóðhátíðarlagið og fá sér kaffi og kökur á eftir.“ Nú er eingöngu seldur skyndibiti þar. Þá var selt sérstaklega inn á danspall- ana og var hátt vírnet umhverfis þá. Eng- inn komst inn nema að borga dyravörðun- um. „Maður varð að bjóða dömu með sér á pallinn — hún var vandlega valin því þetta þótti svaka „splæs“,“ segir Gísli og glottir til Baddýjar. Já, það er greinilegt að þau hjónin eiga margar ljúfar minningar frá þjóðhátíðinni og þær eiga eftir að ýlja þeim um ókomin ár því ef á heildina er litið eru björtu hlið- arnar auðvitað mun fleiri og ofar í hugan- um en þær dökku. Þjóðhátíð Vestmannaeyja er 115 ára á þessu ári. Greinilegt er að halda þarf fast í gamlar hefðir og forða henni frá því að verða að „tískufyrirbrigði" til þess að ævintýraljóminn og hin margrómaða sérstaða hennar dofhi ekki. Stemmning, eftirvænting og vellíðan í Herjólfsdal eftir að kveikt hefur verið í brennunni og kynjabirtu bregður um hlíð- ar og tinda er hið óskilgreinanlega. Þetta er sú eilífa minning um þjóðhátíð sem Vest- mannaeyingar hafa reynt að lýsa og lofa en aldrei tekist. Oddgeir heitinn orti: Ljósin kvikna, brennur bál, bjarma slœr á grund. Ennþá fagnar sérhver sál sœlum endurfund. Heimildir: Sigfús M. Johnsen: „Saga Vestmannaeyja.” Isa- fold 1946. Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 1977 - 1988 og viðtal viö Bjarnýju Erlendsdóttur og Gísla Grímsson. 1974: „Ó gamla gatan mín...“ þar gerast 1987: Menn tjalda því sem til er, svo sem oft ævintýr ólík þeim sem gerast á götum hjólhýsum ef ekki vill betur. borgarinnar. 1982: „Veitingatjaldið góða“ kaffi, kökur og spjall undir líflegum undirleik. 1980: „Bjartar vonir vakna...“ Brekku- söngur er algeng sjón í brekkunni eftir að skyggja tekur. 1973 og 1978: Þjóðhátíðarbakkelsið stendur alltaf fyrir sínu. 15. TBL. 1989 VIKAN 25 Gísli slær gítarinn af miklum móð enda söngmaður mikill. I Á þjóðhátíð er eitthvað fyrir alla, hér er Baddý með bamabam sitt á bama- skemmtun.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.