Vikan


Vikan - 31.05.1990, Síða 9

Vikan - 31.05.1990, Síða 9
„Þú deyrð ekki því Guð elskar presta," sagði hjúkrunarkonan á sjúkrahúsinu í London við séra Halldór S. Gröndal þegar honum leið illa eftir hjartaaðgerðina. lækninn. Ég hætti því strax því ég sá aö það var tóm heimska og ákvaö því aö vera mjög samvinnuþýður. Mér fannst þaö mikið sjokk aö koma þarna á gjörgæslu- deildina því mér virtist mikið stress vera í kringum mig. Alls kyns slöngur og vírar voru tengdir í mig og mælar, tölvur og sjónvarpsskjáir fylgdust stööugt með mér. Ég þurfti á öllum mínum styrk aö halda. Það var mjög skrýtin tilfinning aö stöðugt væri verið að vakta mann. Skömmu síðar var ég settur í hjartaþræðingu þar sem slanga var þrædd inn í hjartað á mér með sjónvarps- auga framan á til að skoða hvernig væri umhorfs á sjúka staðnum í hjartanu. Fyrri sjúk- dómsgreining læknisins var staðfest með þessari rannsókn. Rúmum hálfum mánuði seinna var ég kominn til London, á Bromtonspítalann þar. Ég fór út vegna þess að mjög löng bið var eftir aðgerð hér á landi. Ég komst að því að fjórir fööurbræður mínir höfðu dáið úr þessum sjúkdómi og sá elsti dó sextíu og sjö ára. Ég var sem sagt kominn á tímann," segir Halldór og hlær. „Ættgengi er mjög sterk- ur áhættuþáttur f sambandi við þennan sjúkdóm. Fjöl- skylda mín var öll mjög harmi slegin." „Ég fór utan ásamt konu minni og syni. Það var mér ómetan- leg stoð. Jón Baldvinsson kol- legi minn kom og var með mér áður en ugpskurðurinn var framkvæmdur og áttum við saman mjög góða bænastund sem var mér einnig ómetan- leg. Mér leið mjög illa eftir upp- skurðinn, þrátt fyrir að allt starfsfólk og þjónusta væri frábær. Mér er það mjög minn- isstætt að ég gat engan veg- inn legið. Ég kallaði oft á hjúkr- unarkonuna sem sá um mig. Það var blökkukona og man ég sérstaklega eftir því að hún sagði alltaf: Don’t worry. Lord loves pastors, you will not die. (Þú skalt ekki kvíða því guð elskar presta og þú munt ekki deyja.) Ég var nokkuð fljótur að styrkj- ast og var strax farinn að gera alls konar æfingar. Að þessari dvöl lokinni fór ég heim. Mér fannst flugið allerfitt og finnst mér mikið til þess vinnandi að fólk geti gengið að þvi nokkurn veginn vísu að vera skorið hér heima ef það þarf þess með. Hef ég samt ekkert út á veru mína í London að setja, nema síður sé. Ég lá einar þrjár vikur á spít- ala eftir að ég kom heim. Ég fékk mjög góða fræðslu um sjúkdóm minn og þann upp- skurð sem ég hafði gengið í gegnum og eftirmeðferðina sem var í vændum. Þetta fannst mér ómetanlegt. Að lokinni veru minni á spít- alanum fór ég heim. Fjórum mánuðum síðar fór ég á Reykjalund. Þar fer maður í meöferð sem byggist á lík- amsþjálfun eftir getu hvers og eins, skipulegu mataræði sem var mjög gott og áframhald- andi fræðslu sem var fjölþætt og uppbyggileg. Ég vil hvetja alla sem hafa lent f því að fá þennan sjúkdóm til að taka þátt í þessari eftirmeðferð sem er í boði því hún er mjög góð og frábært starfsfólk sem að henni stendur. Ég var í fjórar vikur a Reykjalundi og byrjaði síðan aö vinna. Það var heilmikið átak því kjarkurinn var alveg horfinn. Ég var í stöðugu eftir- liti og mikil kúnst var að finna hvaða álagspunkta ætti sér- staklega að varast. Má meðal annars nefna að alveg forboð- ið er að lyfta miklu. Ég breytti mataræði mínu mjög mikið og forðast nú flest það sem talið er vera áhættuþættir fyrir þennan sjúkdóm minn. Ég stunda einnig leikfimi sem Landssamband hjartasjúkl- inga stendur fyrir. Þau samtök hafa gengist fyrir mörgum fræðslufundum sem eru mjög góðir fyrir fólk í þessari stöðu og aðstandendur þess. Mér finnst eftir að ég hef gengiö í gegnum allt þetta andlega og líkamlega álag að tíminn vera mun dýrmætari en hann var. Ég nota hann mun betur en áður, geri allt sem ég get í dag og geymi ekkert til morgundagsins. Ég vil hvetja fólk til að gera slíkt hið sama því enginn veít hvað framund- an er. Við vorum fimm sem fórum til London en aðeins fjórir sem snerum til baka. Ég veit að Landssamband hjartasjúklinga stendur fljót- lega fyrir fjársöfnun til styrktar starfsemi sinni. Mikill hluti söfnunarfjárins verður notaður til að reyna að tryggja að sem flestir sem þarf að skera hjartaskurði eigi möguleika á að það verði gert hér heima. Ég vil hvetja alla landsmenn til að veita þessu málefni lið því enginn veit hver verður næstur til að fá þennan sjúkdóm og þarf á þvi að halda sem þessi samtök eru að berjast fyrir." HTBL.1990 VIKAN 9 TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.