Vikan - 31.05.1990, Qupperneq 22
ALMATTUG
AUGLÝSINGIN
Framhald af bls. 19.
saman. Það er ekki gert með ástinni eins og
menn héldu áður en auglýsingastofurnar kom-
ust í sjónvarpið.
Heldur aðallega og nærri eingöngu með
súputeningi.
Það er sama hvað maðurinn minn er að gera
þegar ég hringi I hann og segist vera með
súputening á borðum. Hann hendir öllu frá sér
og hraðar sér heim.
Leigubílstjórar yfirgefa fullt aftursæti af for-
ríkum Japönum og hlaupa af stað. Líka þótt
þeir hefðu verið fljótari að fara bara á bílnum.
Byggingar hrynja af því að verkfræðingar eru
háðir glútamati, fréttir eru ekki lesnar af þvi að
þulurinn gengur ekki með súputening á sér.
Takist mér ekki að skapa ringulreið í þjóð-
félaginu með lífshækju húsmóðurinnar, súpu-
teningnum, þá get ég haft frosna, tilbúna rétti.
Þeir hafa sömu áhrif á eiginmenn. Freðmetið
hefur þann aukakost að mér nægir að minnast
á það á skrifstofunni þar sem ég vinn og öfund-
aruppþotið verður slíkt að vinna fellur niður.
Eftir viku erum við hjónin bæði búin að
missa vinnuna. En þá höfum við bara meiri
tíma til að horfast í augu yfir súputeninga-
seyði, sem verður það eina sem við höfum
efni á.
Upp úr því fer kynngikraftur Knorr dvínandi
og ég verð að gera annað og meira til að halda
sambúðinni gangandi. Nefnilega er komið aö
almenningstengslunum.
Fyrst og fremst verð ég að halda mömmu
hans góðri. Hún er stöðugt inná gafli hjá
okkur.
„Auður,“ segir hún í eldhúsinu og það gætir
alls ekki meinfýsni í röddinni, „ertu viss um að
vaskurinn sé hreinn hjá þér???“
Þá garga ég ekki á hana heldur segi röddu
sem brimar af hamingju: „Já, því ég nota Lýso-
form til að þvo hann!!!“
Svo horfumst við í augu yfir glampandi
vaskinn. Við höfum náö saman. Við erum Eitt.
Því við notum báðar það eina rétta til að þvo
vaska.
En hún er ekki hætt.
„Auður,“ segir hún næst, „ertu viss um að
uþþþvotturinn verði hreinn hjá þér?"
Þá hlæ ég bara, silfurklingjandi hlátri, þegar
dauðlegar eiginkonur langaði að drekkja
tengdó í uppþvottavatninu, og segi:
„Auðvitað verður uppþvotturinn hreinn. Vin-
ur minn Sveltó sér um það.“
„En þú notar svo lítið af honum ... ???“
segir tengdó þá, því hún er svarinn fjandmaður
fiska og vill að sem mest eitur renni til sjávar.
„En ein teskeið er nóg!!!“ segi ég og hefst
strax handa við að þvo upp heilmikið sem ég
geymdi, einmitt af því að ég átti von á þessum
nefrekstri.
„Svei mér þá!“ segir tengdó andartaki
seinna, „er þetta ofnskúffan frá í gærkvöldi?
Þessi með öllu þessu brennda í?“ Þið sjáið að
hún er þarna oft á dag og alltaf með einhvern
skæting.
„Já,“ andvarpa ég en það er gleöiandvarp.
Svo höldum við stuttan fund um hvað froðan er
dásamleg og þuklum
báðar á henni. Það er
nautnasvipur á okkur á
meðan. Uppþvotta-
skærunum lýkur með því
að ég strýk brúsann með
Vini Mínum Sveltó þannig
að hugsandi tengdamóður
hefði strax dottið í hug að
kynlíf okkar hjóna væri
ekki í lagi. Næst þarf hún
að gera athugasemdir við
hvernig ég þvæ þvottinn.
Þar kemst ég í helgra
manna tölu því hnýtingar
hennar kæta mig bara.
Og viti menn, hún getur
gefiö frá sér áhyggjurnar
af að sonur hennar fái ekki almennilega
þvegnar skyrtur, því ég nota sko rétta þvotta-
efnið.
En - get ég straujað? Eða get ég átt von á
því að maðurinn minn haldi fram hjá mér með
konu sem straujar betur?
Ég sigli í gegnum þann skerjagarð hjóna-
bandsins með þremur mismunandi straujárn-
um, tveimur tæknivæddum strauborðum, ein-
um strauskáp og gufubursta sem ég nota til að
leggja síðustu hönd á ímynd míns elskaða í
dyrunum.
Á meðan hann er í vinnunni geri ég allt
hreint með á fjórða hundrað sérhæfðum hrein-
lætisvökvum. Þegar hann kemur heim fær
hann ekki gaseitrun í dyrunum heldursogarað
sér pestina og hrópar:
„Hvílíkur ilmur!“
Chaneldagar okkar eru liðnir. Hann er orð-
inn ammoníakfrík.
EN HANN?
Þarf hann ekkert að gera til að treysta hjóna-
band okkar?
Ekkert sérlega mikið, annað en verða dol-
fallinn ef mér tekst að bleyta upp pakkasúpu.
Hlutverk hans er að halda uppi ímynd okkar
út á við. ímynd okkar er fólgin í barnum og bíl-
unum.
Stundum hringja vinir hans úr bílasímanum
í Porschinum. Þau hringja aldrei heiman frá
sér svo ég held að þau búi í Porschinum og
hringsóli á milli fólks sem á Glen Grant. Þau
taka það alltaf fram að þau vilji ekki koma
nema við eigum Glen Grant. Þetta þóttu nú
ekki góðir siðir þegar ég var að alast upp og
það hefur freistað mín að segja þessu fólki að
við eigum ekkert Glen Grant og það verði að
snúa sér annað. Eða kaupa bara sjálft flösku,
úr því þau lifi á þvf.
En maðurinn minn, það verður að viður-
kennast, er gunga. Hann rásar út í rigninguna
og leitar uppi flösku á öllum tímum sólarhrings.
Svo nær hann ekki heim áður en þetta glimm-
erpakk mætir og verður að laumast upp í
vinnukonulyftunni með flöskuna.
Þá var það skárra, fólkið sem var alltaf að
koma og hringa sig í sófanum og lepja Chivas
Regal. Það sendi þó stundum flösku til baka og
alltaf farmiða fyrir tvo til Bahamaeyja með,
svona í staðinn fyrir kortin sem almenningur
notar.
Stundum förum við og drekkum Chivas
Regal hjá þeim. Maðurinn er skurðlæknir en
hann er aldrei að skera neinn upp þegar við
komum. Ekki einu sinni í miðri viku. Heldur er
hann alltaf að mála angóraköttinn þeirra hjóna.
Hann er svo hæfileikaríkur. En um leið og við
göngum inn leggur hann frá sér penslana án
þess að hreinsa þá og kastar sér á flöskuna.
Ég held það geti verið að hann hafi misst vinn-
una vegna slælegra mætinga og ofdrykkju en
maðurinn minn verður æfur þegar ég minnist
á það.
Svo þekkjum við líka hjón sem drekka Glen
Cameron. Hann er alltaf einn úti á hraðbátnum
og hún er alltaf ein heima. Þau hafa ekki talast
við í tvö ár. Þegar hún heyrir lystisnekkjuna
hans leggja að kajanum fyrirframan kúluhúsið
þeirra, sem er allt innréttað í hvítu, þá vefur
hún um sig laki (hvítu, í stíl), liðast með fýlu-
svip niður stigann og setur klaka í tvö glös og
hellir Glen Cameron út á. Svo kemur hann inn,
horfir hatursaugum á hana og veiðir klakann
upp úr glasinu. Þá fer hún í enn meiri fýlu. En
samt heldur hún áfram að setja klaka í viskíið
hans og hún veit aö hann vill ekki klaka.
Kannski er það þess vegna sem þau tala ekki
saman.
Ég hef reynt að fá manninn minn til að um-
gangast fólk sem drekkur ögn minna en eftir
að við vorum boðin heim til verkfræðingsins og
hann kom til dyra með gúmmíhanska og gat
ekki heilsaö af því að hann var að þvo klósettið
með sérstökum verkfræðilegum hreinsilegi
hefur maðurinn minn neitað aö eiga samneyti
við þau hjónin.
Hann hefur reyndar annað að gera þessa
dagana en að sinna almenningstengslum okkar.
Það gera bílaumsvifin hans. Hann hefur skipt
um bíl ellefu sinnum í ár og nú vill hann skipta
aftur af því að „16 strokkar eru bara fyrir þá
sem geta leyft sér það. Hinir verða að horfa á“.
Maðurinn minn vill ekki vera áhorfandi að
neinu. Hvar hann ætlar að koma þessu flug-
vélamóðurskipi fyrir veit ég ekki. Takist honum
að finna tvö samliggjandi bílastæði fyrir utan
fyrirtækið verður hann óvinnufær af áhyggjum
af að árstekjum hans verði stolið á meðan
hann fitlar við einkaritarann eða fyllir barskáp-
inn á skrifstofunni.
Á meðan undirbý ég fyrsta brúðkaupsafmæli
okkar. Við ætlum til Feneyja. Þar lætur hann
tæma Markúsartorgið og ræður hljómsveit.
Hann lætur líka vera fullt tungl og á meöan
hljómsveitin spilar Lagið Okkar gefur hann mér
enn einn demantshringinn.
Ég vona bara að það verði sjónvarp á hótel-
herberginu. Ef við missum af auglýsingunum,
þó ekki væri nema í nokkra daga, gætum við
hrunið aftur af merinni. Við maðurinn minn
megum ekki til þess hugsa að snúa heim ang-
andi af úreltu viskíi og akandi á bíl frá í síðasta
mánuði. □
22 VIKAN ÍITBL. 1990