Vikan


Vikan - 27.07.1989, Qupperneq 15

Vikan - 27.07.1989, Qupperneq 15
í blaðaumfjöllun í bandarískum blöðum hefur María Gísladóttir ballerína m.a. verið kölluð drottning danstíma- bilsins, sagt að hún sé ein af föum dönsurum sem sé fullkominn listamaður, en María meiddist svo illa í vetur að svo virtist sem hennar glœsilegi dansferill vœri ö enda Þú ert enn svo ung... Eins og fyrr segir heíur María verið að dansa í útlöndum undanfarin sautján ár en hvernig stóð á því að hún valdi sér ballett- inn að lífsstarfl? „Dansbakterían kom út ffá því að mig langaði til að vera á sviði og verða leikkona. Það var svo margt innan í mér sem mig langaði til að koma á ffam- fáeri en ég byrjaði í dansi hjá Katrínu Guð- jónsdóttur í Lindarbæ og fór síðan í Þjóð- leikhússkólann. Ég fékk að leika í Dimma- limm - og segja nokkur orð, einnig í Galdrakarlinn í Oz. Kennarar við Þjóð- leikhússkólann voru Fay Werner og Colin Russel og þau hvöttu mig til að fara í fram- haldsnám til útlanda. Þegar ég var að verða sautján ára fékk ég að fara í Royal Ballet í London, þó þeim þar þætti ég eiginlega of gömul til að vera að fara út á þessa braut — og tæknilega séð var ég ári á eftir ensku stelpunum — en þeir gáfu mér tækifæri af því að ég var svo áhugasöm. Útlendingar eru teknir til reynslu í eitt ár hjá Royal Ballet en ég var svo heppin að vera ein af þeim fáu sem fengu að vera áfram eftir fyrsta árið og var þarna í tvö ár - sem betur fer því annars hefði ég komið heim og farið út í leiklist. Ég heyrði svo að inntökupróf stæðu yfir til að komast að hjá ballettinum í Berlín. Ég fór því þangað og tók prófið. Við vor- um alls þrjátíu sem það gerðum. John Tar- as var þá yfirmaður flokksins og hann tók þrjá dansara inn í ballettflokkinn eftir prófið, mig, einn frá Þýskalandi og annan frá Ástralíu. Það er hluti af þýskri menn- ingu að fara í leikhús og sjá ballett þannig að ballett skipar þar veglegan sess — alveg öfugt við á íslandi. Ég var hjá Berlínarball- ettinum í níu ár og var orðin sólóisti þar - fékk að dansa næststærstu hlutverkin - og dansaði aðalhlutverkið í Petroushka en þegar ég var farin að verða óþolinmóð eft- ir að fá að dansa fleiri aðalhlutverk sagði yfirmaður minn: „Vertu nú ekki svona óþolinmóð! Þú ert enn svo ung, þú þarft að þroskast meira.“ Þetta er alveg öfúgt við það sem þeir vilja í Bandaríkjunum, þar vilja þeir dansarana sem allra yngsta. Ég ferðaðist með flokknum víða um heim og meðal annars dönsuðum við á sviðinu í Lincoln Center í New York og mig langaði að komast til Bandaríkjanna. Fyrst var ég þó tvö ár sem aðaldansari hjá ballettinum í Wiesbaden þar sem ég dans- aði alls konar hlutverk. Þar á meðal var eitt nútímaballettverk sem byggt er á klassík- inni og notuð mikil leiktúlkun með. Verk- ið byggist á ævi Mata Hari og á einni klukkustund og kortéri þurfti ég að hafa búningaskipti tólf sinnum og dansaði ým- ist á ballettskóm, berfætt eða á háhæluð- um skóm. Bandaríkin og vonbrigðin Ég taldi mig nú vera tilbúna að dansa í Bandaríkjunum. Ég hafði gifst Bandaríkja- manni í Berlín og við ákváðum að flytja til New York. Hann er tölvuffæðingur, ljós- myndari og flugmaður með meiru en það var svo skrítið að þegar við fluttum til Manhattan var eins og allt okkar samband breyttist. Hann vildi þá að ég hætti að dansa og gerðist venjuleg húsmóðir en vildi samt ekki að við eignuðumst barn - sem ég vildi þá. Við fórum einhvern veg- inn sitt í hvora áttina og skildum að lokum. Þrátt fyrir mína miklu reynslu í Evrópu reyndist ekki jafnauðvelt að komast inn í stóru flokkana og ég hafði ímyndað mér. í 15. TBL. 1989 VIKAN 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.