Vikan


Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 24

Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 24
ÞJÓÐHÁTÍÐ 1988: Hér sést hvemig Eyjamenn skipu- leggja göturnar í Herjólfsdal. Seppi á eftirlitsgöngu. 1985: Búferlaflutningur í Dalinn. Allir leggja hönd á plóginn. 1974: Það er mikilvægt að vanda upp- röðunina í tjaldið til að sem flestir kom- ist þar fyrir. 1988: Sumir kjósa viðameiri búslóð en aðrir. Flygillinn borinn inn í stærsta þjóðhátiðartjald sem enn hefúr verið saumað. Tjaldið samsvarar tveimur venjulegum að stærð. ráð að halda sína eigin hátíð og fóru um 400 manns í Herjólfcdal að lokinni messu. Þar fóru fram ræðuhöld, söngur og dans. Hápunkturinn var þó sameiginlegt borð- hald við borð sem hlaðið var úr torfl og grjóti. Lítið segir frá þjóðhátíð fyrr en 1901 og hefur hún verið árviss viðburður síðan ef ífá er talið gosárið 1973 en jafnvel þá hitt- ust björgunarmenn stutta stund í Dalnum. Hátíðin fór fram á Breiðabakka árin 1974— 76 því Herjólfsdalur var enn í sárum eftir eldgosið. Á árunum 1901-21 sáu helstu frammá- menn í Eyjum um allar ffamkvæmdir varð- andi hátíðarhöldin. Svæðið var skreytt með lyngi og blómum og hjálpuðust allir að við tínsluna. Gleðin varði í sólarhring. Hún hófct með kappróðri í Friðarhöfh, síð- an var gengið í Dalinn en þar var ýmislegt til skemmtunar. Tjöldin voru örfá, allt svo- neffid hrauktjöld eða skýli úr bátaseglum. Aðeins það allra nauðsynlegasta var tekið með, eins og kaffihitunartæki, meðlæti og teppi. Þetta var sett í kofifort og flutt á reið- ingshestum eða borið á bakinu í Dalinn. Um 1910 hafði tjöldum fjölgað verulega og fljótlega komu hústjöldin til sögunnar. Þjóðhátíðin varð óðum stærri í sniðum og 1922 tóku íþróttafélögin að sjá um hana enda góð fjáröflunarleið fýrir þau. Það hefúr margt breyst með tíð og tíma. Vegna sívaxandi fjölda hústjalda var farið að skipuleggja götur 1930. Þær bera hin ýmsu nöfh, til dæmis Þórsgata, Týsgata, Veltusund og Grænahlíð. Fluttu menn nú með sér stærri hluti úr búslóðinni í tjöldin; borð, stóla og jafnvel gamla ís- skápa við gífurlegan fögnuð og kátínu margra. Akstur svokallaðra bekkjabíla hófct tíu árum síðar. Þetta voru vörubílar með bekkjum á pallinum. í fýrstu var ekkert skýli en brátt fóru bílstjórar að setja yfir- byggingu á pallinn sem heldur bæði vatni og vindum. Bekkjabílarnir sjá um fólks- flutninga í og úr Dalnum. Oft er mikil stemmning þar, söngur og gítarsláttur sem er stór þáttur mannlífsins í Herjólfsdal. Á síðustu árum hafa umræður um þjóð- hátíðina off snúist um hina „gömlu góðu" þjóðhátíð og stemmninguna í Herjólfsdal hér áður fyrr. Mörgum finnst hún eiga undir högg að sækja og verulegt átak þurfi til að gamlar hefðir falli ekki í gleymskunn- ar dá. Bjarný Erlendsdóttir og Gísli Grímsson eru bæði fædd og uppalin í Eyjum og muna tímana tvenna varðandi þjóðhátíð- arhald. Þau segja margt hafa breyst og það síður en svo til batnaðar en þau tala eflaust fyrir munn enn fleiri í Eyjum. Bjarný eða Baddý eins og hún er kölluð hlakkaði alltaf til þjóðhátíðarinnar sem barn og langt fram eftir aldri. Enn í dag finnur hún sérstaka tilfinningu er nær dregur þjóðhátíð. Er börn þeirra Gísla voru yngri hófct undirbúningurinn með því að sauma ný föt á þau. Þá voru allir í sínu fínasta pússi en því miður verður það æ sjaldgæfari sjón. Þau hjónin tjalda alltaf og næst þarf að huga að tjaldinu og mála súlurnar sem faðir Baddýjar smíðaði úr timbri fyrir mörgum árum og standa enn fyrir sínu. Reyndar eru flestir komnir með járnsúlur. Það má enginn svelta yfir hátíðina svo viku fýrr bakar Baddý flatkökur og sýður sviða- sultu, hangikjöt og lunda sem er hefð- bundinn þjóðhátíöarmatur. Oft er mjög gestkvæmt hjá þeim þessa helgi og segjast þau kunna vel við það því mikill glaumur og gleði fylgi fólkinu. Hápunktur þjóðhátíðarinnar er brennan á Fjósakletti og flugeldasýningin. f fyrstu sáu félagar úr Þór og Tý um hana en Hjálp- arsveit skáta hefúr séð um hana eftir að hörmulegt slys varð um 1968. „Svo er ó- missandi að fá sér kaffi í tjaldinu á daginn í góðu veðri, enda er veðrið fyrir öllu,“ segja þau. Hér áður fyrr var það enn mikil- vægara því þá áttu menn ekki eins góðan hlífðarfatnað og nú. Þá var spáð í him- ininn — hvort „gat“ væri í honum og engin hátíð fór fram nema spáin reyndist góð. Þau hjónin eru sammála um að þjóðhá- tíðin sé óðum að missa sína sérstöku stemmningu og segja ástæðuna vera þá miklu samkeppni sem ríkir á milli útihá- tíða landsins um verslunarmannahelgina. „Þetta er aðalfjáröflunarleið íþróttafélag- anna hér og því er gróðahugurinn oft svo mikill að allt annað vill gleymast. Of mikið er höfðað til unga fólksins og fólks á fasta- landinu sem er auðvitað meira en velkom- ið, en tilgangur og ástæða hátíðarhaldanna má ekki gleymast. Það ætti að leggja meira upp úr íþróttum eins og áður fyrr. í þá daga fór allur dagurinn í íþróttir. Þess í stað eru nú fengnir rándýrir skemmtikraft- ar sem oft hafa reynst miður vel. Auk þess færist almenn víndrykkja sífellt í vöxt og setur hvimleiðan svip á hátíðina. Hér áður fyrr sá maður aldrei ungar stelpur með „pela“, það þótti ekki flott,“ segir Gísli. Baddý og Gísli eiga margar góðar minningar frá sínum yngri árum í Dalnum. Almennt ball var alltaf í Höllinni á fimmtu- dagskvöldinu og þar mættu ALLIR sem vettlingi gátu valdið. Baddý lét sig meira að segja ekki vanta er hún var með 39 24 VIKAN 15. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.