Vikan


Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 32

Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 32
nÁnsKEiÐ Bátsferð út á s jó minninganna - getur hjálpað þér í daglega amstrinu Iseptember á síðasta ári settist ég á skólabekk einu sinni enn. Eins og títt er þá gerði ég mér ákveðnar hug- myndir um það hvað ég vildi læra og á hvaða sviði í þjóðfélaginu ég myndi nota ffóðleikinn. En það tilheyrir þroskaferlin- um að áherslur breytast og nýjar hug- myndir skjóta upp kollinum. Ég hef verið nemandi í Emerson Col- lege í Sussex-héraði í Englandi síðastliðið námsár. Ég valdi deild í þeim skóla sem heitir Centre for Social Development. Sú deild býður upp á haustönn sem ber heit- ið „Einstaklingurinn og samfélagið", vetrarönn sem heitir „Að mæta manneskj- unni — heilbrigði í félagslegum samskipt- um“ og vorönn sem kallast „Sýn í verki“. Á vetrarönninni er einnig 12 vikna nám- skeið fyrir ráðgjafa sem vilja vinna með mannspekilegar aðferðir. Fólkið sem kemur í þessa deild er ífá 25 til 70 ára og hefúr áhuga á því að læra meira um manneskjur, samskipti og þróun í tengslum við kenningar Rudolf Steiner. Sumir einbeita sér að fyrirtækjaþróun, við- talstækni og ráðgjöf, aðrir hafa meiri áhuga á nýjum hliðum á fúllorðinsfræðslu. Marg- ir ætla sér að eiga frumkvæði að nýjum tegundum fýrirtækja með félagslegar að- ferðir í samskiptum innbyrðis og við sam- félagið. Svo eru þeir einstaklingar sem vilja einfaldlega auka skilning sinn á mann- eskjunni svo þeir megi vinna betur með öðru fólki. Ég var í hópi þeirra síðast- nefndu en hafði jafnffamt áhuga á þeirri hlið sem snýr að starfsmannahaldi og ráðgjöf. Smám saman varð mér ljóst að námsferl- ið í þessari deild var byggt upp á óvenju- legan hátt og endurspeglaði í verki þær kenningar og ffæðslu sem okkur var miðl- að af. í fúllorðinsffæðslu, sem þarna fór fram voru þátttakendur aðstoðaðir við að skilja sjálfa sig og samfélagið og örvaðir til þátttöku í atvinnulífmu á ferskan hátt. Sem TEXTI: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR fyrrverandi kennara þótti mér aðferðin lif- andi, gefandi og tímabær. Ég fór að vinna með öðrum nemendum að námskeiða- haldi fyrir fullorðna, sem miðaði að aukn- um skilningi á þroskaferli mannsins, á- kvarðanatöku, tímamótum og innri kreppu, flokkum lundernis, persónulegum samböndum og fleira. Á næsta ári held ég áfram náminu og jafhframt reikna ég með að vinna ein og með öðrum framhalds- nemum við deildina að ffekara námskeiða- haldi víða um Evrópu og Norðurlöndin, þar á meðal á íslandi. Á öllum námskeiðunum er unnið með æviferil einstaklingsins. í fýrsta lagi kynn- ast þátttakendur þeim þroskastigum sem eru öllum eiginleg og við hverju megi búast. í öðru lagi vinnur hver þátttakandi með eigin feril. Námskeiðin eru í formi fyrirlestra, hópvinnu, einstaklingsvinnu og listar. Úr fortíð í framtíð — æviferilsnámskeið Æviferillinn skiptist í innri og ytri feril, það er ytri atburði og starfsferil (þar á meðal húsmóður- og uppeldisstarf) og persónulegan þroskaferil. Mjög róttækt dæmi um mismuninn, sem getur verið á þessum tveimur brautum, er Mózart, sem skildi eftir sig ódauðleg tónverk, sem milljónir manna njóta, en náði ekki að þroskast sem manneskja og réð engan veg- inn við persónulegt líf sitt. Auðvitað er þessi mismunur ekki jafnáberandi hjá öllum. En öll göngum við í gegnum erfið tímabil innri átaka og ákvarðana og oft er okkur það hulin ráðgáta hvaðan þessi ó- ánægja kemur mitt í ytri velgengni. Stund- um ýta ytri aðstæður okkur út í breytingar sem við skiljum ekki ástæðuna fýrir. Hvernig bregðumst við við þessum breyt- ingum? Hvernig tökum við ákvarðanir? Undir hvaða kringumstæðum beitum við viljanum og hvenær reynist okkur það ó- kleift? Til þess að takast á við framtíðina verð- um við að skilja fortíðina. Hver er ég? Hver mótaði mig? Varð ég af einhverjum þroskaþætti sem hindrar mig nú? Hvaða lífshrynjandi var mér nauðsynleg í æsku? Hvar er hún nú og svo framvegis. Þetta námskeið hefur einnig verið notað í tengslum við meðferð og hugarfar fólks í peningamálum. Þá er peningaferillinn skoðaður. Stuðningshópar við krabbameinssjúkl- inga hafa fengið fýrrverandi nema við skól- ann til þess að nota þessa aðferð við að skoða sjúkdómssögur og tengja þær við þroska, breytingar, lífsmáta, lífsskoðun og ytri og innri kreppu. Að frelsa undan fortíðinni Með því að skoða samskipti okkar við foreldra, systkini og yfirmenn á myndræn- 32 VIKAN 15. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.