Vikan


Vikan - 31.05.1990, Qupperneq 5

Vikan - 31.05.1990, Qupperneq 5
ÞAÐ SAMSVARAR 47 FÓTBOLTAVÖLLUM EÐA 35 ÞÚSUND RÚMMETRUM AF PLASTI OG ÁLI SEM ÍSLENDINGAR ERU AÐ LOSA SIG VIÐ TIL ENDURVINNSLUNNAR HF. SEM ANNARS YRÐI GRAFIÐ NIÐUR í NÁTTÚRUNNI! Fyrir tæpu ári var stofnað hér á landi fyrirtækið Endurvinnslan hf. sem sér um umsýslu skiiagjalds á einnota umbúðum öls og gos- drykkja. íslendingar hafa tekið vel við sér og eru duglegir að skila af sér flöskum og dósum. Fólk tekur jafnan með sér marga poka af dósum og flöskum og setur í tilheyrandi vélar, sem helst er að finna í stórmörkuðunum, eða fer inn í Dugguvog þar sem Endur- vinnslan er enn til húsa. Flutn- ingar i stærra og betra hús- næði eru á döfinni. Við litum inn hjá framkvæmdastjóra Endurvinnslunnar, Gunnari Bragasyni, til að forvitnast um gengi fyrirtækisins hingað til og hvaöa verkefni væru fram- undan. Beinast lá við að byrja á að spyrja að því hve stór hluti af flöskum og dósum skili sér til baka. „Við teljum að 68% hafi skil- að sér á síðasta ári. Við höfð- um reiknað með 60% skilum svo þetta er mjög góður árangur á fyrsta starfsári mið- að við reynslu annarra þjóða.“ - Fólk hefur heyrst kvarta yfir því að það taki alltof langan tíma að skila - þetta sé of mikið vesen. Hvað segir þú um það? „Já, það er alveg rétt að þaö getur verið erfitt að skila af sér en það er bæði vegna þess hve fáir staðir taka við flöskum og dósum og einnig teljum við að fólk komi of sjaldan með umbúðir. Það er fljótlegra að koma oftar og með minna í einu. Núna eru það flestir stór- markaðir á höfuðborgarsvæð- inu auk nokkurra móttöku- stöðva úti á landi, fyrir utan okkur, sem greiða út skila- gjald. Við viljum fá fleiri kaup- menn inn í kerfiö. Þeir selja þessa vöru svo það er ekki óeðlilegt að fólk geti skilað henni á sama stað. Kaupmenn hafa hins vegar viljað fara var- lega meðan einhver reynsla kemst á þetta en mér þykir mjög líklegt að þeir komi inn í þetta í auknum mæli. Það er ekkert til um þetta í lögum þannig að ekki getum við skikkað þá. Við beitum okkur þó mjög fyrir því að reyna að fá þá til liðs við okkur og erum bjartsýn á árangur." - Er ekki dýrt fyrirtæki fyrir kaupmanninn á horninu aö koma sér upp þeim vélum sem til þarf? „Minni búðir og söluturnar þurfa ekki endilega vélar. Það er vel hægt að taka við þessu yfir borðið eins og gert hefur verið alla tíð með glerið. Það tekur auðvitað meira pláss en eftir því sem auðveldara er að skila umbúð- unum kemur fólk oftar og með minna í einu. Við sjáum svo um að sækja umbúðirnar reglulega. Kaupmenn fá á- kveðið þóknunargjald fyrir svo þetta ætti ekki að koma sér neitt illa fyrir þá. Eins og stað- an er núna má margt bæta, það sjáum við vel. Þetta hefur verið mjög hröö uppbygging en gengið nokkuð vel. Fólk hefur sýnt okkur mikla þolin- mæði og við þökkum fyrir það. Þetta er ekki orðið fullnægj- andi ennþá svo við verðum að biðja fólk að sýna biðlund enn um stund. Við flytjum í nýtt húsnæði bráðlega og það er öllu rýmra og hlýlegra. Við höf- um þó aldrei hugsaö okkur að gera okkar móttöku að neinum miðpunkti." - Hvaðverðurumallarþær dósir og flöskur sem koma inn til ykkar? „Allt ál og plast er pressað og síðan sett í gáma og flutt utan til frekari vinnslu. Á þessu ári er áætlað að pressa 362 tonn af áldósum og 626 tonn af plastflöskum. Þarna er um að ræöa 35.000 rúmmetra af ópressuðu efni sem sent er út til frekari vinnslu og menn geta ímyndað sér allt plássið sem þetta tæki ef þetta væri urðað eins og gert var. Þjóðfélagið sparar þarna mikinn urðunar- kostnað. Glerið hefur verið meira vandamál hjá okkur. Því er hent eins og er en stefnt er að því aö brjóta það og finna not fyrir það hér heima. Reyndar er ætlunin að finna not fyrir allt sem kemur þannig að ekki þurfi að henda neinu.“ HTBL.1990 VIKAN 5 TEXTI: GYÐA DRÖFN TRYGGVADÓITIR

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.