Vikan


Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 18

Vikan - 27.07.1989, Blaðsíða 18
BALLETT í Wallraff Richartz listasafninu í Köln. „Einu sinni dvaldi ég í heilan dag hér í safninu án þess að komast yfir nema litið brot af öllu því sem hér ber fyrlr augu,“ sagði Katrin, sem hér hefur tyllt sér niður við eitt listaverkanna. Vikan í heimsókn hjó Katrínu Hall ballettdansara sem dansar nú í Þýskalandi: Þurfti að klípa sjálfa mig - í lok fyrstu sýningarinnar í Óperunni í Köln TEXTI OG MYNDIR: HJALTI JÓN SVEINSSON Það bar að á heitum og sólríkum júnídegi að blaðamaður Vikunnar brá sér til stórborgarinnar til að gegna sérstöku erindi. Köln skartaði sínu fegursta. Það var mikill ys og þys í borg- inni þennan dag og langan tíma tók að komast leiðar sinnar. Þegar ekið var yfir hina voldugu Rín siluðust bílarnir yfir brúna á skjaldbökuhraða. Blaðamaður hafði mælt sér mót við löndu sína, Katrínu Hall dansara, sem dansaði um þær mundir aðalhlutverkið í Hnotubrjótnum. Hann hafði fengið góð- fuslegt leyfi hennar til að líta inn á æfingu hjá henni um morguninn en sýning var fyrirhuguð um kvöldið. „Ef þér líst þannig á æfinguna að þú gætir hugsað þér að sjá sjálfa sýninguna skal ég gjarnan reyna að fá sæti handa þér á góðum stað í salnum," sagði Katrín glettnislega í símanum kvöld- ið áður. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem blaðamaður nálgaðist verkefni sitt og Maðurlnn er lítlll í samanburðl við hlna feiknarstóru dómkirkju í Köln. spurði sig áfram eftir löngum göngum óperuhússins í Köln. Hann var að leita uppi æfingasal ballettflokksins. Fyrr en varði rann hann á hljóðið, eftir göngunum ómuðu kunnuglegir tónar tónlistar Tjæk- ofekis úr Hnotubrjótnum. Það var heldur betur handagangur í öskjunni þegar inn var komið. Dansararnir voru eins og þeytispjöld út um allan salinn og með ólíkindum var hvað þeir gátu stokkið og dansað í þessu litla svigrúmi. Blaðamaður skimaði auðvitað eftir Katrínu löndu sinni sem var i þann mund að hverfa í arma sterklegs karldansara. Þegar betur var að gáð virtist hún vera að æfa átök sín við „músakónginn". „Dansgerðin er byggð á túlkun sem er meðal annars í því fólgin að mýsnar verða tákn vaknandi kynhvatar hjá stúlkunni sem fer í fýrstu að dansa sak- leysislega með litla trédátann, hnotubrjót- inn, í fanginu," sagði Katrín þegar hún var spurð aðeins út í verkið að æfingu lokinni. „Mýsnar eru einmitt mikilvægur þáttur þessarar nýju túlkunar." Þegar hún hafði lokið við að sturta sig 18 VIKAN 15, TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.