Vikan


Vikan - 31.05.1990, Síða 23

Vikan - 31.05.1990, Síða 23
Bróðursonur Gretu Garbo, Áke Fredriksson, ásamt Gun konu sinni og dótturinni Catharina. Áke heldur á mynd af frænku sinni. FRÆNDI GREÍU GARBO SKÝTUR ÓVÆNT UPP KOLUNUM: FÆR ÁKE MILUAREA í ARF EFTIR GARBO? oo CH oo CZ. o O oo oo CD ZD o cz ZD Q oo o I LÍKLEGUR ERFINGI AÐ HLUTA ÞEIRRA AUÐ/íVA SEM GRETA GARBO LÉT ERIR SIG ER NÚ KOMINN FRAM í DAGSLJÓSIÐ. HANN HEITIR ÁKE FREDRIKSSON OG ER BRÓÐURSONUR LEIK- KONUNNAR FYRRVERANDI. HAFA AMERÍSKIR LÖGFRÆÐINGAR TALIÐ AÐ HANN EIGI RÉTT TIL ARFS TIL HELMINGA Á MÓTI GREY ^ÉISFIELD, SEM ER BRÓÐURDÓTTIR GARBO, SVO FREMI AÐ LEIK- KONAN HAFI EKKI LÁTIÐ EFTIR SIG ERFÐASKRÁ. Ake Fredriksson er 64 ára gamall eftirlauna- maður sem býr I bæn- um Oxelösund I Svíþjóð. Hann er kvæntur og á þrjú börn en fram til þessa hafa engir utan fjölskyldunnar vitað um skyldleika hans og Gretu Garbo. Faðir Áke hét Sven Gustavsson og var eldri bróðir Grétu. Hann átti Áke utan Mörgum þykir sterkur svipur með Catharinu og frænku hennar, Gretu Garbo. hjónabands með þjónustu- stúlku á Grand Hotel í Stokk- hólmi og þeir feðgar sáust aldrei, en Sven lést árið 1967. Móðir Áke gat ekki alið önn fyrir honum og hann dvaldi á barnaheimili þar til hann var kominn á fjórða ár. Þá var hann tekinn í fóstur af hjónun- um Arvid og Valborg Rosen sem bjuggu á bóndabýli skammt frá Katrineholm. Það var ekki fyrr en árið 1956 sem Áke fór að grennsl- ast fyrir um sína raunverulega foreldra og komst þá að því að hann var bróðursonur Gretu Garbo. Hann hitti hálfbróöur sinn, Sven Gustavsson yngri, árið 1981 og fór vel á meö þeim. Sven hugsaði mikið um þessa frægu frænku sína og skrifaði henni bréf þar sem hann minntist á Áke en aldrei barst svar frá Garbo. Sven átti mikið af myndum af Gretu Garbo sem Ake fékk í arf þeg- ar Sven lést fyrir tveimur árum. ARFURINN NEMUR MILUÖRÐUM Greta Garbo ávaxtaöi sitt pund vel og er talið að hún hafi átt fasteignir og önnur verð- mæti sem samsvarar nokkrum milljörðum íslenskra króna. Áke býr í þriggja herbergja íbúð ásamt Gun konu sinni og yngstu dótturinni sem heitir Catharina og er 25 ára. Eldri börnin tvö, Christer og Anneli, eru flutt að heiman. Áke starf- aði sem vélvirki en varð fyrir slysi fyrir fimm árum og varð þá að hætta að vinna. Fari svo að hann fái arfinn ætlar hann að láta féð renna til barna sinna. Raunar þykir dóttirin Catharina hafa sterkan svip af Gretu Garbo. Þau hjón Áke og Gun segj- ast þiggja arfinn með þökkum ef hann fellur þeim í skaut, en |3au geti líka vel án hans verið. Áke segir að rétt sé að láta Gretu kólna í gröfinni áður en farið verði nánar út í rannsókn á rétti hans til arfs en sem áður segir telur hann sig hafa þær upplýsingar frá amerískum lögfræðingum að hafi Greta Garbo ekki skilið eftir sig erfðaskrá eigi að skipta arfin- um milli hans og Gray Reis- field. HTBL 1990 VIKAN 23 UÓSMYNDIR: THORSTEN LAURSEN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.