Vikan


Vikan - 31.05.1990, Page 48

Vikan - 31.05.1990, Page 48
► - Ég man nú eiginlega ekki hvað ég hugsaði í fyrstu skiptin. Maður hugsaði bara um textann og að komast í gegnum þetta. Ég ætla ein- hvern tíma að fá að skoða fyrsta útsendingarkvöldið mitt og bera það saman við hvern- ig þetta er núna. Þó að ég hafi komist í gegnum þetta og fólki þótt ég gera það skammlaust hlýt ég að hafa verið ógurlega stressuð miðað við það sem ég er núna. Ég hef alla vega verið stífari þó að ég haldi að ég sé það ekki núna. Ég man að ég hafði svo mikinn hjart- slátt að ég var hrædd um að það myndi sjást, að peysan hreyfðist. Það hjálpaði mikið að það var mikið af góöu fólki á næstu grösum. Þeir hjá Sjónvarpinu eru auðvitað líka alltaf spennt- ir þegar einhver nýr er að byrja og hugsa kannski með sér: - Hvernig stendur þessi sig f beinni útsendingu? Skyldi hún klúðra þessu? Sumir horfðu á mann svo að maður fékk vissulega styrk. Þú byrjaðir aö vinna hjá Út- varpinu og starfar þar enn? - Já, þegar ég var í þessu námi, félags- og fjölmiðlafræð- inni, vorum við látin gera út- varpsþátt. Svo var ég einu sinni uppi á Útvarpi út af þess- um þætti og þá sótti ég um sumarvinnu. Ég fékk þá vinnu hjá barna- og unglingadeild við að gera unglingaþætti fyrir Rás 2 og var við það eitt sumar. Svo um leið og ég var búin í náminu þá var ég komin með útvarps-bakteríuna. Þá fannst mér dagblöð ekki spennandi lengur þó að mér hafi áður þótt þau vera aðal- draumurinn. Núna finnst mér útvarpið sérstaklega skemmti- legur vinnustaður. Þeir sem koma þangað inn verða alveg veikir, þeir smitast. Núna sé ég um þátt á Rás 2 sem er út- varpað á kvöldin. Það er Zikk Zakk unglingaþátturinn. Hver eru áhugamálin fyrir utan fjölmiðlun? - ( frítímum þykir mér skemmtilegast að fara í leikhús. Það er gaman að fara í hin ýmsu leikhús og fylgjast með. Það stafar líka af því að sambýlismaður minn er leikari, Kristján Franklín Magnús. Hann er einn af þessum ungu og upprennandi leikur- um? - Já, hann hefur alla vega nóg að gera. Hann var í Höll sumarlandins, Hótel Þingvöll- um og einnig í barnaleikritinu Töfrasprotanum. Svo má nefna að hann hefur verið í sjónvarpsverkefnum og lék forstjórann í Afsakið hlé sem sýnt var fyrir skömmu. Það eru engin börn í fjöl- skyldunni enn þá. - Nei, engin börn enn, því allt hefur sinn tíma. Áttu nokkra ósk um barna- fjöldann? Ég man eftir ungri konu sem sagðist ætla að eiga tíu. Ert þú meö nokkur slík fyrirheit? - Nei, alls ekki. Mér þykir svo skemmtilegt aö vinna, en það gæti verið æskilegt og skemmtilegt að eiga svona tvö börn. Ég set ekki markið hærra. Það væri þá mögulegt aö vipna úti líka. Annars tekur húsbyggingin allan hugann eins og er. Við erum að byggja eða réttara sagt að gera upp gamalt hús. Við keyptum hús til flutnings og fluttum það í Skerjafjörð. Þar er verið að hanna hverfi fyrir gömul aðflutt hús sem á að vernda. Ég held þau veröi tíu. Við byggðum kjallarann undir húsið og erum að gera þetta í stand. Það er tímafrekt og því eru frístundirnar fáar eins og er. Það er ýmislegt sem okkur Kristjáni þykir gaman að gera saman eins og að fara á gönguskíði og vera í dansi en það er ekki hægt að sinna slíku eins mikið og við vildum. Svo flytjum við væntanlega inn í húsið í sumar og þá fer þetta vonandi að lagast. Eru nokkur önnur framtíðar- áform umfram þaö sem þiö eruð aö gera núna? Nokkurt takmark? - Ég veit ekki. Það væri þá helst að fá tækifæri til að læra meira um útvarp og sjónvarp. Ég gæti hugsað mér að fara til útlanda og læra meira. Aðal- málið er að koma upp húsinu og fara síðan að læra meira. Það væri skemmtilegt. Eitt sem tengist áhugamál- um og áformum er garðrækt. Ég vann oft hjá Skógræktinni á sumrin þegar ég var í skóla. Það finnst mér alveg paradís fyrir unglinga og skólafólk. Síðan er garðrækt áhugamál hjá mér. Mig langar til að koma upp garði í Skerjafirðinum. Það verður pláss til þess og þá einmitt í gamla Tívolíinu. Þar verður garðurinn, kannski á gamla skotbakkanum. Þegar við flytjum inn í okkar nýja, gamla hús ætlum við aö halda partí og þá verður einmitt Tívolí-stemmning. Þá verður spiluð platan Tívolí með Stuðmönnum. Það verður að hafa Tívolí-stemmningu á þessum stað. Hvað er gamla, nýja húsið gamalt? - Það er frá 1903. Það er að hluta til uppgert og er vel með farið hús. Á það sér einhverja sögu? - Já, en við eigum eftir að kynna okkur þá sögu nánar. Við höfum samt fundið ýmis plögg frá fyrstu eigendunum. Óttastu nokkuð draugagang í gömlu húsi? - Nei, ég held að það hafi bara búið gott fólk í þessu húsi svo að því hlýtur að fylgja góð- ur andi út í Skerjafjörð. Með þessum orðum þökk- um við Sigríði spjallið og árn- um henni og Kristjáni allra heilla. . mummm HRINTI HONUM Kœri draumróðandi! Mig dreymir ekki mikið en nú síðustu nœlur hefur mig dreymt mikið, Hér er einn af þessum draumum, Ég var í skólanum, Þö kemur strákur sem ég þekki ekki mikið en hann var með mér f bekk í fyrra. Við fórum erfthvað að rífast og ég hrinti honum þannig að hann datt aftur fyrir sig og missti eina tðnn. Hann varð mjög reiður og ég sá mjðg eftir því að hafa hrint honum svona harkalega en fannst hann samt hafa átt þetta skilið. Efflr þetta voru allir reiðir við mig og mér leið mjðg illa. Síðan langar mig að spyrja hvað það merkir að dreyma kvenmannsnafnið Ásta. RÁÐNING Þú ert greinilega á þeim aldri að vera að „lakast á við“ slráka. Að missa tönn þýðir að þroskast, svo liklega munu einhverjir þroskast í byltunum semþú veitirþeim. Einnig þroskast þú við að nota strákahlið- ina á þér og vera ákveðin. Þegar fólk er reitt út i mann i draumum eru aðr- ir hlutar af sjálfum manni að dæma eitthvað sem maður hefurgert, sagt eða hugsað. Þessir hlutar geta verið innprentaðir af samfélaginu og upp- eldinu. Hluti af þér álítur samt sem áður að þú eigir rétt á þvi að hrinda frá þér strákum (í óeiginlegri merk- ingu) þar til að þú ert tilbúin að semja við þá. Kvenmannsnafnið Ásta táknar ástina. HITTUMST AFTUR Mig dreymdi að ég og frœndi minn vœrum ein heima. Svo kom strákur, sem ég var hrifin af, og léteins og hann œtti heima þama en það átti bara að vera eðlilegt. Svo áffl hann að fara að pakka saman einhverju dóti, sem áffi að vera hérna um allt hús, og þegar hann var að láta þetta niður í tðskuna tók ég effir því að hann var með aðeins síðara hár en síðast þegar ég sá hann. (Ég hef ekki séð hann í nokkra mánuði.) Það var slegið með litlum flétfum f. Svo fór ég til hans og spurði hvort hann œtlaði ekki að kyssa mig bless, en hann sagði nei. En svo tókst mér að smella einum kossi á hökuna á honum. Svo tókum við utan um hvortannað og kysstumst. Þegar við vorum hœtt því, sagði hann að við myndum hittast aftur. Þegar hann var að fara leit ég út um gluggann og sá kœrastann minn keyra framhjá. Þá vaknaði ég. RÁÐNING Draumurinn bendir til þess að þú hafir ekki alveg útkjáð samskiptin milli þín og stráks- ins sem þú varst hrifin af, svona djúpt i undirmeðvitund- inni. Dótið sem hann tekur sam- an eru tilfinningarnar sem þú berð enn til hans, þrátt fyrir að þú sért nú með öðrum. Það er tími til kominn að pakka þeim saman og fjarlægja þær. Þú hefur innst inni haft samvisku- bit vegna þessara óuppgerðu tilfinninga, því þú vaknar við það að sjá kærastann þinn í draumnum. Hluti af þér veit að síðhærði ungi maðurinn þarf 48 VIKAN íiTBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.