Vikan


Vikan - 31.05.1990, Page 17

Vikan - 31.05.1990, Page 17
nálgast einhvern meiri poppmarkaö. Paö er hins vegar afgreitt hliðarspor. Okkur finnst miklu meira gaman aö vera ein af bestu „instrumental'1 hljómsveitum heims í stað þess að vera einhvers staðar í botnbaráttunni sem popphljómsveit." NÆST PLATA FYRIR AMERÍKUMARKAÐ Hvað er framundan hjá Mezzoforte? „Næsta verkefni er að gefa út safnplötu fyrir Ameríkumarkað. Við höfum aldrei gefiö út plötu þar fyrr. Við aetlum að gramsa dálítið í gamla efninu okkar, betrumbæta og jafnvel endurnýja það að hluta til. Það þýðir ekkert að gefa út plötu með yfirskriftinni „Síðustu átta árin með Mezzoforte". Platan þarf að vera ný- tískuleg og falla í kramið. í þetta skipti ætlum við að passa okkur á því að eyða hvorki of miklum tíma né peningum í vinnslu plötunnar," segir Eyþór. Undanfarnar tólf helgar hafði Ellen tekið þátt í sýningu sem fram fór í Sjallanum á Akureyri. Hún segist í fyrsta sinn á ævinni hafa orðið flughrædd. „Norðlendingar hlæja bara að mér. Þeir kippa sér ekki upp við það þó að vélin þurfi að hringsóla yfir flugvellinum í dágóða stund og geti ekki lent,“ segir hún og brosir. Ellen er gædd fleiri hæfileikum en að hafa sérstæða og fallega söngrödd. Hún semur líka lög. „Við höfum verið að æfa lag sem Ellen samdi,“ grípur Eyþór fram í. „Já, það fjallar um að ég er alltaf að fljúga til Akureyrar og Eyþór til Abú Dabí,“ segir hún hlæjandi. „ÁGÆTT AÐ TAKA ÞÁn í SVONA SÖNGVAKEPPNI Ellen hefur tekið þátt í Söngvakeppni Sjón- varpsins og Landslagskeppninni. „Mér fannst mjög gaman aö syngja Línudansinn eftir Magnús Eiríksson í Söngvakeppni Sjónvarps- ins í fyrra. Það er skemmtilegt að syngja öll lögin hans Magga. Hann er alveg frábær laga- höfundur. Mér þykir líka vænt um lagið Vanga- veltur eftir Friðrik Karlsson. Það tók þátt í Landslagskeppninni nú í ár. Ég er ánægð með þann texta. Ég er viss um að hann höfðar til margra. Ég hef nýlokið við að syngja þetta lag við spænskan texta eftir Tómas R. Einarsson. Það lag verður á væntanlegri sólóplötu Friðriks Karlssonar. Mér finnst ágætt að taka þátt í svona söngvakeppni. Það er spennandi að vera þátttakandi. Aftur á móti hef ég engan sérstakan áhuga á að komast í verðlaunasæti. Keppni af þessu tagi á fyllilega rétt á sér. Þar gefst ómetanlegt tækifæri fyrir tónlistarmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref. Samkeppni hvetur menn til að setjast niður og semja lög. Þannig fæðast mörg ný og góð lög sem ef til vill myndu aldrei annars líta dagsins ljós.“ Að lokum - hvað er framundan hjá Ellen Kristjánsdóttur og flokki mannsins hennar? „Við munum spila eitthvað hér heima. í ágúst stendur svo til aö fara til Færeyja. Djass- klúbbur eyjaskeggja stendur fyrir djasssam- komu og fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum ætla að mæta þar,“ sögðu þau. Fulltrúum Vikunnar fannst nú tími til kominn að slíta samtalinu við þau hjónin. Við höfðum átt ánægjulega kvöldstund og orðið margs vis- ari um hagi þeirra. Myndirnar hér á síðunni eru frá samkvæminu þar sem Stendhal kynnti hið nýja húðkrem Prévenance. Á þessari mynd sjást þær saman Valerie Simon og Rósa Matthíasdóttir. uósm : magg „Kremið Prévenance vinnur beint á áhrifaþáttum þeim er leiða til öldrunareinkenna húð- arinnar. Húð okkar saman- stendur af mismunandi upp- byggingarefnum, collageni, el- astíni og hinum ýmsu efna- samböndum prótíns. Með aldrinum eru það collagen samböndin sem ráða mestu og verður því að vernda þau af hinni mestu kostgæfni. Lífs- ferill collagens hefst i föstu formi en þróast með árunum í að vera meira í fljótandi formi. Þaö er ensím, sá lífræni hvati sem þekktur er sem coll- agenese, sem brýtur niður húðkremið komi til varnar. Það innihaldi afar virkt efni sem nefnist C.P.F., Collagen Prot- ective Factor. Það virki hvetj- andi á náttúrulega þætti húð- arinnar, hindri starfsemi coll- agenese og hægi á möguleik- um collagen [ föstu formi að verða því fljótandi að bráð.- Prévenance, sem einnig inniheldur sólarvörn, er notað kvölds og morgna og hentar konum og körlum á öllum aldri. Og Rósa vildi vekja sérstaka athygli á því atriði, að karl- menn hefðu að sjálfsögðu sama gagn af kreminu og konur. □ Hrukkum sagt stríð á hendur „Það er hægt að hægja á og seinka verulega hrukku- myndun,“ fullyrti franski snyrtifræðingurinn Valerie Simon er hún kynnti ís- lenskum snyrtivörusölum og fréttamönnum nýjasta kremið frá Stendhal f sam- kvæmi á Hótel Sögu fyrir fá- einum dögum. Kremið sem verið er að markaðssetja heitir PRÉVENANCE og er árangur þrotlausrar vinnu starfsfólks rannsóknarstofu Stendhal, Sanofi. En á rann- sóknarstofunni og f verk- smiðjunni starfa um 1500 manns. Rósa Matthíasdóttir, sem er umboðsaðili Stendhal á ís- landi, sagði blaðamanni Vik- unnar nánar frá hinu nýja húð- kremi: collagen í föstu formi og breyt- ir því í fljótandi og raskar þannig því jafnvægi sem húð ungrar manneskjunnar hefur verið í. Og þegar húðin missir styrkleika sinn og vöðvaþétt- leika hefst hrukkumyndunin. Hinn náttúrulegi öldrunarferill er hafinn.“ Og það er einmitt hér sem Rósa og Valerie segja að nýja TEXTI: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.