Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 58
henni milli varanna og kveikti í henni. Þú
tókst þá þetta til bragðs á meðan vesalings
aulabárðurinn svaf, bætti hann við og
röddin var hreimvana.
— Nei, ekki á meðan hann svaf, mælti
Folly lágt og brosti við, og hafði augun
stöðugt á Jink Williams.
—Jæja, ekki á meðan hann svaf, endurtók
Williams þægðarlega, en á meðan við
sváfúm, gamli maðurinn og ég. Og þegar
Sam hélt að við svæfum allir saman, reis
hann á fætur og tók að svipast um eftir ein-
hverju sem hann gæti stungið á sig. Hon-
um mundi aldrei hafa komið það til hugar,
blessuðum heimskingjanum, að fara að
laumast á brott með þessi fjörutíu þúsund
því að dollaraseðlar voru honum aldrei
annað en pappírsmiðar. Það var ekkert
freistandi við þá, eins og til dæmis lagleg-
an kúlupenna eða eitthvað þess háttar...
Williams þagði andartak og blés tóbaks-
reyknum út um nefið.
— Og þú lást þarna og reiknaðir út hve
meira kæmi í hlut ef ekki væri að skipta
nema á milli tveggja. Eða... það sem var
enn auðreiknaðra, hve mikið það yrði ef
alls ekki kæmi til neinna skipta. Svo stóðst
þú á fætur og sagðir eitthvað á þessa feið:
Heyrðu mig, Sam. Komdu með mér héma
út fyrir og sjáðu efgstönnina sem ég fann.
Og hann beit á agnið. Og því næst hrast
þú honum fyrir borð í hvasstennta kjaftana
á þessum gráðugu skrímslum. Þannig var
það, eða er það svo sönnu fjarri?
- Er kannski nokkur ástæða til að reið-
ast? spurði Folly. Þú varst sjálfur að brjóta
heilann um það sama. Það mátti lesa það
úr svip þínum, jafngreinilega og auglýs-
ingu í dagblaði. En þarna sýnir sig munur-
inn sem er á mér og þér. Þú hugsar. Ég
framkvæmi. Það er þess vegna sem þú get-
ur ekki séð við mér enda þótt þú sért orð-
inn þrjátíu og fimm ára en ég ekki nema
tvítugur.
- Jæja, svo að þú heldur það? varð Will-
iams að orði um leið og hann dró fjaðra-
rýting upp úr vasa sínum. Hann þrýsti á
stillið. Fimm þumlunga langt og hárbeitt
blaðið þaut með hvæsi fram úr skeftinu.
Hann horfði á Folly og brosti breitt. Þú
verður að afsaka það, félagi, þó að ég
gleymdi að tíunda þennan kuta fýrir þér.
Folly glotti og dró hlaupstutta marg-
hleypu úr barmi. - Það er í stakasta lagi...
félagi... því að mér gleymdist víst líka að
segja þér frá henni þessari.
WiUiams spýtti út úr sér sígarettunni. —
Kvikindið þitt...
— Komdu þér út á þilfarið, Jink minn
WiUiams, skipaði Folly og miðaði á hann
marghleypunni. Hann brosti ekki lengur.
Nú var það fagmaðurinn sem sagði fyrir
verkum. WiUiams gerði einungis að yppta
öxlum um leið og hann hlýddi skipuninni.
Laufbreiðar pálmakrónurnar bar við
rósrauðan árdagshimin. Andartak stóðu
þeir félagar úti á veröndinni og horfðust í
augu. Jube gamli hélt sig inni í eldhúskytr-
unni, rétt fýrir innan þröskuldinn.
— Fyrir borð með þig! skipaði FoUy.
— Leyfðu mér að fara í annan bátinn,
5MÁ5AC5A
FoUy. Það eru þrjátíu metrar yfir að bakk-
anum. Þú mátt hafa minn hlut af peningun-
um en leyfðu mér að fara í annan hvorn
bátinn, bað WiUiams.
— Ég leyfi þér að halda hnífhum. Get-
urðu ætlast tU meira af mér? Svona nú, fyr-
ir borð með þig...
NEI, vatnið er krökkt af krókódUum!
— Hlustaðu nú á mig, félagi, sagði FoUy.
Eins og er liggja krókódUarnir steinsofandi
í sefinu. En ef þú neyðir mig til að hleypa
af skoti hrökkva þeir upp og skríða út í og
þá geturðu keppt í sundi við þá. Ég gef þér
með öðrum orðum tækifæri, félagi sæll.
Mun betra tækifæri en aulabárðinum hon-
um Sam. Ég leyfi þér að fara frjáls ferða
þinna. Hafir þú augun hjá þér og heppnina
með þér er alls ekki útilokað að þú hafir
þetta af. Gott og vel — komdu þér fyrir
borð! Ég er orðinn leiður á þessu hangsi.
Ég gef þér með
öðrum orðum
tækifæri, félagi
sæll. Mun betra
tækifæri en
aulabárðinum
honum...
WiUiams nam staðar út við borðstokk-
inn.
FoUy dró upp gikkinn á marghleypunni.
— Nei! æpti WiUiams. Nei, bíddu andar-
tak.
Hann vætti varirnar og svipaðist um.
Engin hreyfing var sjáanleg, hvorki í sefinu
né kjarrinu. Vatnið var slétt eins og spegill.
Hann greip báðum höndum um borð-
stokkinn og lét sig renna fýrir borð, lagðist
til sunds og stefndi að bakkanum hinum
megin.
— Hann stefhir rakleitt á grynningarnar
þar sem krókódUarnir hafast við, varð Jube
gamla að orði.
Folly leit um öxl til öldungsins.
— Jink hefur aldrei verið neitt gáfhaljós,
sagði hann og brosti ástúðlega.
Að svo mæltu lyfti hann marghleypunni
í mið á manninn á sundinu. -Jink, hrópaði
hann, þetta er engin ferð á þér, maður!
Þú þarft eitthvað til að herða á þér!
Hann hleypti af. Kúlan skall í vatnið rétt
fyrir aftan Jink á sundinu.
Williams leit allt í kringum sig, frávita af
ótta, þegar hann heyrði skothvellinn sem
bergmálaði í skóginum og varð til þess að
loftið upp yfir varð myrkt af fuglasveimi.
Folly skaut enn.
Jube gamla varð litið yfir að hinum
bakkanum. Það kom heldur en ekki hreyf-
ing á limið í kaffirunnunum og fylking
krókódtla þusti niður að vatninu, rétt eins
og skotið hefði ræst þá til hlaupakeppni.
Gusurnar stóðu af þeim í allar áttir þegar
þeir skelltu sér í vatnið sem óðara vall og
kraumaði eins og brimsjór í kringum vein-
andi manninn á sundinu, uns hann hvarf í
kaf.
Þá labbaði Jube gamli inn í svefhklefann,
skellti hurð að stöfum, dró að henni stól
og skorðaði handfangið með bakinu. Það
hlaut að duga eins hvorum megin sem var.
f sömu andrá kvað við hár brestur; það
hrökk stórt stykki úr hurðarfyllingunni og
skammbyssuhlaupið kom í gegn. Jube vék
sér til hliðar.
Folly kallaði til hans utan úr eldhúsinu.
— Þú ert heimskur, gamli minn. Ég hefði
þyrmt þér ef þú hefðir veitt mér fylgd yfir
fenin. Það hafði ég alltaf í hyggju, skilurðu.
En þú hafðir annað á bak við eyrað — að
fýlgja mér út þangað og koma mér þar
fýrir, eða er það ekki rétt til getið? Nú skal
ég hins vegar sýna þér að ég kemst mæta-
vel af án þín, karlfauskur! Ég er maður sem
getur hjálpað sér sjálfur, jafhvel í þessu
frumalda foraði...
En ekki skaut hann og Jube lét ekki í sér
heyra. Hann lagði við hlustirnar og heyrði
að Folly hafði með höndum miklar fram-
kvæmdir ffamrni í eldhúsinu. Jube fylgdist
með fótatakinu þegar hann lét greipar
sópa um niðursoðnu matvælin í dósunum,
ábreiðurnar og annað sem hann hugði að
sér mundi að gagni verða í förinni yfir
skógarfenin. Þessi undirbúningur mundi
taka hann nokkra stund en að honum
loknum vissi Jube gamli við hverju hann
mátti búast. Folly var ekki í neinum vafa
um að hann gæti gengið að honum vísum.
Sem sagt... Jube sá að hann komst ekki
hjá að hefjast handa. Hann var tilneyddur
að grípa til þess þrautaráðs sem hann hafði
verið að hugleiða um nóttina, áður en
hann sofnaði. Það yrðir ekki neinn barna-
leikur... en hann var tilneyddur.
Hann dró sefábreiðuna á gólfinu til hlið-
ar og lítill hleri kom í Ijós.
Svo lyfti hann hleranum hægt og gætilega
og horfði ofan í myrkt, slýjugt b.runnvatn-
ið, hálfa mannshæð undir botnbitunum.
Það fór kaldur hrollur um magran lík-
ama öldungsins. Honum hraus hugur við
að láta sig síga ofan í ískalt vatnið, geðs-
legt eins og það nú var, og halda sér síðan
á floti milli botnbitanna, sér í lagi þar sem
krókódílarnir voru komnir á kreik allt um
kring. Kannski yrðu þeir rólegir á meðan
þeir voru að sporðrenna þessum Williams,
hugsaði hann þegar hann fann kalt vatnið
umlykja sig upp að öxlum. Síðan hand-
styrkti hann sig á milli botnbitanna. Með
því móti gat hann haldið höfðinu upp úr.
Allt í einu fann hann reykjarþef.
Þarna kemur það, hugsaði Jube gamli
með sér. Þannig hugsar hann sér að losna
við mig. Brenna upp húsbátinn með mig
innanborðs. Og engan mundi gruna neitt...
Jube heyrði óminn af rödd Follys uppi í
eldhúsinu. — Fyrirgefðu, gamli minn, að ég
skuli grípa til þessa heldur ófrumlega úr-
ræðis. Þú hlýtur að sjá það sjálfur að ég er
tilneyddur. Dauðir menn kjafta ekki frá,
skilurðu.
56 VIKAN 15. TBL 1989