Vikan


Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 63

Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 63
PEMNAVII1IR að fólk, sem veit um þetta nú þegar, einblíni svo á sifja- spellareynsluna sem ástæðu fyrir öllu. Ekki bætir hún amma mín (í móðurætt) úr skák. Hún elur á þessu. í hvert sinn sem ein- hver minnist á svona mál - einhver sem veit ekki um mína reynslu — þá lokast ég en ef það eru VINIR mínir sem eru að tala um þetta þá get ég blandað mér í samræðurnar, en aðeins við þá vina minna sem vita um þetta. Ekki alls fyrir löngu var þátt- ur í sjónvarpinu um sifjaspell og á vinnustað mínum (sem er eldhús á spítala) vinna aðal- lega konur — einn karlmaður. Konurnar fóru að hneykslast á þættinum og mig langaði svo til að standa upp og svara þeim en þagði því ég vildi ekki vekja neinar grunsemdir. En hvar væri ég stödd ef ég hefði aldrei talað um þetta? Foreldrar mínir skildu fyrir aðeins einu og hálfu ári og núna er ég orðin sautján ára. Þetta var ekki orðin nein fjöl- skylda en eftir að umræðan komst upp á yfirborðið þá gátu þau skilið. Út á við virkuðum við sem hamingjusöm fjöl- skylda en vorum það því mið- ur ekki. En þegar við fluttum burt úr bænum vissu flestallir ástæðuna fyrir skilnaðinum. Nú líður okkur mun betur, að minnsta kosti getum við talað saman og maður heyrir ekki lengur „Haltu kjafti" ef maður talar á meðan fréttirnar eru og maður á ekki heldur á hættu lengur að vera lamin ef skapið er vont — þannig að mér líður í flesta staði vel. En getur verið að andlegt og likamlegt of- beldi fylgi manni ALLA ævi? Er til einhver einföld upp- skrift að því hvernig lifa á með þessu eða helst — án þess? Rósa Óskaplegri lífsreynslu hef- urðu lent í og það er sárt til þess að vita að því miður ertu víst ein af ótal mörgum sem hafa lent í svipaðri aðstöðu - en einmittþess vegna hafa líka verið stofnuð sérstök samtök ykkur til hjálpar; þar sem stefnt er að því að hjálpa ykkur að lifa með þessum ósköpum - og helst gleyma eða geyma þann- ig í huganum að þetta trufli ekki og skemrni daglegt líf ykkar. í Vikunniþann 9. mars í ár var sagt frá þessum samtökum sem kalla sig því fallega nafni — sem þú skalt taka til þín — Nýtt líf getur hafist. Hjá þeim er svarað í síma 21260frá kukk- ari 14-17 alla daga og á öðr- um tímum geturðu skilið eftir nafn þitt og símanúmer á sím- svaranum þeirra og þá mun verða hringt í þig. Samkvœmt samtali við konu hjá þessum samtökum, sem lenti í þin sama ogþú, sagðisthún kann- ast við öll einkennin sem þú lýsir og hún segist ekki sjálf hafa getað lifað eðlilegu lífi með þessu fyrr en hún tók þátt í sjálfshjálparhóþum á vegum samtakanna. Unglingahópar eru í gangi þarsem saman eru komnar nokkrar stúlkur, allt niður í þrettán til fjórtán ára, sem vinna saman að því að sigrast á því að láta þessa Ijótu lífsreynslu eyðileggja það sem eftir er lífsins. Þú virðist af bréfinu að dœma vera mjög skynsöm og hafa lœrt vel í skóla því bréjtð er bceði vel skrifað og villu- laust, þannig að œtlirðu þér að ná eirihverri bót á líðan þinni þá geturðu það örugg- lega með réttri hjálp! Eitt þarftu kannski að þassa vel og það er að gefa sjálfri þér og þeim sem vinna með þér nœg- an tíma; þetta batnar ekki á einum degi! Eftir að þú eri búin að reyna aðferðir sam- takanna og þér finnst ef til vill enn að þú hafir ekki náð nógu góðri stjóm á þunglyndinu og öðrum einkennum vanlíðun- ar, sem þjá þig, þá œttirðu kannski að leita aftur til geð- lœknisins sem þú fórst til og segja honum hreinskilnislega hvemig þér leið þegar hann virtist hafa meiri áhuga á pabba þínum en þér. Hann er þama til að hlusta á ÞIG en mundu að gefa honum tœki- fœri til að útskýra fyrir þér hvað hann cetlast fyrir með þig. Þú þarft tíma til að geta myndað þau tengsl við hann að Jjann geti raunverulega hjálpað þér. Á geðdeildum Landspítalans og Borgarspítal- ans hafa einnig verið í gangi samstarfshópar um þunglyndi og kannski vceri gott fyrir þig að fara í slíkan hóp. En hringdu sem allra Jýrst í Nýtt líf getur hafist, konan þar sagði að það vceri mikilvcegt að þú gerðir það sem fyrst og þú getur byrjað á að tala við þcer í síma þar til þú hefur tœkifceri til að hitta þœr í Reykjavík. Gangiþérvel! Finnland Hver vill skrifast á við ljós- hærða finnska stelpu? Ef þú ert 16-20 ára skrifaðu mér þá, ég bíð eftir bréfi. Ég er 17 ára og spila fótbolta og ísbolta. Teeija Sinervá Orasentie 13 42700 Keruu FINLAND Fimmtán ára finnska stelpu langar að eignast pennavin 15- 16 ára, strák eða stelpu. Áhugamál hennar eru: lestur, frímerkja- og póstkortasöfnun, tónlist og útivera. Hún skrifar á finnsku, sænsku og ensku. Satu Strandman Mákipelto 4130 Leppávesi FINLAND Fjórtán ára stelpu frá Finn- landi langar að skrifast á við ís- lenska krakka á aldrinum 14- 16 ára. Áhugamál hennar eru: dans, karate, bréfaskriftir, tónlist, lestur, söfhun frí- merkja og póstkorta. Skrifið á ensku og sendið helst mynd. Tessa Rintala Torpparinkatu 1 SF-60100 FINLAND Háskólanemi sem ætlar sér að verða barnakennari óskar eftir pennavinum. Hún er fædd 29.10 ’62 og lofar að svara öll- um bréfúm. Satu Gromov Yvioppialskylá 66 A7 20510 Turku FINLAND Stelpa sem er 17 ára og finnst gaman að tónlist, dansi og bréfaskriftum óskar eftir pennavinum á aldrinum 16-19 ára. Jaana Lehitin Juoksutie 17, SF-44120 Aanekoski FINLAND Sextán ára stelpa óskar eftir pennavini: Katri Honkonen Láhteenmáki 43500 Karstula FINLAND Ef þú ert á aldrinum 16-19 ára þá langar mig til að skrifast á við þig, ég er 17 ára. Skrifaðu mér á ensku. Kaisa Nieminen Kylmálahdentie 1 42700 Keuruu FINLAND ■JBIUBA BU|)|9g '9 -JBIUBA BunjnB|S 'S lununxnq 9 pjq^ddn 'V 'IsjAruQQ je u^pg e ueiueA Qj/bjs 'Z 'juujiu je uu!66n|Q 15. TBL 1989 VIKAN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 15. Tölublað (27.07.1989)
https://timarit.is/issue/299856

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

15. Tölublað (27.07.1989)

Aðgerðir: