Vikan


Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 40

Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 40
C5ARÐYRKJA Að þekkja óvininn TEXTI: STEINN KÁRASON Birkifiðrildalirfur eða skógarmaðkur veldur oft miklum skaða á trjágróðri á vorin og sumrin. Að hausti verpa lirfurnar eggj- um sínum í glufur og sár á berki trjáa og runna. Þegar eggin klekjast út skríða lirfúrn- ar svo inn í brumhnappana og þegar þær eru fúllvaxnar er oft lítið eftir annað en æðastrengir blaðanna. Þá spinnur maðkur- inn þráð og lætur sig síga til jarðar, grefur sig niður í jarð- veginn og púpar sig. Úr púp- unum skríður svo meinvættur- inn á haustin, eftir að frosið hefúr og þiðnað á víxl. Karl- dýrið - haustfiðrildið (oper- optera brumata) — er stórt ljósleitt fiðrildi en kvendýrið — haustfetinn — er dökkgrænt með ljósum rákum. Eftir mökun, á tímabilinu 15. sept. til 15. nóvember, skríður kvendýrið upp í tréð og verpir. Eggin eru í fyrstu græn, síðan rauð og loks grá við klak að vori. Þar sem kvendýrið er ófleygt og þarf að skríða upp trjáboli til að geta verpt er hægt að girða fyrir uppgöngu- leiðir þess og koma í veg fyrir varp. Það er auðvelt á algeng- um einstofha og tvístofna trjám eins og reyni, birki, heggi og hlyn, ennffemur blæösp, elri og álmi. Aðferðin er sú að vefja þar til gerðum límborðum með klístri á út- hverfúnni um stofn trjánna í um það bil 50 sentímetra hæð. Einnig er til sérstök kvoða í garðyrkjuverslunum sem gerir sama gagn. Þessi hindrun verð- ur kvendýrunum sá farartálmi að þau komast ekki til að ljúka ætlunarverki sínu og þar með er hringrásin rofin. Örðugra er að loka leiðum upp í margstofina limgerði og runna sem greina sig niður við jörð eins og t.d. rifs. Nokkrar aðrar tegundir eru einnig með þeim ósköpum að hýsa aðrar tegundir skordýra, s.s. skógar- vefara, víðifeta og blaðlús. Þetta eru m.a. birki og víðiteg- undir og þær þarf því að vetrarúða eða beita hefðbund- inni sumarúðun. VETUR UPP ( TRÉN BRUM OG LAUF 5NYRTIHQ Næturkremið sem fylgir líkamsstarfseminni Nóttin, á meðan við hvílumst, er sá tími sem húðin notar til að endurnýjast. En með tímanum — og aldrinum — hægist á starfseminni og þá fer húðin að láta á sjá. Til að tefja fýrir því að húðin virki gömul og hætti að starfa af jafnmiklum krafti hefúr snyrtivörufyrir- tækið Lancöme látið gera næturkrem sem lagar sig að starfsemi húðarinnar, eins og hún er hverju sinni. Kremið sér um að næra húðina alla nóttina — þann tíma sem hún hefur mesta þörf fýrir næringu. Kremið er alger nýjung í sögu húðsnyrt- ingar og tækninnar. Það tók vísindamenn- ina á rannsóknarstofúm Lancöme 25 ár að ná því sem þeir kalla Systséme-Niosöme, sem er nýtt kerfi sem notað er við snyrti- vöruframleiðsluna. f snyrtivörunum eru þá lípíður sem — vegna uppbyggingar sinn- ar og skyldleika við náttúrulega húðfitu - smjúga auðveldlega inn í efsta lag húðar- innar. Þaðan dreifast virk efini í kremunum eftir þörfúm húðarinnar hverju sinni. Þessi efini örva nýmyndun húðfruma, styrkja veggi húðfrumanna og verja þær fýrir á- hrifum ellinnar og endurnýja samloðunar- eiginleika húðffumanna. Að morgni á húð- in þá að virka eins og hún hafi verið endurnýjuð; er úthvíld, sléttari og stinnari. 38 VIKAN 15. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.