Vikan


Vikan - 31.05.1990, Side 46

Vikan - 31.05.1990, Side 46
TEXTUÓN KR GUNNARSSON / EGHAFÐ HJARTSLÁTTIBYRJUN - SEGIR SIGRÍÐUR ARNARDÓTTIR ÞULA í VIKU-VIÐTALI 46 VIKAN ÍITBL. 1990 Fæst okkar vilja viður- kenna að sjónvarpið skipti okkur miklu máli. En ef grannt er skoðað hefur sjónvarp meiri áhrif en við í fljótu bragði gerum okkurgrein fyrir eða við viljum vera láta. Og andlitin, sem birtast kvöld eftir kvöld á skjánum og blanda sér f andrúmsloftið í stofunni, þau fara að skipta okkur máli hvort sem okkur lík- ar betur eða verr. Auðvitað getum við úthýst þessu fólki með því að slökkva á tækinu eða skipta yfir á aðra stöð. Það gerum við þó yfirleitt ekki ef við þykjumst þurfa á fréttum eða afþreyingu að halda. Það er svo með kunnuglegu andlit- in á skjánum eins og allt annað fólk sem við um- göngumst í daglega lífinu að það hefur mismunandi áhrif á okkur. Sumir gera okkur glatt í geði með Ijúfu brosi, aðrir vekja undrun eða gera okkur jafnvel gramt í geði. Samferðamennirnir eru margir og fjölbreytilegir. Sama gildir um andlitin á skjánum og þegar nýtt andlit ryðst inn í stofu til manns er forvitnin vakin, ekki síst ef ásjónan lumar á dulúðugu eða Ijúfu brosi. Það gerir manni alltaf gott. Sigríður Arnardóttir þula birtist okkur fyrst á skjánum í október síðastliðinum. Hún virtist strax vera nokkuð örugg og ófeimin við að brosa örlítið um leið og hún kynnti næsta dagskrárlið. Hún féllst á að spjalla lítilsháttar við lesendur Vikunnar og gera örlítið grein fyrir sér. Hver er þessi unga kona? - Ég er Reykvíkingur. Móðir mín heitir Rann- veig Haraldsdóttir og starfar sem fulltrúi við Menntaskólann við 3und. Faðir minn er dr. lirn Erlendsson og hann itarfarvið fiskútflutning. Hver var aödragand- inn að því að þú byrjaðir hjá Sjón- varpinu? - Ég man nú varla hver að- dragandinn var þó ekki sé langt síðan. Ég útskrifaðist úr Háskólanum i fyrravor og byrj- aði að vinna hjá Ríkisútvarp- inu, þar sem ég er ennþá, en svo vantaði mig eitthvert auka- starf. Sambýlismaður minn og ég erum að byggja eins og gengur hjá ungu fólki. Ég hef alltaf verið spennt fyrir sjón- varpi. Ég var búin að vera í félags- og fjölmiðlafræði í Há- skólanum og einnig hafði ég unnið sem blaðamaður á dagblaði. Ég veit ekki hvort þaö var forvitni eða hvað það var en mig langaði til að kynn- ast sjónvarpi líka. Mér finnst þetta heppileg aukavinna. Það eru kannski átta vaktir á mán- uði. Ég sótti því um og fékk vinnuna. Mér finnst þetta spennandi því að ég hef alltaf verið heldur jákvæð gagnvart Sjónvarpinu. Allt frá því að ég var krakki hef ég alltaf tekið mikið eftir sjónvarpsþulunum og ég hef haft mínar ákveðnu skoðanir á þeim. Svo vantaði mig líka peninga eins og á stóð. Þú minntist á Háskólann. - Já, ég tók BA próf í fé- lagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Varstu ekki taugaóstyrk þegar þú komst fyrst fram í sjónvarpinu? - Jú, ég var voða spennt. Annars hafði ég gaman af að taka þátt í félagslifi í skólanum og þegar ég til dæmis tók þátt í ræðukeppni var ég alltaf tals- vert kvíðin viku fyrirfram. Þeg- ar svo á hólminn var komið var kvíðinn að mestu búinn að fá útrás. Ég tek kvíðann líklega út fyrirfram svo aö ég er tiltölu- lega róleg þegar á hólminn er komið. Nú hlýtur að vera tvennt ólikt að koma fram á fundi eða í sjónvarpi þar sem þú sérð enga nema kannski þá sem eru við upptökutækin. Hugs- arðu þá kannski til fjöldans sem er að horfa og hlusta? ► Vandaðar setlaugar í fullri dýpt 90 cm NORM-X setlaugarnar eru sérhannaðar fyrir íslenska veðráttu og hitaveituvatn. Efnið er poly- 6thylene, sem þolir jafnvel að vatnið frjósi í lauginni. Liturinn og yfirborðsáferðin halda sér óbreytt árum saman. Verðið er ótrúlega lágt vegna háþróaðrar framleiðsluaðferðar og magn- íramleiðslu. Átta ára reynsla við íslenskar aðstæður. "'NORM-X Verð frá 39.900 - gerið verðsamanburð SUÐURHRAUN 1, 210 GARÐABÆR SÍMI 53822 Flestir bursta tennur kvölds og morgna. Á daginn erum við sífellt að fá okkur eitthvað, t.d. ávexti, brauð, sælgæti, kaffi með sykri...Við það myndast sýrur sem skemma tennurnar. Venjulega tekur það um klukkustund fyrir varnarkerfi munnholsins - munnvatnið - að gera sýruna sem veldur tannskemmd- um óvirka. Með því að tyggja V6 verður sýran samstundis óvirk. V6 inniheldur hið virka efni Carbamid, nákvæmlega sama efnið og finnst í munnvatni. V6 eflir hverja máltíð! Fæst í apótekum og nú einnig víðar. M

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.