Vikan


Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 28

Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 28
Ræðusmlld Adolfs Hider á sér enga samsvörun í sögu stjórnmálanna. Með blæ- brigðaríkum hljómi og hrynj- andi raddarinnar og listrænu samspili handa og líkams- iireyfingar tókst honum að spila á viðkvæma strengi til- flnninganna og túlka dýpstu og leyndustu þrár fjöldans. Hermann Rauschning sagði um áhrifamátt Adolfs Hitler: „Það er trumba seiðmannsins sem glymur í kringum Hitler. Andadýrkun, töfrar og tyll- ingsdansar Asíu- og Afríku- þjóða eru þelr þættir sem eru uppistaðan í dulmætti hans. Hin frumstæða villimennska hefur vaðið inn t heim vest- rænnar menningar." Merki Thulefélagsins árið 1919. Vitað er að Adolf Hitler kynnti sér ítarlega rúnir og goðafræði germanskra þjóða. Rúnakerfið hér að ofan var mikilvægur þáttur í starfsemi Eddu-félagsins, en það var ein af mörgum galdrareglum Þjóðverja. Bæjaralands. Þessi landamæra- bær hafði orð á sér fyrir að vera vagga frægustu miðla Þýskalands. Þýska sálarrann- sóknarfélagið sótti miðla sína til feðingarbæjar Hitlers og er talið að einn þeirra hafi meira að segja verið frændi Hitlers. Margt hefúr verið rætt og ritað um ræðumennsku Hitlers og þykir það stundum með fá- dæmum hvílíku áhrifavaldi hann gat náð yfir áheyrendum sínum. Margir teija að sefjun- ar- eða dáleiðslumáttur hans hafi átt rætur að rekja til mið- ilsgáfu, sem Hitler átti að búa yfir í ríkum mæli. Miðilshæfi- leikinn gerði honum kleift að túlka leyndustu tilfinningar og kenndir áheyrenda sinna og segja það helst sem þeir vildu heyra. Þegar æsingaræður Hitl- ers voru í hámarki hafði hann stundum náð slíku tangarhaldi á mannsöfhuðinum að hann fylgdi hreyfingum Hitlers eftir í hvívetna. í hvert sinn sem Hitler sveigðist í tiltekna átt sveigðust fúndarmenn með honum og þegar hann hallaði sér fram hölluðu fundarmenn sér einnig fram. Við lok ræðunnar sátu þeir síðan ýmist hljóðir í óttablandinni lotn- ingu eða stóðu öskrandi í æðis- gengnum fagnaðarlátum. Fyrir kom að fúndargestir gátu ekki afborið ástríðuhitann og féllu hreinlega í ómegin. Hermann Rauschning, höf- undur bókarinnar Hitler talar, var í aðstöðu til að fylgjast náið með Foringjanum. Hann var sannfærður um að Hitier væri haldinn öflum utan hans sjálfs, djöfúllegum öflum, sem gæddu hann yfirnáttúrulegum krafti. Rauschning sagði meðal annars: „Maður kemst ekki hjá því að hugsa um Hitler sem miðil. Hæfileikar miðilsins koma persónuleika hans sjálfs ekkert við. Þeir berast honum utan að. Þeir ná valdi á miðlin- um. Á sama hátt virðist ótví- rætt að dularfúll öfl nái tökum á Hitler, einhverjir óhugnan- legir kynngikraftar, sem gera menn að verkferi í hendi hans.“ Kenningar þess efnis að Adolf Hitler hafi starfað nánum tengslum við einhverja ósýni- lega meistara hafa skotið upp kollinum öðru hvoru. Sagn- fræðingar hafa átt erfitt með kyngja þeirri staðreynd að sá maður sem hefur haft hve mest áhrif á gang mannkyns- sögurnar á þessar öld skuli hafi dufiað í göldrum og öðrum hjáffæðum liðinna alda. Þeir sem rannsaka ævi Hitlers hleypidómalaust komast hins vegar ekki hjá því að viður- kenna að töffar og dulræn reynsla gegndu mikilvægu hlutverki í hugarheimi Hitlers. Samstarf nasista og tíbetskra lama Á fyrstu árum Nasistaflokks- ins voru sendir út leiðangar til Tíbet til þess að nema hin leyndu ffæði lamatrúarmanna. Slíkar ferðir voru farnar með jöfnu millibili allt ffam til árs- ins 1943. Heimsóknirnar voru gagnkvæmar því brátt hófú hindúar og tíbetskir lamar að flytja til Múnchen og Berlínar. Meðal þeirra var lami, sem nefndur var „maðurinn með grænu glófana". Hann var forspár og sagan segir að hann hafi skyggnst inn í framtíðina fyrir háttsetta leiðtoga nasista- flokksins. Hitler átti einnig að hafa leitað til hans með góðum árangri. Þegar sovéskir her- menn réðust inn í Berlín í lok seinni heimsstyrjaldar fúndu þeir í valnum um þúsund lík Asíumanna í þýskum her- mannabúningum. Engin opin- ber skýring hefur fengist á þessu kostulega fyrirbrigði. Það sem bjó að baki hinnar sérstæðu samvinnu nasista og tíbetskra munka var sú trú að í Tíbet hefði aðsetur „Konungur óttans“. Þar áttu jafnffamt að vera andlegar aflstöðvar sem gera átti Þjóðverjum fært að ná heimsyfirráðum og verða upp- eldisstöð komandi kynflokks ofúrmenna. Tíbetmunkarnir voru sannferðir um að þeim væri ætlað í samvinnu við nas- ista að ryðja ofúrmönnunum braut og koma á fót andlegu ríki, sem vara skyldi í þúsund ár. Þessar kynlegu hugmyndir voru hluti af launheigum Thulefélagsins, en meðlimir þess voru meðal fyrstu og á- köfústu stuðningsmanna Hitl- ers. Lærifaðir Adolfs Hitler Dietrich Eckart var með at- kvæðamestu leiðtogum Thule- félagsins. Hann hefur af mörg- um verið nefndur andlegur lærifaðir Hitlers. Hitler mat Eckart mikils og sem dæmi um það má nefina að hann tileink- aði honum lokakaflann í Mein Kampf. En þar segir Hitler: „Meðal þessarar hetja vil ég einnig telja einn þann besta, sem helgaði líf sitt vakningu þjóðarinnar í Ijóðum, hugsun- um og loks í verki: DIETRICH ECKART.“ Þegar Hitler var kominn til valda sagði hann einnig um Eckart: „Hann lýsti okkur eins og pólstjarnan. Mér finnst það sárara en tárum taki að Dietrich Eckhart skyldi ekki upplifa sigurstundir flokksins." Eckart var þó á margan hátt algjör andstaða Hitlers. Hann var rúmlega tuttugu árum eldri og gefinn fyrir bílífi og ólifhað af verstu gerð. Hann var mjög drykkfelldur og þurfti um tíma að dvelja á geð- veikrahæli sökum morfín- neyslu. Eckhart naut þó virð- ingar vegna ritstarfa sinna og þýðingar á Pétri Gaut eftir Ibsen. Sagt er að sumarkvöld eitt árið 1919 hafi hann setið á knæpu með vinum sínum úr 28 VIKAN 15. TBL1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.