Vikan


Vikan - 31.05.1990, Qupperneq 18

Vikan - 31.05.1990, Qupperneq 18
Hefur auglýsingin alltaf tilœtluð áhrif? Eða er hún, eins og einn gagnrýnandi hennar komst að orði, fáránleg ef maður athugar hana vel? Hér eru nokkar auglýsingar úr daglegu síbyljunni, séðar með augum jarðbundinnar húsmóður, Eg er 42ja ára. Það sést. Ég veit ekki hvað ég á að gera. f hvert skipti sem ég sest fyrir framan sjónvarpið og stari á krumpaða bring- una á Clint Eastwood eða horfist í augu við að brjóstin á Michael Caine hafa sigið (hvað viltu? 42ja?) kemur ung og fögur kona sem hallar sér nær og segir í trúnaði að í dag geti engin kona leyft sér að eldast. Þá læsir örvæntingin nöglunum í sál mína. Samstundis falla lausnarorðin af vörum hennar: Ef ég kaupi Venusarkrem verð ég allt- af átján ára. Utaná. Bara inní sem ég verð 42ja. Og ég gæti kannski haldið því leyndu SÍÐARI GREIN OGAUM með hjali um gallabuxur, strigaskó og popp. Ég ákveð að byrja strax að safna fyrir krem- inu. Á ég ekki tvær krónur í banka? Jújú. Þá vantar bara sem nemur þjóðartekjum á mann í Zaire og ég get keypt mér æsku í krukku. Að vísu á ég krukkukrem fyrir, sem hefur reynst fullkomlega skaðlaust. Hrukkunum. En það er kannski af því að ég ber það ekki rétt á. Ég hef nefnilega tekið eftir að þegar ég missi það óvart inn í augun þá bólgna þau. Þá strekkist úr hrukkunum. Svo eiginlega get ég ekki þrætt fyrir virkni þess. 11 TBL. 1990 X I

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.