Vikan


Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 49

Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 49
HEIL5A 5ITTHVAÐ Að nota sólgleraugu. Sumir læknar ráðleggja sjúklingum sínum að vera með sólgleraugu, svo stór að þau hylji allt augn- svæðið, í sjö til tíu daga. En þegar bólgan er sem mest ættir þú að forðast að vera með gleraugu lengi í einu vegna þess að þrýstingurinn undir þeim getur valdið bólgu ofanvert á kinnbeininu. Farði. Ef þú vilt jafha þig það vel að þú getir verið sólgleraugnalaus og notað aðeins farða í vinnunni geturðu reiknað með að þurfa að bíða í tíu til tuttugu daga eftir aðgerðina til þess að það sé mögu- legt. Eftir þann tíma verður erfitt að sjá að þú hafír gengist undir þessa aðgerð, sé farði notaður. Að koma út á meðal fólks. Flestir sem gengist hafa undir þessa aðgerð líta mjög vel út eftir tíu daga. Sumum fínnst þó að þeir þurfí meiri tíma til að jafha sig vegna þess að það tekur lengri tíma fyrir skurð- inn að gróa. Þetta er hvorki lækninum eða sjúkfingnum að kenna heldur er einstakl- ingsbundið hvað þetta tekur langan tíma og er alveg óútreiknanlegt. ísbakstrar. Eftir að þú yfirgefur spítal- ann er gott að setja ísbakstur á augun í nokkrar mínútur í senn, nokkrum sinnum yfir daginn, til að minnka bólguna og þau óþægindi sem þú kannt að hafa. 24 tímum eftir aðgerðina eru þessir bakstrar orðnir gagnlausir. Fyrstu tíu dagarnir eftir aðgerðina Á öðrum eða þriðja degi geta flestir horft á sjónvarp eða jafnvel lesið eitthvað svolítið. í tíu daga eftir aðgerðina er gott að fólk sofi á bakinu og höfúðið hvíli á einum eða tveimur koddum til upphækkunar. Þetta er ráðlagt vegna þess að með því að hafa höfuðið hærra lækkar blóðþrýstingurinn á augnsvæðinu og minnkar hættu á bólgum. Þó er leyfilegt að snúa sér í rúminu. í þrjár vikur er fólki ráðlagt að forðast mikla líkamlega áreynslu eins og til dæmis erfiða leikfimi, skokk, sund, dans og lík- amsrækt. Kynlíf, sem er jafhvel meiri áreynsla en fólk heldur, er ekki ráðfegt fyrstu vikuna eftir aðgerð. Saumar teknir. Saumarnir eru teknir eftir þrjá til fimm daga. Sumir skurðlæknar vilja setja heftiplástur yfir sárið til ffekari stuðnings en hann er tekinn nokkrum dögum síðar. Þunglyndi eftir aðgerðina. Sumir finna fyrir svolitlu þunglyndi meðan þeir eru að jafna sig. Sem betur fer er það að- eins tímabundið og mun hverfa jafnskjótt og það kom. Hafið ekki áhyggjur af þessu því það er mjög skiljanlegt þar sem þið far- ið inn á skurðstofuna heilbrigt fólk, sem vill líta betur út, en komið út og lítið í spegil og sjáið ekkert nema ör, mar og bólgu í stað mikillar breytingar til batnað- ar. Herðið upp hugann því þið munuð brátt sjá undraverðan árangur af augn- pokafjarlægingunni. Örin. Fyrstu þrjár til fimm vikurnar eru örin rauð og svolítið hörð. Þetta er eðli- legur hlutur. Þessi einkenni munu þó hverfa mjög fljótlega. Það tekur örin nokkra mánuði að dofha og stundum eru þau rauð í sex mánuði til eins árs. Venjulega eru ör á augnlokum mjög viðráðanleg og verða að fínum hvít- um línum. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að ör eru óhjákvæmileg og var- anleg, hversu nákvæmlega sem skurðurinn er saumaður saman. í daglegu lífi valda þau engum óþægindum. Þó er staðreynd að húð yfir augnlokum grær með minnstri örmyndun af öllum húðsvæðum líkamans og skurðlæknirinn mun hafa skurðinn þar sem felling er fyrir og hún felur örið mjög vel. Mögulegar hliðarverkanir. Margir geta ekki lokað augunum alveg meðan þeir sofa, í nokkrar vikur eftir aðgerðina. Það er mjög eðlilegt og ekkert að óttast. Hjá örfáum eða um 2—5% varir þetta í nokkra mánuði. f undantekningartilfellum verður þetta varanlegt ástand. Hliðarverkanir, sem ógna sjóninni, eru afar sjaldgæfar. Ef sjónin hefúr eitthvað truflast gerist það innan 24 tíma eftir að- gerðina. Þó að þessi aðgerð breyti ekki lögun augans þá breytir hún tímabundið því hvernig augnlokið leggst yfir það. Fyrst á eftir vilja örin þykkna og toga augnlokið til baka eins og gúmmíband. Þegar lengra líð- ur mun örið mýkjast og þessir teygjueigin- leikar minnka. Fyrir kemur að örin teygja á augnlokun- um þannig að augun verða starandi og óeðlilega opin. Um leið og örin mýkjast og minnka fá augun sitt eðlilega útlit. Þessi aukaverkun er ekki algeng. Hún hverfúr vanalega á þremur til fjórum mánuðum. Dálítið lituð gleraugu eru mjög góð til að fela þetta. Alvarlegra er þegar örið togar neðra augnlokið niður þannig að sést í hvítuna. Það getur gerst vegna mikillar bólgu og bjúgs sem yfirleitt hverfur innan nokkurra daga þó hann geti varað í nokkrar vikur. Ef á hinn bóginn skurðlæknirinn hefur fjar- lægt of mikið af húð og/eða vöðva getur lafandi augnlok orðið varanlegt ástand. Þetta er stundum hægt að lækna en er mjög erfitt og í flestum tilfellum er ekki um fullkomna lækningu að ræða. Húð- flutningur og aðrar endurskapandi aðgerð- ir gætu verið nauðsynlegar. Besta leiðin til að koma í veg fyrir að svona nokkuð komi fyrir er að velja skurð- lækni sem hefúr mikla reynslu í að gera þessar aðgerðir. Þær krefjast viðeigandi æfingar, mikillar þekkingar og reynslu. Framtíð fólks sem hefur gengist undir slíka aðgerð Jafnt ungir sem gamlir, er gengist hafa undir þessa aðgerð, segja að þeim finnist þeir vera frískari en áður vegna þess að þeir líti út fyrir að vera það og lýsa tilfinn- ingum sínum þannig að þeim finnist þeir hafa yngst við aðgerðina, fengið meiri þrótt og endurnýjast. Gæsahúð Hárreisivöðvinn, sem er með minnstu vöðvum líkamans dregst saman í kuldum eða við hræðslu og reisir upp hárið þannig að það stend- ur lóðrétt út í loftið. Jafnframt dregur hann húðina umhverfls hárið niður og myndar þannig upphækkun um- hverfis hárið. Þetta fyrlrbæri köllum við gæsahúð. Styttist fólk með aldrinum? Já. Það er að nokkru leyti vegna þess að beinin verða kalksnauðari, stökkari og telst það til eðlilegrar elli- breytingar. Talið er að sérhver maður missi um 15% af þyngd beinanna á elliárunum. Úrkölkim hefst á breyt- ingaskeiðinu hjá konum, en nokkru síðar hjá körlum. Þetta getur valdið því að eitt eða fleiri af beinunum er mynda hryggsúluna — hryggjarliðim- ir — pressist saman. Getur þetta valdið því að hryggsúlan styttist og geta ýms- ir kvillar verið því samfara. Brjóskið milli hverra tveggja liðbola er þétt og fjaðrandi hjá ungu fólki. Með aldrinum þynnast þessar plötur og harðna, með þeim afleiðingum að hryggurinn styttist nokkuð. Oft eru afleiðingamar óhjákvæmi- legar vegna þess að á æskuárum geng- ur fólk með höfuðið niðri í bringu og axlimar hangandi niður. Getur það því ekki vænst þess að verða beint í baki þegar það er komið um áttrætt. Þess má geta að fólk styttist eðlilega yfir daginn, frá því það fer á fætur og þangað til það fer í rúmið. Þetta er vegna þess að vökvi þrýstist úr brjósk- inu vegna þyngdarinnar sem hvílir á því í uppréttri stöðu, en dregur hann aftur í sig þegar lagst er út af. Hvernig er hægt að lækka blóðþrýsting? Fyrst og fremst með því að forðast það sem veldur honum. Léttast, sé maður of þungur, þvt við hvert auka- kíló eykst blóðþrýstingurinn. Hætta að reykja og hreyfa sig reglulega, til þess að þjálfa hjarta og æðar. Ef blóðþrýstingurinn er þegar orð- inn of hár má lækka hann með lyfjum, sem vinna á tvennan mismun- andi hátt. Þau má nota einsömul eða saman. Önnur lyfjategundin dregur úr blóð- magninu sem hjartað þarf að dæla út um líkamann, með því að auka vökv- ann í þvaginu. Hin tegundin nefnist „betahemlari", og hamlar gegn því að taugaboð berist til vöðvanna í æða- veggjunum. Þannig kemur lyfið í veg fyrir að æðarnar dragist saman og hækki blóðþrýstinginn. 15. TBL 1989 VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.