Vikan


Vikan - 27.07.1989, Page 22

Vikan - 27.07.1989, Page 22
„Undurfagra ævintýr, ágústnóttin hliód..." ÍRII ffl 1967: Ljósadýrðin í Dalnum magnar ævintýraljóma hátíðarinnar og stemmninguna í hugum gestanna. Efri myndin er tekin seint um nóttina og flestir gengnir tii náða - og allt orðið hljótt þessa ágústnótt... TEXTI: ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR LJÓSM.: SIGURGEIR JÓNASSON Undurfagra ævintýr, ágústnótt- in hljóð... Þannig hefst eitt af mörgum þjóðhátíðarlögum Oddgeirs heitins Kristjánsson- ar en hann og Ási heitinn I Bæ mætti kalla ókrýnda konunga þjóöhátíðarlaga Vestmannaeyja. Það er ekki fjarri lagi að líkja þessari stærstu héraðshátíð lands- ins við ævintýri, einkum i hugum Eyja- skeggja sjálfra. í Eyjum er þjóðhátíðin nánast tímatal líkt og jólin því menn segja gjarnan „fyrir og eftir“ þjóðhátíð og börnin telja dagana til hátíðarinnar. Flest- ir flytja búferlum í Herjólfsdal og búa í tjöldum í þrjá daga - fjarri amstri hvers- dagsins. I Dalnum eru allir jafnir, ungir og gamlir láta lífsgleðina og gamansemina sitja í fyrirrúmi þessa daga. Hátíðin fer fram í Herjólfsdal þar sem talið er að fyrsti landnámsbærinn hafi staðið. íþróttafélögin í Eyjum, Þórog Týr, halda hátíðina til skiptis. Herjólfsdalur er mjög vel lagaður til slíkra hátíðarhalda - hvorki of stór né lítill. Þar skiptast á grasi vaxnar brekkur og blágrýtisskriður, stuöl- aðir hamrar og móberg. I Dalnum miðjum er svo lítil sporöskjulaga tjörn. Sjófuglar eins og fýll og lundi svífa yfir á leið til bústaða sinna í brekkum eða klettatóm og fullkomna heildarmyndina. Hátíðar- svæðið er skreytt á frumlegan hátt, mis- munandi eftir því hvort félagið á í hlut. ís- 22 VIKAN 15. TBL. 1989 lenski fáninn á alltaf sinn fasta stað á toppi hæstu flaggstangar islands, á Blát- indi, 273 m á hæð, og milli fjalla þvert yfir Dalinn er strengur skreyttur fánum og Ijósum. Skreytingarnar njóta sín fullkom- lega er skyggja tekur og Ijós þeirra eru tendruð. Þá bregður dularfullri birtu á tjaldborgina og umhverfiö allt og því fara hjörtun ósjálfrátt að slá hraðar og stemmningin magnast. Það var árið 1874, á 1000 ára afmæli íslandsbyggðar, sem þjóðhátíð Vest- mannaeyja var fyrst haldin. Þá bjuggu þar um 550 manns. Eyjaskeggjar ætluðu að fjölmenna til hátíðarinnar á Þingvöll- um en til þess urðu þeir að fara á bátum upp í Landeyjar. Svo „illa“ vildi til að ekki var fært þangað vegna veðurs og áttu þeir því ekki annars kost en að halda kyrru fyrir í Eyjum. Eyjamenn tóku það

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.