Vikan


Vikan - 31.05.1990, Síða 12

Vikan - 31.05.1990, Síða 12
n n y OLAFUR GAUKUR OG SVANHILDUR JAKOBSDÓTTIR klaki á pollunum og við sem ælluðum að fara að veiðal" „Okkur var alveg skítkalt og urðum dauðfeg- in að komast heim. Þessi ferð varð til þess að við misstum áhugann á hálendinu!" segir Svanhildur. „Það er þó aö minnsta kosti hægt að leita skjóls í samkomuhúsunum,“ segir Ólafur Gaukur hlæjandi. „ÉG VAR ALLTAF EIN AF STRÁKUNUM" Svanhildur, hvernig var að vera eina konan í hópnum þegar þið voruð að skemmta? „Ég var alltaf ein af strákunum - ein úr hópnum, skulum við segja." „Á pallinum vorum við ekki hjón. Ég sá bara um hljómsveitina og hún var söngkonan. Þannig verður það að vera,“ segir hann ákveð- inn. Svanhildur bætir við að hún hafi alltaf leyft honum að ráða á pallinum. „Bara þar,“ segir hún og hlær viö. Hún heldur áfram: „Ég hef aldrei mætt öðru en sanngirni í þessum bransa. Þegar ég var ung og óreynd stelpa fékk ég ætíð sama kaup og gömlu jálkarnir sem árum saman voru kannski búnir að vera meira og minna að spila. Öllum var gert jafn- hátt undir höfði." Hverjir eru helstu kostir og gallar við það fyrir hjón að hafa tónlist að atvinnu sinni? „Ég hef stundum verið spurð að því hvort mér finnist ekki leiðinlegt að eiga aldrei frí um helgar. Það hefur aldrei háð mér. Ég held líka að margt fólk í skemmtanabransanum hafi að sumu leyti meiri tíma fyrir fjölskylduna en aðrir. Ég var til dæmis alltaf með krökkunum mínum alla daga. Það er ómetanlegur kostur." TÓNLISTARMENN ELDAST BETUR... Ólafur Gaukur situr þungt hugsi en segir skyndilega: „Svei mér þá ef mér finnst ekki tónlistarmenn eldast betur en annað fólk." „Já, horfðu á okkur!" segir Svanhildur. „Við erum Ijóslifandi dæmi.“ „Ég er ekki að meina okkur," skýtur Gaukur inn í. „Ég er að hugsa um kunningja okkar. Mér finnst þeir líta svo Ijómandi vel út,“ segir hann hálfvandræöaleg- ur. „Og margir þeirra eru orðnir nokkuð við aldur. Ég veit ekki hvort þetta er staöreynd, mér bara finnst það. Kannski liggur þetta í því að tónlistarfólk er að starfa við það sem því þykir skemmtilegt. Það hrífst svolítið á hverjum degi. Tónlistin getur hrifið mann tíu sinnum á dag. Hún er voldug og hún er óendanleg." Eftir stundarkorn heldur hann áfram: „Helstu ókost- irnir eru að vinna á nóttunni. Ég kýs heldur aö vinna á daginn. Áður fyrr var ég líka stundum þreyttur á að spila á sama skemmtistaðnum kvöld eftir kvöld. Ég reyndi að bæta það upp með því að koma með ný lög fyrir hljómsveit- ina. Það er leiðinlegt að vera sífellt að spila sömu lögin.“ Svanhildur segir: „Ég held að það sé kostur þegar hjón taka þátt í starfi hvors annars. Ég er viss um að mér hefði hundleiðst að sitja heima á kvöldin og um helgar á meðan Gaukur var að spila. Ég gæti trúað aö það sé stundum erfitt að vera kona tónlistarmanns og taka engan þátt í starfinu með honum. Það er ef til vill viss hætta á að afbrýðisemi kvikni." Þú hefur þá ekkert orðið leið á Gauki þar sem þið hafið unnið svo mikið saman? „Jú, ég er alveg ferlega leið á honum," segir hún og brosir stríðnislega til manns síns. Gaukur segir: „Ég veit ekki betur en að við höf- um plumað okkur ágætlega saman í gegnum árin.“ „Jú, þetta hefur alveg gengið upp, Gauk- ur minn.“ „ÓLÍK AÐ MÖRGU LEYTI“ Eruð þið hjónin ólík? „Já, já, við erum ólík að mörgu leyti. Þegar við til dæmis dveljum erlendis vill Gaukur helst gista á Holiday Inn eða Hilton og borða á McDonalds." Mótmæli heyrast frá honum: „Hvaða vitleysa. Ég er ekkert svo mikið fyrir McDonalds. Hins vegar vil ég fara öruggar leiöir þegar um gistingu er að ræða. Ég kýs að hafa almennilegt rúm og bað. Ég er lítið fyrir að ráfa um öngstræti og villast inn á einhverjar búllur.“ „Ég hef aftur á móti óskaplega gaman af að kanna hið óþekkta," segir hún og heldur áfram: „Annars erum við mjög samheldin, höf- um svipaðan smekk varðandi margt.“ „ALLTAF AUÐVELT AÐ FELA SIG BAK VIÐ GERVIÐ" Öðlast fólk, sem hefur atvinnu sína af því að skemmta öðrum og nýtur mikilla vinsælda, ekki ákveðið sjálfstraust? „Ég hef ekki fundið fyrir því, nema síður sé,“ svarar Svanhildur. „Þrátt fyrir að fólki gangi vel er ekkert víst að það hafi mikið sjálfstraust. Þeir sem hafa það að atvinnu sinni að skemmta öðrum eru oft á tíðum að drepast úr feimni og „komplexum". Ég er viss um að fólk- ið í skemmtanabransanum er mun hlédrægara en annaö fólk. í starfi sínu fær þaö vissa útrás. Það er auðvelt að fela sig á bak við gervi. Þeg- ar ég stend á sviðinu fel ég mig kannski dálítið á bak við gervið. Þar er ég önnur persóna. Þótt ótrúlegt megi virðast hef ég alltaf verið fremur hlédræg. Þegar ég er að syngja þarf ég yfirleitt að Ijúka fyrstu þrem lögunum af áður en ég næ mér almennilega á strik." Gaukur segir: „Ég þekki dæmi um leikara sem fór í klessu þegar hann átti að tala frá eig- in brjósti. Hann var búinn að vera hrókur alls fagnaðar allt kvöldið, þar til hann sagði nokkur orð sjálfur. Hún segir: „Já, það er líklega alltaf erfiðast að vera maður sjálfur." Ég spyr Ólaf Gauk hvort hann sé feiminn að eðlisfari. „Já, ég fann fyrir feimni sem ungur maður. Með árunum er ég orðinn veraldarvanari og feimnin háir mér ekki lengur." „MERKILEGIR FORDÓMAR GAGNVART AMERÍKÖNUM" Þau hjónin hafa ásamt börnum sínum dvalið sjö sumur í Ameríku þar sem Ólafur Gaukur var í tónlistarnámi. Þau kunnu mjög vel við sig þar og Ólafur Gaukur talar um að Ameríkanar séu upp til hópa öndvegis fólk. „Nágrannar okkar vildu allt fyrir okkur gera.“ Hann heldur áfram: „Þaö eru merkilegir þessir fordómar sem sumir hafa gagnvart Ameríkönum. Um daginn heyrði ég konu segja: „Ég þoli ekki Ameríkana.'1 Síðar kom í Ijós að hún talaði hvorki ensku né hafði nokkurn tíma komið til Bandaríkjanna. Fólk þarf að kynnast hvert öðru. Þá kemur fljótt í Ijós að fólkið er alls stað- ar eins. Ágætisfólk. Svo fyrirfinnast auðvitað inn á milli nokkrir vitleysingar sem eyðileggja heiminn." Dóttir ykkar söng inn á plötu um jólin ásamt þér, Svanhildur. Haldið þið að hún eigi eftir að leggja sönginn fyrir sig? Svanhildur segir: „Hún hefur áhuga á því en ég veit ekki hvað verður." Gaukur bætir við: „Þó ég segi sjálfur frá þá veit ég að hún hefur hæfileika til þess. Ég er dómbær á slíkt þar sem ég hef unniö meö ótal tónlistarmönnum í gegnum árin. Þaö er líka kostur að hún tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega heldur leikur sér dálítið að þessu. Ég tel það veigamikið i listum að fólk hafi fyrst og fremst gaman af því sem það er að fást við en líti ekki á málið of alvar- legum augum. Ég held að ég geti fullyrt að þaö sé meðal annars forsenda fyrir því að árangur- inn verði góður.“ Sjálfur segist hann ekki taka sjálfan sig hátíðlega en sé aftur á móti mjög kröfuharður á allt sem hann geri. „Ég er aldrei alveg ánægður með það verk sem ég skila. Það hefur stundum háð mér að vera svona mikill fullkomnunarsinni.“ Að lokum - eigum við von á að heyra frá ykkur mæðgum á nýjan leik? „Þaö er aldrei að vita. Við erum samt ekki með neitt sérstakt í huga enn sem komið er,“ segir Svanhildur. „En ég er áreiðanlega ekki hættur að gera plötur," segir Ólafur Gaukur.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.