Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 62
VIKAN, Pósturinn, Háaleitisbraut I.Pósthólf 5344,105 Reykjavík
POSTURimi
„Orsaka sifjaspell þunglyndi og
ótta við snertingu og karimenn?"
í öðru lagi á ég mjög erfltt með að tjá mig og þá meina ég að
einhvem veginn virðast þessir læknar ekki skilja mig eða
hverju ég er að sækjast eftir.
Elsku póstur!
Eins og flestir á ég við
vandamál að stríða og stærsti
gallinn við þetta vandamál er
að ég veit ekki alveg af hverju
það stafar. Vandamálið lýsir
sér þannig að ég á það til að fá
þunglyndisköst og er þá ekki
viðræðuhæf vegna þess að ég
er virkilega langt niðri og tala
sem minnst. Þá líður mér best
einni en langar samt til að tala
við einhvern um eitthvað á-
kveðið — en ég veit samt ekki
hvað það er.
Stundum fe ég svoleiðis
köst að ég þoli ekki snertingu.
Ef einhver kemur við mig eða
situr nálægt mér verð ég ann-
aðhvort reið eða fe eins konar
innilokunarkennd. Aftur á
móti er hægt að tala við mig og
ég get verið skemmtileg og allt
það — bara að ég sé ekki snert.
Svo er það annað og það er
að stundum finnst mér eitt-
hvað þungt liggja á hjartanu á
mér. Ég veit ekki hvað það er
og mig langar kannski að ræða
það við einhvern en þar sem
ég veit ekki sjálf hvað liggur á
hjartanu þá þýðir það ekkert.
Hverjar gætu rætur vandans
verið? Ég vona að ég fái ein-
hver svör og helst leiðbeining-
ar um hvernig ég get komist
hjá þessum köstum.
Síðan er annað sem mig
langar til að segja frá. Fyrir
mörgum árum kynntist ég
sifjaspellum af eigin raun. Ég
var níu ára þegar þetta hófet
og ellefii ára þegar það hætti.
(Mig minnir jafnvel að ég hafi
verið yngri þegar það hófet og
á tólfta ári þegar það hætti. Ég
man þetta ekki alveg eða
kannski vil ég ekki muna!!!) En
það vita allir í fjölskyldunni
um þetta og nú er skilnaður
kominn í gegn og ég, mamma
og systkini mín höfum hafið
„nýtt líf' á öðrum stað.
Það sem ég er að hugsa er
hvort þetta (sifjaspell) hafi
haft þessar afleiðingar sem ég
sagði ffá í upphafi bréfeins? Ef
svarið er jákvætt, þá spyr ég af
hverju? (Ég sætti mig við:
„Þegar stórt er spurt verður
fátt um svör.“) En ég sætti mig
alls ekki við að mér verði bent
á sálfiræðing eða annað þess
háttar því ég hef í fýrsta lagi
farið til margra og fengið ná-
kvæmlega ekkert út úr því, að
minnsta kosti ekki það sem ég
vil — sem er að fá aðstoð við
þunglyndisköstunum!
Læknarnir virðast
ekki skilja mig
í öðru lagi á ég mjög erfitt
með að tjá mig og þá meina ég
að einhvern veginn virðast
þessir læknar ekki skilja mig
eða hverju ég er að sækjast
eftir. Ég ber ekki nóg traust til
þessara lækna enda gat fýrsti
sálfræðingurinn, sem ég talaði
við, ekki talað almennilega um
það sem skeði, fór alltaf undan
í flæmingi. í þokkabót var
þetta karlmaður og í eitt skipt-
ið talaði hann við mig úti í bíl
og keyrði út fyrir bæinn.
(Þetta var á heimavistarskóla
úti á landi.) Það var svo sem
allt í lagi þar til hann stoppaði
bílinn, en þá skelfdist ég mjög.
Næst fór öll fjölskyldan (fað-
ir minn líka) til Reykjavíkur á
fúnd geðlæknis í svokallaða
fjölskyldumeðferð og það
gekk sæmilega. Á þeim fúndi
fannst mér gott að tala við geð-
lækninn og fyrir um átta mán-
uðum fór ég ein á fúnd hans og
vildi reyna að byggja upp
sjálfstraust með hans aðstoð.
En á þeim fundi spurði hann
bara um pabba og hvað hann
væri að gera. Ég var svo svekkt
yfir þessu — ég var að biðja um
aðstoð fyrir mig — að ég hef
ekki talað við hann síðan.
Síðan fór ég með vinkonu
minni í Rauða kross húsið,
nokkrum dögum eftir hinn
fúndinn, og þar sagði ég manni
ævisögu mína í stuttu máli. Ég
er ekki viss um hvort hann er
geðlæknir, sálfræðingur eða
félagsffæðingur. En það sem
þessi maður sagði var að mið-
að við HVERNIG ég sagði frá
þessu væri ég komin yfir það
versta! En vissi hann HVERN-
IG mér leið á meðan ég var að
segja þetta? O, nei, því það
sagði ég honum ekki: Mér
fannst ég tala eins og ég væri
langt í burtu. Sama kom fyrir
mig í fjölskyldumeðferðinni
en þá fannst mér ég tala sem
ég væri fýrir ofan höfuðið á
mér en þarna var ég eins og ég
væri djúpt inni í mér. Betur
get ég ekki lýst þessu.
Leiðist að vera
alltaf að tala
um þetta
Jæja, en svo lagðist ég inn á
spítala því ég þurfti að fara í
fótaaðgerð. Mamma talaði við
lækni, sem við þekkjum, um að
ég fengi félagsráðgjafa i heim-
sókn á meðan á dvölinni stæði,
sem ég var alveg samþykk. Það
leið nokkur timi þar til hún
sýndi sig loksins en hún var og
er mjög elskuleg og það er
gott að tala við hana. Hún skil-
ur mig alveg og veit að ég vil
ekki tala eftir pöntun, ég vil
heldur fá að „droppa“ inn.
Samt sem áður leiðist mér að
TALA um þetta því ég vil helst
gleyma þessu en það er því
miður ekki hægt.
Mér finnst fólk oft kenna
þessari reynslu um ýmislegt
sem ég geri miður. Því miður
er ég það þrjósk að ég fer að
neita því og finnst þessi
reynsla engin ástæða, þó svo
að hún sé það í rauninni. Á
hvaða annan hátt get ég út-
skýrt ótta minn við karlmenn
sem eru að nálgast þrítugt? Ég
óttast kannski ekki ALLA held-
ur bara þá sem gera eitthvað
sem ég misskil, sem ég geri
æði oft og finnst það vera
minn stærsti galli hvað ég á
auðvelt með að gera það. Mér
hefúr verið sagt að það sé gott
að tala um þetta en mér finnst
60 VIKAN 15. TBL 1989