Vikan


Vikan - 31.05.1990, Page 45

Vikan - 31.05.1990, Page 45
Liðsmenn hljómsveitarinnar vinsælu Heart t.v.: Howard Leese, Nancy Wilson, Ann Wilson, Denny Carmassi og Mark Andes. Hljómsveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir hálfum öðrum áratug og hef- ur alltaf staðið fyrir sínu. Einhvern tíma fyrir óralöngu sagöi ágætur maöur að rokk og ról væri komið til að vera. Þessi maður hefur sennilega ekki gert sér grein fyrir sannleiksgildi orða sinna, hversu oft þau yrðu notuö eða þeirri staðreynd að þau standast tímans tönn. Rokkið verður alltaf til og verður alltaf vinsælt. Rokksveitir koma og fara, sumar verða vinsælli en aðrar eins og lög gera ráð fyrir og sumar ná því markmiði að komast á spjöld sögunnar. Allir kannast við hljómsveitir á borð við Led Zeppelin, Kiss, Deep Purple og svo mætti lengi telja. Eitt hefur einkennt rokkhljómsveit í gegnum tíðina. Þær hafa oft náð að halda vinsældum sínum um áraraöir og alltaf staðið fyrir sínu. Ein slík er til umfjöllunar að þessu sinni, hljómsveit sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í kringum 1975 og er núna meðal þeirra vinsælustu. Hljómsveitin heitir Heart og sendi nýlega frá sér nýja breiðskífu, Brigade, sem er sú tíunda í röðinni. Brigade hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og fyrsta smáskífulagið, All I Wanna Do is Make Love to You, er þegar þetta er skrifaö topplag íslenska listans. Við fjölium betur um plötuna á eftir. Hljómsveitin Heart vakti fyrst á sér athygli snemma á áttunda áratugnum þegar hún spil- aði mikið í klúbbum í Vancouver í Kanada og Seattle í Bandaríkjunum. Þau spiluðu fjórum sinnum á kvöldi fyrir framan óútreiknanlegt fólk og það kenndi þeim mikið og gaf þeim góðan tíma til að móta sinn eigin tónlistarstíl og finna rétta hljóminn. Hægt og rólega náðu þau að afla sér vinsælda og lítið óháö útgáfufyrirtæki tók sénsinn, gaf út fyrstu Heart-breiðskífuna, Dreamboat Annie. Platan sló i gegn, seldist í rúmlega fjórum milljónum eintaka og innihélt tvö lög sem urðu vinsæl, Crazy on You og Magic Man. Nú var leiðin til frægðar og frama bein og breiö og í kjölfarið fylgdu fleiri breið- skífur og fleiri vinsæl lög. Plöturnar komu ein af annarri, Little Queen, Magazine, Dog and Butterfly, Bebe Le Strange og Private Audition. Á tveimur síðastnefndu plötunum stjórnuðu liðsmenn Heart sjálfir upptökunum en eftir að Private Audition kom á markað 1982 urðu mannabreytingar í Heart. Wilson-systurnar Ann og Nancy voru í upphaflegu útgáfunni af Heart, hafa ávallt verið í fylkingarbrjósti og eru andlit hljómsveitarinnar út á við. Gítarleikarinn Howard Leese hefur einnig verið í Heart frá upphafi en nú komu nýir menn til leiks, Denny Carmassi trommari og Mark Andes bassaleik- ari. Fyrsta platan með hinni nýju hljómsveit var Passionworks og Heart þótti hafa tekið stór- stígum framförum við mannabreytingarnar. Vélin var komin í gang. Þegar Passionworks kom á markað fór Heart í tónleikaferðalag og náði samspili sem komst fyllilega til skila á plötunni Heart. Platan fór á toppinn í Banda- ríkjunum og inniheldur topplögin What About Love og These Dreams. Hið síðarnefnda söng Nancy Wilson sem oft var nefnd „hin Wilson- systirin'' og var þetta fyrsta lagið sem hún söng sem náði langt. Síðast þegar spurðist hafði breiðskífan Heart selst í 8.102.969 eintökum. Geri aðrir betur. Það er ekki auðvelt að gera nýja plötu með slíkar tölur á bakinu og pressan verður nánast óbærileg. Hljómsveitin Heart lét það ekki á sig fá, geröi plötuna Bad Animals sem inniheldur m.a. lagið Alone sem er enn þann dag í dag það vinsælasta sem Heart hef- ur sent frá sér. Eftir útkomu þeirrar plötu var haldið í heljarmikið tónleikaferðalag um Evr- ópu og Japan og þótt hljómsveitin hefði ekki komið fram á þeim slóðum í heil sex ár var alls staðar uppselt mörgum vikum fyrir tónleika. Þá er það nýja platan, Brigade. Nancy Wilson, Ijóshærða Heart-systirin, sagði um plötuna: „Þegar við kláruðum tónleikaferðalag- ið um Evrópu og Japan var ég gjörsamlega búin. Ég held við höfum öll verið alveg búin. Þótt það sé gaman að spila og koma fram er hinn þátturinn svo hryllilega þreytandi, hótelin, rúturnar og það allt saman. Þegar við fórum svo að vinna að Brigade-plötunni var eins og þreytan væri horfin, fiðringurinn var kominn aftur og mig langaði meira en nokkuð annað að spila á tónleikum. Við lögðum allt sem við eigum í nýju plötuna og hún er að mínu mati það besta sem við höfum gert. Við eigum enn mikið eftir." Á nýju plötunni vinna fimmmenningarnir í fyrsta sinn með upptökustjóranum Richie Zito og gefa honum hæstu einkunn. „Hann reyndi aö fá fram hinn eina sanna Heart-hljóm," segir gítarleikarinn Howard Leese. „Mér líkaði sér- staklega vel að vinna með honum vegna þess að hann er sjálfur gítarleikari og leyfði mér að gera nokkurn veginn það sem ég vildi. Reynd- ar leyfði hann okkur öllum aö leika lausum hala og þess vegna er Heart eins og hún er á Brig- ade-plötunni. Hún er örlítið hrárri en hinar plöturnar en það er einmitt svona sem við vilj- um hafa það. Á nýju plötunni fór ég aö ráði Paul Stanley úr Kiss. Han sagði mér einhvern tíma fyrir löngu að hann notaði aldrei hljóðhrif (effekt), bara gítarinn og magnarann. Ég próf- aði þetta og líkaði vel. Þetta heyrist á plötunni. Trommuleikari Heart, Denny Carmasgi, er ekkert að skafa utan af því: „Á síðustu tveimur plötum okkar höfðum við fjarlægst tónleika- hljóminn okkar, sem gerði okkur sérstök. Á nýju plötunni reyndum við að nálgast þennan hljóm og þessa tilfinningu á nýjan leik vegna þess að svona erum við í raun og veru." Breið- skífan Brigade hefur hlotið mikið hrós í tónlist- artímaritum um allan heím og þykir hafa fest hljómsveitina Heart L sessi á meðal þeirra bestu. Hljómurinn þykir ferskur og hljóðfæra- leikur allur er óaðfinnanlegur. En hvað finnst liösmönnum Heart um hluti eins og tónleika, nýju plötuna og það að vera heima í faðmi fjöl- skyldunnar? Á tónleikum: Denny Carmassi trymbill: Þar sem ég er trommarinn sé ég allt sem fram fer á sviðinu fyrirframan mig. Það er heilmikil tján- ing í gangi á tónleikum, án orða. Áhorfendur taka alls ekkert eftir þessu. Handahreyfingar og augnagotur. í miðju lagi snýr Ann sér kannski að mér og grettir sig eins og hún best getur. Þetta hefur stundum orðið til þess að okkur fipast, en það tekur enginn eftir því. Á ferðalagi: Ann Wilson: Þegar við förum í tónleikaferðalag reynum við að taka með okk- ur eins mikið af persónulegum og heimilisleg- um hlutum og við getum. Við tökum hundana okkar með okkur og oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hefur okkur veriö hent út af hóteli vegna þeirra. Einu sinni átti meira að segja aö handtaka okkur vegna þess að við vorum með hundana okkar í svítunum. Maðurverðurbara að læra að losa spennuna, jafnt á sviðinu sem og í hótelherberginu." Tíundi áratugurinn: Howard Leese gítar- leikari: Þegar tónlistarunnandi kaupir plötu með Heart fær hann allt það besta frá okkur. Við höfum spilað saman það lengi að laga- og textasmíðar eru orðnar skemmtilegar og það heyrist á plötunum. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur í framtíðinni og verðum lengi að, miklu lengur." Heima: Denny Carmassi: Ég dreg mig að mestu út úr þessu öllu saman þegar ég er heima. Ég bý í litlu þorpi skammtfrá Los Ange- les og get lokað rokk og ról-heiminn úti. Maður þarf virkilega á því aö halda. Ég loka þetta allt saman úti og keyri bílana mína. Ég á Ferrari og einn Ford Hi-Boy árgerö 1932 og keppi svo- lítið í kvartmílu." MarkAndes bassaleikari: Ég bý rétt utan við Ventura f Kaliforníu og er nógu nálægt rokkinu í LA. Ég spila mikið þegar ég er ekki með Heart. Ég hef spilað með Party Ninjas (hópur tónlistarmanna sem spila og safna peningum til að finna týnd börn) og lék með Sam Kinison þegar hann söng Wild Thing. Þaö er alltaf nóg aö gera." Washington (þar sem Ann, Nancy og How- ard búa) og Los Angeles: Ann Wilson: Það er svolítið erfitt að koma til LA til að hljóðrita. Borgin er svo ástfangin af sjálfri sér en auðvit- að verður maður aö líta á björtu hliðarnar líka. Fleiri og fleiri flytja nú frá LA til Seattle og fólkið í Seattle er alls ekki ánægt með það. Ég sá límmiða á bílstuðara um daginn og þar stóð: Farðu og njóttu dagsins einhvers staðar ann- ars staðar." 11 TBL. 1990 VIKAN 45 SNORRI STURLUSON SKRIFAR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.