Vikan - 31.05.1990, Page 40
Ég er gjörsamlega búin og
mlðurmín afáhyggjum
Kœra Jóna Rúna!
Ég veit ekki hvort ég er að leita að uppruna mínum
en mér líður eins og ég hafi tapað sjálfri mér í
upphafi lífs míns. Núna er ég á milli fimmtugs og
sextugs. Mér finnst ég vera eins og vindlítill bolti sem
hrekst til og frá í ölduróti lífsins. Þráft fyrir að hafa áft
foreldra á lífi fram á fullorðinsár og stóran
systkinahóp finnst mér ég hafa verið einmana frá
upphafi. Ég á erfitt með að tjá mig og innan um fólk
verð ég mjög óörugg með sjálfa mig og sit oftast
hljóð. Finnst ég ekkert markvert hafa að segja.
Örlögin hafa hagað því þannig að ég á tvö börn.
Annað þeirra er unglingur og fylgir náftúrlega
sínum tíðaranda. Ég reyni að þvinga unglinginn
minn ekki en tala mikið við hann og gefhonum eins
mikið frjálsrœði og hœgt er. Þetta er góður
unglingur, þótt iatur sé. Mér finnst ómanneskjulega
erfitt að ala upp ungling eins og tíðarandinn er.
Kapphlaupið er svo mikið eftir einskisverðum hlutum
og flestir hlaupa með eins og best þeir geta.
Ég bjó lengi með móður minni og systkini sem
var mjög drykkfellt. Það var verulega erfitt að slíta
sig burtu því mamma var mjög ráðrík og stjórnsöm,
því miður. Ég er líklega veikgeðja og hef láfið
ganga alltoflengi á mér til að halda friðinn, sem ég
elska. Nú er ég orðin svo sundurfœff og meyr.
Tilfinningalífið er eins og kvika. Effir að mamma dó
hefur systkini mitt, sem er í óreglunni, búið eitt og er
sjálfu sér versf, en þarf mikla hjálp og hefur
náttúrlega hrint öllum frá sér. Systkini mínu þótti
vœnt um annað barna minna og hefur stutf það
fjárhagslega en sér nú eftir því og heimtar allt til
baka. Hefur meira að segja gengið svo langt að fá
lögfrœðing í málið og gengur auk þess berserks-
gang þegar minnst varir. Þetta barn mitt er í námi
erlendis og hefurþessi framkoma haft mikil áhrifog
barnið orðið gjörbreytt. Ég er gjörsamlega búin og
er miður mín af áhyggjum. Eins hefur þetta haft
slœm áhrif á það barnið mitt sem er enn heima.
Ég lœt flest áhugamál mín liggja á milli hluta,
einfaldlega vegna þess að það hefur aldrei gefist
neinn tími eða nœði til að sinna slíku. Vonandi sérð
þú eitthvað sem ég sé ekki til að leiðbeina mér og
hvetja.
Með þakklœti,
Friður.
Einmanaleiki óþaríi
SVAR:
ar sem þú ert kona,
kæra Friður, er svolítið
erfitt að nota þetta dul-
nefni. Kannski ég noti bara
nafnið Björg. Ég vona að þér
sé sama. Þakka þér innilega
fyrir þréfið og ekki síst hve ein-
lægt það er. Viö reynum nú [
sameiningu að skoða ástandiö
séð frá skrift þinni og innsæi
mínu. Við finnum kannski eitt-
hvað sem þér hefur sést yfir
og gæti auðveldað þér að
byrja nýtt og hamingjuríkara líf
ef hægt er.
SJÁLFSÞEKKING
ER NAUÐSYNLEG
Ef við reynum fyrst að átta
okkur á hvers vegna þú virðist
ekki átta þig á sjálfri þér langar
mig til að benda þér á fáein at-
riði sem kannski skýra þetta
sérstaklega. Þú ert núna aö
fara í gegnum eitt áhugaverð-
40 VIKAN UTBL.1990