Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 17
BALLETT
Eins og þetta hefði átt
að gerast
„Það var eins og þetta hefði átt að
gerast. Það voru margir búnir að vera að
ýta við mér og spana mig upp í að sækja
um hjá stærri flokkunum. Ég var búin að
ákveða að gera það í febrúar en í janúar í
vetur, þegar verið var að gera sjónvarps-
auglýsingu fýrir ballettflokkinn, gerðist
þetta.
Við þurftum að dansa á mjög þröngu
svæði fyrir framan tökuvélarnar og ég var
alveg uppi á blátánni þegar fóturinn rann
aðeins til og ég missteig mig alveg hræði-
lega. Ég hélt að ég væri brotin um ökklann
en það kom svo í ljós að ég hafði tognað
mjög illa. Ég hélt að nú væri dansferill
minn búinn og andlega líðanin bætti því
ekki úr skák. Læknirinn sagði mér að fara
heim, ekki hreyfa mig í viku og setja ís við
bólguna. Ég gerði það en fór svo að vera
hrædd um að þetta væri ekki gott fýrir
ballettdansara því þegar fóturinn er ekkert
hreyfður stirðnar hann bara. Ég hafði
heyrt um mjög góðan kírópraktor og
ákvað að fara til hans og sjá hvað hann
segði. Hann hafði sjálfúr verið í fimleikum
áður þannig að hann skildi vel hvað var að
gerast með mig. Enda var hans aðferð al-
veg öfúg við læknisins því hann lét mig
strax fara í æfingatæki og gerði varlega
með mér æfingar, um leið og hann byggði
mig upp andlega sem skipti kannski mestu
máli.
Ballettinn Don Quixote var á dagskrá
hjá okkur eftir sjö vikur og það leit ekki
vel út með dansinn hjá mér. Ég fór samt að
búa mig undir hlutverkið og æfa. Auk þess
að vera hjá kírópraktornum fór ég í lík-
amsrækt í fýrsta sinn á ævinni. Þarna er
fólk með manni í hverju tæki sem ýtir á
mann og hvetur til að reyna einu sinni
enn...og mér fannst ég styrkjast mjög
mikið. Ég átti ballettinn á myndbandi og
horfði á hann þar til ég kunni öll sporin í
huganum áður en ég byrjaði að æfa, en ég
var hrædd. Ég var hrædd við að fara upp á
tá og gat það alls ekki...þar til það tókst allt
í einu. Og það er svo skrítið að núna finnst
mér ég vera sterkari í ökklanum en ég var
áður en ég meiddi mig.“
Maríu tókst að ná hlutverkinu á þessum
sjö vikum þrátt fyrir skaddaðan ökkla og af
blaðadómum að dæma hefúr henni tekist
jafnvel upp og endranær:
„María Gísladóttir sýndi aftur á móti að
styrkur hennar liggur íhinum hefðbundnu
klassísku hlutverkum. Henni virðist
ómögulegt að takast illa upp en hún var
best í atriðinu í Gullna skóginum og í lok
pas de deux í þriðja þætti. Hér bar hún
höfuð og herðar yfir aila hina, átti sviðið
með fágun sinni og hæfileikum. “ (Frances
Schools)
Og ef gluggað er í önnur blöð þar sem
Maríu er getið má sjá orð eins og þessi:
„María Gísladóttir umbreytti Svanavatninu
í stórsigur í gærkvöldi... Henni tókst að
sannfæra frumsýningargesti, sem voru um
2500, um að hún væri töfrasvanur-
inn...teygjur hennar og vald voru lamandi
en það sem hóf sýninguna á enn hærra
plan var túlkun hennar á persónunni tvö-
földu. Sem hin fagra prinsessa, Odette, var
hún ímynd fíngerðs kvenleika en þegar
hún umhverfðist í hina grimmu Odette
varð hún illgjörn kona sem eldur fylgdi í
hverju skrefí. “ ( Robert Merritt)
„í rauninni eru ekki nema örfáir dansarar
sem vinna út frá því að það sé gefið að
dansari sé fullkominn listamaður. María er
einn þeirra." (Violet Verdy, New York
City Ballet)
Verð fátæk manneskja ef
ég kem heim
Helgi Tómasson dansaði á móti Maríu í
Giselle og í blaðaviðtali segir hann um
Maríu: „í öðrum þætti Giselle, þegar per-
sónan er vofa, þá sýnir hún ffábæra mýkt.
Það kemur oft fyrir hjá bandarískum
dönsurum að þeir verða of íþróttamanns-
legir (í þessum öðrum þætti)...ég var afar
ánægður að dansa á móti öðrum íslensk-
um dansara sem hafði náð svona langt.“
Þeir sem fylgst hafa með ferli Maríu hér
heima segja að hún sé BALLERÍNAN
okkar, eins og Helgi Tómasson sé BALL-
ETTDANSARINN. Engin önnur íslensk
ballerína hafi fengið að dansa öll óskahlut-
verkin. María sjálf segist hafa verið að
blómstra síðustu sjö til átta árin en hvað
taki við þegar dansferlinum lýkur segist
hún ekki vita nema hvað hana langar til að
kenna og semja.
„Líf ballerínunnar er stutt en dansinn er
svo mikill hluti af mér að ég get ekki séð
hvernig lífið gæti verið án hans. Hugsaðu
þér til dæmis að þú megir aldrei framar
fara í bað — svo mikill hluti er dansinn af
mér. Mig mundi langa til að koma heim en
ég átti von á að dansinn yrði kominn
lengra þegar að því kæmi. Ég varð fyrir
miklum vonbrigðum þegar ég sá hversu
stutt á veg hann er kominn. Ekki nema ein
sýning á ári er alltof lítið. ímyndaðu þér
fótboltalið sem æfir á hverjum degi en fer
svo ekki að keppa nema einu sinni á ári!
Eða sinfóníuhljómsveitina... Óperusöngv-
arar eru til dæmis komnir mun lengra á
veg á styttri tíma hvað varðar aðstöðu og
sýningar.
En íslenski ballettflokkurinn er líka of
lítill til að setja upp háklassísku verkin, auk
þess sem það vantar karldansara — og þeir
sem við eigum, Helgi og Einar Sveinn, fara
til útlanda því hér er ekki nóg fyrir þá að
gera. Þetta er mjög erfitt fýrir stjórnanda
flokksins, auk þess sem hún á líka að semja
dansa. Til þess að ástandið batni þarf að
bæta við dönsurum, aðallega karldönsur-
um, en það vilja engir góðir dansarar
koma ffá útlöndum til að dansa eina sýn-
ingu á ári. Þannig að tilhugsunin um að
koma heim í bráð er ekki mjög lokkandi,
auk þess sem ég yrði fátæk manneskja ef
ég þyrfti að lifa af laununum sem hér
standa til boða — og ég get bara ekki hugs-
að mér það eftir alla þessa baráttu."
Myndir af Maríu prýða þessi umslög utan
um plötur með þekktri balletttónlist.
Atriði úr ballettinum Sundances eftir
Lambros Lambrou.
María í hlutverki hvita svansins í Svana-
vatninu.
15.7BL. 1989 VIKAN 17