Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 29
DULFRÆÐI
Adolf Hitler heilsar hermönnum sínum með útréttri hendi.
Ýmsir siðir og flokkstákn þýskra nasista voru fengin að láni frá
þjóðemissinnuðum galdrareglum, sem starfað höfðu í Þýska-
landi frá því um aldamótin. Hakakrossinn var t.d. merki Ný-
templarareglu Lans von Libenfels, Ármannareglu Guido von
Lists og Thuleféiagsins.
Þessi ljósmynd, sem tekin er þann 12. október 1930 í Hótel Ka-
iserhof, sýnir hluta af þeim 107 þingmönnum sem Nasista-
flokkurinn hafði á að skipa á þeim tíma. Þessi luralegi fremst
á myndinni er Gregor Strasser, en við hlið Hitlers situr Wil-
helm Frick. Myndin sýnir vel hve framarlega nasistar voru í
allri áróðurstækni, því ekki er allt sem sýnist. Á borðinu gegnt
Hitler er rauðvínsflaska, þó vitað væri að Adolf snerti aldrei
áfenga drykki. Rauðvínið gaeti verið dulbúin tilvísun til rauð-
vínsdrykkju Jesú Krists. I hægri hendi Hitlers sést síðan glitta
í egg. Myndin sýnir því endurlausnarann með fjöregg þýsku
þjóðarinnar í hendi sér.
Thule-félaginu og rætt um
hvaða eiginleika leiðtogi nýs
og voldugs stjórnmálaflokks
þyrfti að hafa:
„Það þarf að vera maður,
sem ekki er hræddur við skrölt
í vélbyssum, því þær þurfum
við að nota til þess að skjóta
skrílnum skelk í bringu. Og þó
þýðir ekki að hann sé liðsfor-
ingi, því að fólkið er hætt að
bera virðingu fyrir þeim. Best
væri að fá kjaftforan verka-
mann. Hann þarf ekki að vera
greindur, pólitík er hvort sem
er það heimskulegasta sem til
er. Hver þvottakerling í Múnc-
hen veit eins mikið í pólitík og
allir stjórnmálamennirnir í
Weimar. Ég legg meira upp úr
hégómlegum apaketti, sem
getur sagt rauðliðunum til
syndanna. Maður sem leggur
ekki á flótta, þó stólfótum sé
veifað, er meira virði en tólf
sprenglærðir prófessorar, sem
skjálfa og míga í sig af
hræðslu."
Og að lokum klykkti hann út
með þessum orðum: „En pip-
arsveinn verður hann að vera,
þá fáum við atkvæði kvenfólks-
ins.“
Galdrakerfi
Thulefélagsins
Ljóst er að Eckhart fann í
Adolfi Hitler þann foringja
sem hann var að leita að. Frá
íyrstu kynnum fór ákaflega vel
á með þeim og Eckhart tók að
kynna fyrir honum galdrakerfi
Thulefélagsins. Samkvæmt
heimildum var þetta æfinga-
kerfl óvenjuleg samsuða af
nínaspeki, frímúraraffæðum,
aðferðum rósarkrossmanna og
hagnýtum leiðbeiningum úr
Layajóga. Markmiðið var að
styrkja viljann, efla einbeitingu
hugans og vekja með sér dul-
rænt skyn. Mikilvægasti þáttur-
inn var þó að koma iðkandan-
um í samband við hina „huldu
meistara", eins og þefr voru
nefndir. Ef marka má orð Eck-
harts tókst honum það ætlun-
arverk sitt því árið 1923, eða
skömmu áður en lést, skrifar
hann vini sínum: „Fylgið
Hitler! Hann mun dansa, en
það verð ég sem leik lagið. Vér
höfum gert honum fert að
hafa samband við Þá. Syrgið
mig ekki. Ég mun hafa haft
meiri áhrif á gang sögunnar en
nokkur annar Þjóðverji."
Hræðsluköst Hitlers
Hermann Rauschning og
ýmsir aðrir Þjóðverjar, sem
þekktu Adolf persónulega,
voru sannferðir um að Hitler
hefði verið haldinn illum önd-
um í bókstaflegum skilningi
þess orðs. Rauchning fúllyrti
að maður sem hafði náin kynni
af Hitler hafi sagt sér:
„Hitler vaknar stundum á
nóttunni með ópum og and-
felum. Hann kallar á hjálp.
Hann sest fram á rúmstokkinn
og situr þar, eins og hann geti
hvorki hreyft legg né lið. Hann
titrar af ótta, svo að rúmið leik-
ur á reiðiskjálfi. Hann hrópar
upp yfir sig algerlega óskiljan-
leg orð. Hann stendur á önd-
inni, eins og honum finnist
hann vera að kafiia. Eitt sinn
stóð Hitler á gólfinu í herbergi
sínu, riðandi á beinunum, og
skimaði tryllingslega í kring-
um sig. „Það var hann! Hann
var hérna!“ sagði hann með
öndina í hálsinum. Varirnar á
honum voru helbláar. Svitinn
bogaði niður andlitið á
honum. Hann romsaði upp úr
sér tölum, einkennilegum orð-
um og slitróttum setningum,
sem engin brú var í. Það var
hræðilegt á að heyra. Hann
notaði kynlega samsettar og al-
gerlega óþýskar orðmyndir.
Síðan stóð hann grafkyrr og
bærði aðeins varirnar. Hann
var nuddaður og honum gefið
að drekka. Allt í einu æpti
hann upp yfir sig: „Þarna,
þarna! í horninu! Hver er
þetta?" Hann stappaði í gólfið
og hljóðaði, eins og honum
var títt.“
Hinar kynlegu óþýsku orð-
myndir, sem Hitler hreytti út
úr sér, minna á verndarmöntr-
ur þær sem galdramenn nota
til þess að verjast aðsóknum.
Ef marka má þá einstaklinga
sem telja sig hafa orðið fyrir
slíkum aðsóknum fylgir þeim
einatt köfhunartilfinning, en
Hitler átti einmitt erfitt með
andardrátt þegar hann fékk
þessi köst. Hér að ffaman hef-
ur verið greint frá hugmynd-
um Dietrichs Eckhart og með-
lúna Thulefélagsins varðandi
hina „huldu meistara" eða
„Konung óttans". Þessar hug-
myndir hljóma eins og óðs-
mannshjal, en Hitler virðist
hafa trúað þeim engu að síður.
í samræðum við Rauschning
um þetta efhi segir Hitler:
„Hinn nýi maður er á meðal
vor! Hann er hérna! Ég skal
segja yður leyndarmál. Hinn
nýi maður hefur vitrast mér —
óttalaus og ógurlegur. Ég varð
hræddur við hann!“
Djöflamessur og
meskalín
Aleister Crowley hefur ver-
ið talinn með fróðustu mönn-
um á þessari öld um dulfræði
og galdra. Hann dvaldi um
tíma í Þýsklandi og fylgdist
náið með því hvernig nasista-
flokkurinn mótaði þýsku þjóð-
ina. Crowley sagði að það væri
engum vafa undirorpið að
Hitler og nánustu samstarfs-
menn hans hafi meðvitað og
markvisst fert sér í nyt ýmis
lögmál galdraiðkunar. Múg-
fundir nasista, með fánaborg-
um hakakrossanna, flöktandi
blysum SS-sveitanna og hríf-
andi ræðum Foringjans, hafi
verið djöflamessur heillrar
þjóðar. Crowley upplýsti einn-
ig að tveir af helstu forvígis-
mönnum Ordo Templi Orient-
is í Þýskalandi hafi fágað
mælskulist Hitlers og kynnt
fýrir honum notkun meskalíns.
Undir áhrifum þess hafi Hitler
síðan orðið sér út um ára eða
demón, en tengsl við vætt af
því tagi eru talin ómissandi í
fjölkynngi, einkum svarta-
galdri. □
15. TBL 1989 VIKAN 29