Vikan


Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 55

Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 55
5MA5AC5A tunguhnubbinn, og hvæsti illyrmislega. — Ojæja, greyið, mælti Jube gamli mild- um rómi, ekki veit ég til að ég hafi gert þér neitt svo að ekki hefur þú neina á- stæðu til að láta sisvona. Krókódíllinn sletti til halanum og renndi sér í kaf. Það sló daufgullnum bjarma á trjástofnana af sólarlaginu og það var engu líkara en að laufin sveigðust nið- ur eins og þau vildu hjúfra gamla húsbát- inn að barmi skógarins, að hann yrði sam- gróinn og óaðskiljanlegur umhverfinu, fenjapollinum og skordýrasuðinu. En svo komu nokkrar endur fljúgandi og settust á pollinn og þar með var seiðurinn rofinn. Jube hélt aftur um borð, inn í eldhús- kytruna og kveikti á steinolíuluktinni. Það var fúkalykt þar inni enda ekki um neina loftræstingu að ræða. Loginn á lukt- arkveiknum stóð beint upp eins og nagli. Jube fór að búa sig undir kvöldmatinn og nóttina. Hann veitti því ekki neina athygli þó að hann heyrði eitthvert skvamp úti fyrir. Krókódílarnir voru alltaf á ferðinni. En svo heyrði hann bæði og fann að eitthvað rakst utan í húsbátinn. Steftii á öðrum bát. Því næst heyrðist fótatak á landgöngubrúnni og Jube lagði við hlustirnar. Komumaðurinn — bláókunnugur náungi — var ekki að hafa fyrir því að knýja dyra. Hann hratt hurð frá stöíúm, leit á Jube gamla og brosti. — Vonandi gerum við þér ekki ónæði, sagði komumaður. Folly heiti ég, bætti hann við. Það var ekki nokkur leið að ráða aldur hans af andlitinu. Augnatillitið var skimandi og flóttalegt. Jube kyngdi kartöflunni, sem hann var með í munninum, en svaraði komumanni engu. Folly spurði: — Eru með nokkur skot- vopn hérna? — Nei, ég hef ekki neina trú á þeim, sagði Jube gamli. — Er það alvara þín? spurði Folly for- vitnislega. Ég hélt þó það væri fýrst og fremst lífcnauðsyn að hafa skotvopn í þessu frumaldar foræði. Jube hváði. - Frumaldar hvað? Hvað var það sem þú kallaðir það? - Fyrsta stig sköpunarinnar. Þá var þetta allt sisvona, óskapnaður og hrylling- ur, sagði Folly. Að svo mæltu gekk Folly inn í eldhúsið. Á hæla honum kom annar náungi, sem Jube hafði ekki heldur áður augum litið, beinaber, langur og holdskarpur með ann- arlegt hungur í augum og þreytulegt, örótt andlit. - Þetta er Jink Williams, sagði Folly. Og þessi... þriðji maðurinn, sem inn kom, var lágvaxinn náungi, þrekinn um herðar og minnti á górilluapa. Krepptir hrammarnir dingluðu klunnalega þegar hann þramm- aði inn fýrir þröskuldinn og pírði augun í ljósið. - Þessi þarna er Sam. Folly svipaðist tortryggnislega um í eld- húskytrunni þar sem kóngulærnar höfðu ofið net sín í hverju horni, beit á þunna vörina og stappaði fætinum í gólfið, rétt eins og hann vildi sannfæra sig um að þil- farsplankarnir væru mannheldir. — Flýtur þetta skrifli örugglega? spurði hann. Það mætti halda að það hefði hlaupið af stokk- unum um svipað leyti og örkin hans Nóa. — Ég smíðaði hann sjálfúr, svaraði Jube gamli og snerist þegar til varnar fýrir hí- býli sín. Botnplankarnir eru eins traustir og þeir hafa nokkurn tíma verið. — Ég ætla að vona að þú hafir rétt fyrir þér, varð Folly að orði. Mér er meinilla við vatn, enda ósyntur. Folly sneri sér að Jink Williams. — Það er best að þú gangir úr skugga um hvort ein- hver skotvopn kunna ekki að leynast hérna einhvers staðar þrátt fýrir allt, svo við höfúm allt okkar á þurru. — Hvers vegna ég, hvers vegna getur Sam ekki eins gert það? maldaði Williams í móinn. Ég er orðinn örmagna af þreytu. — Vegna þess að Sam mundi leita að allt öðru, sagði Folly og brosti enn. Að alger- lega verðlausum smáhlutum sem hann gæti stungið í vasa sína, á ég við. Er það ekki rétt hjá mér, Sam? Sam glotti, leit undan og tvísteig. Jink Williams hélt á stórri segldúkstösku í höndunum og leit nú í kringum sig eftir stað þar sem hann gæti lagt hana frá sér. Svo skellti hann henni upp á eldhúsborð- ið, hjá bollanum og diskinum hans Jube gamla. - Líttu eftir henni, afi gamli, sagði hann og benti síðan á lokaðar dyrnar inn af eld- húsinu. Hvað er þarna fyrir innan? spurði hann. - Svefnklefinn, svaraði Jube. Williams opnaði dyrnar og gekk þar inn. Sam drattaðist þangað á eftir honum, dró lappirnar og staðnæmdist hjá bálkinum þar sem sonur Jube hafði áður sofið, hann sem féll fýrir tuttugu árum á fjarlægum stað sem kallaðist undarlegu nafni. Hann hlammaði sér á bálkinn og klunnalegu, krepptu hrammarnir dingluðu á milli hnjánna. — Býrðu hér aleinn? spurði Folly. Jube kinkaði kolli. — Býr eitthvað af fólki hér í grennd? Jube gamli hristi höfúðið og var þó ekki viss um hvort að hann hefði skilið spurn- inguna rétt. — Ég skal skýra þér afdráttarlaust frá hvað það er sem við ætlumst til af þér, sagði Folly. Fyrst og fremst að þú látir okk- ur í té mat og ábreiður og að þú fýlgir okk- ur svo héma yfir skógarfenin. — Þá þurfið þið á flugvél að halda, sagði Jube gamli. - Það er meira en þúsund kílómetra leið yfir fenin og hver kílómetri sannkallað helvíti á jörðu ef jörð skyldi kalla, þar sem hvergi er mannhelt undir fæti. — Við verðum einhvern veginn að ráða ffam úr því, mælti Folly og brosti ástúð- lega. Þarna höfúm við nefhilega ástæðuna fyrir því, sagði hann og potaði fingri í segldúkstöskuna - að við megum engan tíma missa. Jube gamli starði á segldúkstöskuna. Nú, svo að skilja, hugsaði hann með sér, það Mannslífið er heilagt en þegar manneskjan er ekki annað en skálka- skjól frumstœðustu villi- mennsku - hvað þá? mundu þá vera peningar í henni. Og þá vitanlega þjófctolnir, sennilega úr banka. - Því miður er ekki eingöngu um þjófn- að að ræða, mælti Folly enn, rétt eins og hann læsi hugsanir öldungsins. Hin óhjá- kvæmilega eignayfirfærsla tókst ekki mót- þróalaust, skilurðu. Williams sneri sér að Jube gamla með þolgæðissvip á þreytulegu andlitinu. - Hann er að reyna að gera þér það skiljan- legt að hann Sam, náunginn sem situr þarna, getur aldrei munað hvað sterkur hann er ef hann lendir í einhverju harki. Þeir fýrirfinnast þannig gerðir, skilurðu. Um leið og einhver blakar við þeim hendi tryllast þeir gersamlega, gripa þar sem þeir ná taki og vita svo bókstaflega ekki af sér. Sam er af þeirri manngerðinni. Jube leit á Sam þar sem hann sat og starði á hálfkreppta hramma sína. — Jú, ég átti föðurbróður sem var þann- ig gerður, varð gamla manninum að orði. Hann var krókódílafangari - þangað til hann lenti á krókódíl sem fangaði hann. Frh. á næstu opnu. 15. TBL 1989 VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 15. Tölublað (27.07.1989)
https://timarit.is/issue/299856

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

15. Tölublað (27.07.1989)

Aðgerðir: