Vikan


Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 22

Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 22
„Undurfagra ævintýr, ágústnóttin hliód..." ÍRII ffl 1967: Ljósadýrðin í Dalnum magnar ævintýraljóma hátíðarinnar og stemmninguna í hugum gestanna. Efri myndin er tekin seint um nóttina og flestir gengnir tii náða - og allt orðið hljótt þessa ágústnótt... TEXTI: ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR LJÓSM.: SIGURGEIR JÓNASSON Undurfagra ævintýr, ágústnótt- in hljóð... Þannig hefst eitt af mörgum þjóðhátíðarlögum Oddgeirs heitins Kristjánsson- ar en hann og Ási heitinn I Bæ mætti kalla ókrýnda konunga þjóöhátíðarlaga Vestmannaeyja. Það er ekki fjarri lagi að líkja þessari stærstu héraðshátíð lands- ins við ævintýri, einkum i hugum Eyja- skeggja sjálfra. í Eyjum er þjóðhátíðin nánast tímatal líkt og jólin því menn segja gjarnan „fyrir og eftir“ þjóðhátíð og börnin telja dagana til hátíðarinnar. Flest- ir flytja búferlum í Herjólfsdal og búa í tjöldum í þrjá daga - fjarri amstri hvers- dagsins. I Dalnum eru allir jafnir, ungir og gamlir láta lífsgleðina og gamansemina sitja í fyrirrúmi þessa daga. Hátíðin fer fram í Herjólfsdal þar sem talið er að fyrsti landnámsbærinn hafi staðið. íþróttafélögin í Eyjum, Þórog Týr, halda hátíðina til skiptis. Herjólfsdalur er mjög vel lagaður til slíkra hátíðarhalda - hvorki of stór né lítill. Þar skiptast á grasi vaxnar brekkur og blágrýtisskriður, stuöl- aðir hamrar og móberg. I Dalnum miðjum er svo lítil sporöskjulaga tjörn. Sjófuglar eins og fýll og lundi svífa yfir á leið til bústaða sinna í brekkum eða klettatóm og fullkomna heildarmyndina. Hátíðar- svæðið er skreytt á frumlegan hátt, mis- munandi eftir því hvort félagið á í hlut. ís- 22 VIKAN 15. TBL. 1989 lenski fáninn á alltaf sinn fasta stað á toppi hæstu flaggstangar islands, á Blát- indi, 273 m á hæð, og milli fjalla þvert yfir Dalinn er strengur skreyttur fánum og Ijósum. Skreytingarnar njóta sín fullkom- lega er skyggja tekur og Ijós þeirra eru tendruð. Þá bregður dularfullri birtu á tjaldborgina og umhverfiö allt og því fara hjörtun ósjálfrátt að slá hraðar og stemmningin magnast. Það var árið 1874, á 1000 ára afmæli íslandsbyggðar, sem þjóðhátíð Vest- mannaeyja var fyrst haldin. Þá bjuggu þar um 550 manns. Eyjaskeggjar ætluðu að fjölmenna til hátíðarinnar á Þingvöll- um en til þess urðu þeir að fara á bátum upp í Landeyjar. Svo „illa“ vildi til að ekki var fært þangað vegna veðurs og áttu þeir því ekki annars kost en að halda kyrru fyrir í Eyjum. Eyjamenn tóku það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.